Tögl og hagldir - bananahýði
22.05.2022
Blikar mættu nýliðum Fram í 7.umferð Bestu deildarinnar. Blikar á toppnum fyrir umferðina með fullt hús stiga. Framarar á neðri hluta töflunnar en frammistaða þeirra þó verið með ágætum í sumar.
Óskar og Halldór stilltu upp sama byrjunarliði og í undanförnum leikjum.
Fyrir leikinn var mönnum stúkunni tíðrætt um þennan leik sem bananahýði. Hinir svokölluðu sérfræðingar í hlaðvörpum töluðu margir hverjir um þennan leik sem formsatriði fyrir Blika og spáðu flugeldasýningu. Blikar áttu að kveikja í. Fyrstu 20 mínútur leiksins litu út fyrir að vera flugeldasýning/brenna og Nonni Magg að tendra bálið. Grænir yfirspiluðu dapra bláliða og Kristinn Steindórsson hafði haldið um töglin mataður af miðjumönnum sem héldu um hagldirnar.
Kristinn Steindórsson var að spila sinn 200. leik fyrir Breiðablik.
‘9 aftur er það Kiddi Steindórs.
— Blikar.is (@blikar_is) May 22, 2022
Í sínum 200 leik er viðeigandi að gera tvö mörk???? pic.twitter.com/0csjRwAy9g
Það var því sem ísköld vatnsgusa þegar Framarar minnkuðu muninn með marki eftir hornspyrnu. Blikar fengu svo sína aðra vítaspyrnu og Kristinn hefði getað fullkomnað þrennu sína, hann hafði áður skorað með góðu skoti úr teignum og svo með öryggi úr víti. Kristinn klúðraði hins vegar víti númer 2 og þá var eins og Blikar hefðu misst bæði tögl og hagldir, tímabundið í það minnsta. Meira um það síðar!
Síðari hálfleikurinn var svo einhver sá alundarlegasti sem undirritaður hefur séð frá Blikaliðinu, undir stjórn Óskars vel að merkja. Minnugur leikja gegn Einherja og Tindsstól hér í den.
Framarar mættu tvíefldir til leiks og virtust vera með blóð á tönnunum eftir ágætis lokakafla í fyrri hálfleik. Mikill gauragangur og klaufaskapur einkenndi seinni hálfleikinn. Blikaliðið virtist aldrei ná mojoinu sínu og má þar vel vera að þreyta spilaði þar inn í. Vanmat? Vonandi ekki. Á fimm mínútna kafla jöfnuðu Framarar, Blikar komust yfir og Framar jöfnuðu aftur. Staðan 3-3 og rúmar 20 mínútur eftir.
Höskuldur stangar boltann í netið og kemur Blikum í 3:2. Mynd: HVH
Þá vantaði einhvern til að koma inn á til að grípa utan um töglin og vona að liðsfélagarnir haldi utan um hagldirnar líka. Omar Sowe greip töglin og ríghelt. Hann þrusaði inn sigurmarki þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Örfáum mínútum áður hafði hann skorað en var flaggaður rangstæður.
88’ OMAR SOWE MEÐ SITT FYRSTA MARK FYRIR BLIKA. 4-3!
— Blikar.is (@blikar_is) May 22, 2022
FÓKUS. pic.twitter.com/HBhvEWQGwl
4-3 sigur staðreynd og bananahýðið hafði nærri fellt Blikanna. En gríðarlegur karakter einkennir liðið þessa dagana og við höldum söfnuninni áfram.
GMS
Mörk & atvik úr leiknum í boði Blikar TV:
Myndaveisla í boði Blikar TV: