Notice

Undefined index: field_id_103

ee/ExpressionEngine/Model/Content/FieldFacade.php, line 383

Sambandsdeild UEFA 2024/25: FC Drita - Breiðablik 30. júlí kl.15:00!

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2024/25: FC Drita - Breiðablik 30. júlí kl.15:00!

29.07.2024 image

Fjórði Evrópuleikur Blika í ár er útileikur gegn FC Drita frá Kósóvó í síðari viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25.

Flautað verður til leiks á Zahir Pajaziti Stadium í Podujevo á þriðjudag kl.15:00!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl 14:50!

Blikaklúbburinn stendur fyrir opnu húsi í stúkunni á Kópavogsvelli á morgun þriðjudag 30. júlí kl.15.00.

Fyrri leiknum í einvíginu lauk með 2:1 sigri gestanna frá Kósovó, en seinni hálfleikurinn er eftir. Ef við spilum eins og við gerðum síðustu 70 mínútur leiksins þá getur Blikaliðið alveg snúið blaðinu við og tryggt sig inn í 3. umferðina. 

Um FC Drita

image

Knattspyrnufélagið FC Drita (Albanska:Club Futbollistik Drita) er atvinnumannaklúbbur með aðsetur í borgini Gjilan í Kosovo og spilar þar í efstu deild. Liðið endaði síðasta keppnistímabil (36 leikir) í 3. sæti með 67 stig – 11 stigum á eftir sigurliðinu.

Félagið var upphaflega stofnað í Júgóslavíu árið 1947 en spilar núna í Kósovó eftir breytingar sem urðu árið 1990/91.

Heimavöllur Drita er Gjilan City Stadium - fjölnota leikvangur sem tekur 10.000 manns í sæti. Frá 2017 hefur völlurinn verið í stöðurgri endurnýjun en hann uppfyllir ekki kröfur UEFA. Félagið spilar því Evrópuleikinn gegn Breiðabliki á Zahir Pajaziti vellinum í borginni Podujevo í Kósovó, en þar er sami leikvangur og KF Llapi spilar sína heimaleiki. Llapi spilar á vellinum fimmtudaginn 1. ágúst sem er ástæðan fyrir þriðjudaginn 30. júlí sem leikdegi en ekki fimmtudaginn 1. ágúst.

Yfirlit Evrópukeppna FC Drita fyrir leikina gegn Breiðabliki: 

Evrópusaga Breiðabliks

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 10 ár af 14 mögulegum - þar af 6 síðustu ár í röð.

Leikurinn við FC Drita á fimmtudaginn verður 47. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. 

Þátttaka Breiðabliks í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Evrópublikar - 364 leikir !

Núverandi leikmannahópur Breiðabliks á að baki 364 leiki í 3 Evrópukeppnum. Andri Rafn leiðir með 40 leiki af 46 möguleikum. Hans fyrsti Evrópuleikur var gegn Motherwell sumarið 2010 sem var jafnframt fyrsti Evrópleikur meistarflokks karla.

Og Höskuldur skorar og skorar í Evrópuleikjum. Með marki sínu í leiknum gegn Tikvesh jafnaði Höskuldur Tryggva Guðmundsson sem skoraði 10 mörk í Evrópuleikjum fyrir FH og ÍBV. Næsta Evrópumark Höskuldar jafnar Atla Guðnason sem skoarði 11 Evrópumörk fyr­ir FH á sín­um tíma.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum:

2024 - Drita - Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

image

Dagskrá

Fjórði Evrópuleikur Blika í ár er útileikur gegn FC Drita í seinni viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25.

Flautað verður til leiks á Zahir Pajaziti vellinum í Podujevo á þriðjudag kl.15:00!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl 14:50!

Blikaklúbburinn stendur fyrir opnu húsi í stúkunni á Kópavogsvelli á morgun þriðjudag 30. júlí kl.15.00.

Dómarar eru frá Aserbædjan. Aðaldómari er Kamal Umudlu. Aðstoðardómarar eru: Namik Huseynov og Vusal Mammadov. Fjórði dómari er Elchin Masiyev.

Bein textalýsing UEFA

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka