Seinni hálfleikurinn er eftir!
28.07.2024


Blikar lutu í gras gegn FC Drita 1:2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Það voru slakar fyrstu 25 mínútur leiksins sem gerðu útslagið. Þá fengum við tvö mörk á okkur sem þyngdi róðurinn heldur betur fyrir okkur. En mark Ísaks Snæs í síðari hálfleik henti til okkar líflínu fyrir seinni leikinn. Ef við spilum eins og við gerðum síðustu 70 mínútur leiksins þá getum við alveg snúið blaðinu við í Kósovó.
Byrjunarlið okkar manna í fyrri leiknum gegn FC Drita ???? pic.twitter.com/gleFUxL94l
— Blikar.is (@blikar_is) July 25, 2024
Blikaliðið virkaði eitthvað vankað fyrstu mínútur leiksins og fengum við frekar ódýrt mark á okkur strax á þriðju mínútu.Ekki batnaði staðan þegar Dritumenn settu annað mark á okkur á 23. mínútu. En þá var eins og kviknaði loksins á Blikaliðinu. Við fórum að sækja meira og ná betri tökum á leiknum. En það var ekki fyrr en á 71. mínútu sem Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn með góðu skoti eftir góðan undirbúning Viktors Karls.
Jæja!!! Loksins mark. Eftir geggjað hraðaupphlaup er það Ísak Snær sem neglir boltann í netið hjá Drita. Staðan 1:2. pic.twitter.com/Akl0XAXQLE
— Blikar.is (@blikar_is) July 25, 2024
Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi frá Stokke og Höskuldi Gunnlaugsson náðu gestirnir frá Kósovó að hanga á forystunni. Vissulega er brekkan brött fyrir seinni leikinn en miði er möguleiki. Segja má að seinni hálfleikurinn í þessu Evrópueinvígi sé eftir. Ef Blikaliðið sýnir sömu baráttu og spilamennsku og í síðari hálfleik í þessum leikþá er allt mögulegt.
Við verðum að trúa þvi að þetta sé hægt og trúin flytur fjöll, ekki satt!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
-AP