BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Galdur setti met í gær

30.08.2021 image

Blikinn Galdur Guðmundsson setti met í gær þegar hann kom inn á í efstu deildar leik gegn Fylki í Árbænum í gær í Pepsi Max deild karla.

Galdur er yngsti Bliki (15 ára og 137 daga gamall) frá upphafi til að spila efstu deildar leik í knattspyrnu karla með Breiðabliki.

Fyrra metið átti Kristian Nökkvi Hlynsson, núverandi atvinnumaður með Ajax í Hollandi, 15 ára og 248 daga gamall. Það setti hann þegar hann kom inn á gegn KR á Kópavogsvelli sumarið 2019.

Þess má geta að bróðir hans Ágúst Hlynsson var yngstur Blika (16 ára og 3 mánaða) til að skora mark í mótsleik fyrir meistaraflokk Breiðabliks þegar hann skoraði í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ árið 2016 og sló þar með met þáverandi þjálfara – Arnars Grétarssonar.

Blikar.is óskar Galdri til hamingju með áfangann.

Til baka