BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Seinni hálfleikurinn er eftir!

28.07.2024 image

Blikar lutu í gras gegn FC Drita 1:2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Það voru slakar fyrstu 25 mínútur leiksins sem gerðu útslagið. Þá fengum við tvö mörk á okkur sem þyngdi róðurinn heldur betur fyrir okkur. En mark Ísaks Snæs í síðari hálfleik henti til okkar líflínu fyrir seinni leikinn. Ef við spilum eins og við gerðum síðustu 70 mínútur leiksins þá getum við alveg snúið blaðinu við í Kósovó.

Blikaliðið virkaði eitthvað vankað fyrstu mínútur leiksins og fengum við frekar ódýrt mark á okkur strax á þriðju mínútu.Ekki batnaði staðan þegar Dritumenn settu annað mark á okkur á 23. mínútu. En þá var eins og kviknaði loksins á Blikaliðinu. Við fórum að sækja meira og ná betri tökum á leiknum. En það var ekki fyrr en á 71. mínútu sem Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn með góðu skoti eftir góðan undirbúning Viktors Karls.

Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi frá Stokke og Höskuldi Gunnlaugsson náðu gestirnir frá Kósovó að hanga á forystunni. Vissulega er brekkan brött fyrir seinni leikinn en miði er möguleiki. Segja má að seinni hálfleikurinn í þessu Evrópueinvígi sé eftir. Ef Blikaliðið sýnir sömu baráttu og spilamennsku og í síðari hálfleik í þessum leikþá er allt mögulegt.

Við verðum að trúa þvi að þetta sé hægt og trúin flytur fjöll, ekki satt!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-AP

Til baka