BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

2022

Sumarið 2022 sveif Breiðablik líkt og á töfrateppi öðrum liðum ofar í Bestu deild karla, allt frá fyrsta leik til þess síðasta. (Reyndar var Breiðablik líka í fyrsta sæti deildarinnar áður en keppnin byrjaði, en stafrófsröðin réði því.) Þetta ævintýri deildarkeppninnar stóð óvenjulega lengi eða allt frá 19. apríl til 29. október. Það gerir 193 daga eða rúmlega helming ársins 2022. Það eru þó ekki merkilegustu tölur ársins né heldur að í lok deildarkeppni ævintýraársins sem minnti á þúsund og eina nótt höfðu Breiðabliksstrákar náð samtals þúsund og einu stigi samtals í efstu deild. Met af ýmsu tagi voru slegin og hér er yfirlit yfir nokkur þeirra.

Hér fyrir neðan er yfirlit mótsleikja Breiðabliksliðsins, til þessa á árinu 2022, í öllum mótum. Efninu er raðað í tímaröð og leikjum innan hvers móts líka raðað í tímaröð.

Einnig er yfirlit yfir alla láns-og leikmannasamninga okkar manna, viðurkenningar til leikmanna á árinu, tölfræði samantekt ársins og fyrri ára auk upplýsinga um árangur liðsins í Íslandsmótum og í Evrópukeppnum frá upphafi.

23 ára met slegið

Í heimaleiknum gegn KR 23.júní 2022 skráði Breiðabliksliðið sig á spjöld sögunnar með sigri á Vesturbæjarliðinu. Leikurinn var sextándi sigur okkar manna í röð í efstu deild á heimavelli. Með sigrinum sló Blikaliðið met sem ÍBV hafði átt í heil 23 ár, en Eyjamenn unnu 15 heimaleiki í röð á Hásteinsvelli á árunum 1997 til 1999 og áttu metið einir síðan, eða þar til okkar menn jöfnuðu það í með sigri gegn KA 20. júní.

Gullhanskinn

Anton Ari Einarsson hreppti fyrsta gull­hansk­ann sem af­hent­ur hef­ur verið hér á landi. Í fyrsta sinn í ár fá bestu mark­menn beggja kynja gull­hanska. Gull­hanskinn er af­hent­ur þeim markverði sem held­ur oft­ast hreinu á keppn­is­tíma­bili Bestu deild­ar­inn­ar. Okkar maður hélt tólf sinn­um hreinu í 27 leikj­um. 

Taplausir á heimavelli

Blikar náðu þeim merka áfanga að spila 22 leiki í röð á heimavelli án taps  (21 sigur / 1 jafntefli) með markatöluna 69:10. Liðið vann alla heimaleiki árið 2021, nema fyrsta leikinn sem var gegn KR á Kópavogsvelli 2. maí, með markatöluna 32:1 og liðið var taplaust árið 2022 tólf leiki í röð með markatöluna 37:9. Sá sem skrifaði handritið að þessari velgengni sá auðvitað til þess að velgengnin, sem hófst eftir tap gegn KR í fyrsta leik 2021, að það var KR sem batt enda á sigurgönguna í Kópavogi í 3. umferð úrslitakeppninnar á Kópavogsvelli 15. október 2022.

Venjulegt 22 leikja mót

Annað árið í röð skora Blikamenn 55 mörk í 22 leikjum í deildinni og bæta besta eigin árangur, frá 2021, um 4 stig. Þeir ljúka hefðbundnu móti með 51 stig og fara í úrslitakeppnina í október með átta stiga forskot á næstu lið. Félög á Íslandi sem hafa náð 50 eða fleiri stigum í 22 leikjum frá 2008 eru: 52 stig: KR árin 2013/2019 og Stjarnan 2014, 51 stig: FH 2009 og Breiðablik 2022, 50 stig: Valur 2017.

Úrslitakeppnin - efri hluti

Breiðabliksmenn mættu til leiks í fyrstu úrslitakeppnina með 51 stig - 8 stiga forskot á næstu lið (Víkinga og lið KA). Þegar talið var upp úr stigapokanum fræga var ljóst að Breiðablik vann yfirburðasigur í Bestu deild karla með 63 stig - fyrst liða á Íslandi til að ná þeim stigafjölda.

Stuðningssveitin Kópacabana

Stuðningsmennirnir okkar í Kópacabana stóðu sig frábærlega á pöllunum í allt sumar. Sveitin keyrði upp stemninguna í stúkunni bæði á heima- og útileikjum. Sjá nokkur góð dæmi hér:  26. maí 2022  3. október 2022 15. október 2022  29. október 2022

Markaskorun

Liðið skoraði 66:27 mörk í deildinni og deilir nýju markameti með Víkingum sem einnig skorðuðu 66:41 mörk. Það er reyndar með ólíkindum að lokaleikurinn gegn þeim hafi endað 1:0. Nánar> Alls skoraði Blikaliðið 109 mörk í 47 mótsleikjum á árinu 2022 sem skiptast svona milli móta: Besta deild 66 mörk, Mjólkurbikar 10 mörk, Sambandsdeild UEFA 9 mörk, Lengjubikar 13 mörk, FótboltaNet mót: 11 mörk.

Breiðablik er áttunda félagið frá upphafi til að ná 1.000 stigum í deildinni. Stigin eru reyndar 1.001 frá því að liðið lék fyrst í efstu deild árið 1971.

 Í S L A N D S M E I S T A R A R  2 0 2 2

Allt um gang mála á árinu 2022 hér neðar (í tímaröð):


FÓTBOLTA.NET MÓTIÐ 2022

Upphitun

Mikið breytt Blikaliðið vann nokkuð öruggan 5:2 sigur á Keflavík í fyrsta leik á FotboltaNet mótinu árið 2022. Sigurinn var sanngjarn en hugsanlega aðeins of stór miðað við gang leiksins því gestirnir áttu nokkur góð færi sem þeir ekki nýttu. Ennig átti Brynjari Atli Bragason stórleik í marki Blika og varði nokkrum sinnum frábærlega. Margir fastamenn Blika, meðal annars allir landsliðsmennirnir okkar, voru fjarverandi í þessum leik og sýnir það hve breiddin og samkeppin er gríðarleg í leikmannahópnum...

Blikar byrja vel á nýju ári!

Klippur í boði BlikarTV


Upphitun

Blikar unnu 1:3 seiglusigur á Leiknismönnum í Breiðholti. Sigurinn var erfiður enda börðust heimapiltar eins og ljón allan tímann. En það var Jason Daði Svanþórsson sem gerði gæfumuninn þegar hann kom inn á í síðari hálfleik. Í sínum fyrsta leik á þessu keppnistímabili sýndi Mosfellingurinn hve snjall markaskorari hann er. Stigin þrjú fóru því öll í Kópavoginn þrátt fyrir að sigurinn hefði verið torsóttur...

Jason Daði sá um Leikni!


Upphitun

Blikar unnu öruggan 2:0 sigur á HK-ingum í síðasta leik riðilsins í fotbolti.net mótinu. Leikurinn átti að fara fram á Kópavogsvelli en var færður inn í Kórinn til að sleppa við vindstrengi sem buldu á höfuðborgarsvæðinu. Því miður máttu engir áhorfendur mæta á leikinn en spiidieo kerfið gerði áhugasömum Blikum fært að berja leikinn augum. Reyndar höfðu forráðamenn fyrirtækisins stillt myndavélinni svo hátt upp í heiðursstúkunni í Kórnum og því var stundum erfitt að þekkja leikmennina í sundur. En aðalatriðið var nú samt að geta séð leikinn í streymi...

Öruggt í efri byggðum!


Upphitun

Blikar urðu að  bíta í það súra epli að tapa úrslitaleiknum í fotbolti.net mótinu 3:1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en sóknarleikur heimapilta var beittari og því fór sem fór...

Glæsilegt mark Damirs dugði ekki til

Mark Damirs í fyrri hálfleik>


ATLANTIC CUP 2022

Blikar unnu flottan 2:1 sigur gegn ungu og frísku liði Brentford pilta frá Englandi í fyrsta leik á Atlantic Cup mótinu 2022.  Sigur Blikaliðsins var sanngjarn en tæpur undir lok leiks.

Anton Ari varði þá eins og berserkur og kom í veg fyrir að enskurinn næði að jafna. Mörk þeirra grænklæddu settu Damir Muminovic og Kristinn Steindórsson í sitt hvorum hálfleiknum...

Frábær byrjun gegn Brentford!

Klippur í boði BlikarTV


Blikar unnu ótrúlegan 5:4 sigur gegn dönsku meisturum í Mydtjylland á Atlantic Cup keppninni í gær eftir vítaspyrnukeppni.  Leikurinn var mjög kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var frekar slakur hjá okkar drengjum  enda staðan orðin 0:3 Dönunum í vil í leikhléi.

En það var allt annað Blikalið sem kom inn á síðari háfleik og tókst okkar drengjum að jafna 3:3 skömmu fyrir leikslok. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru Blikarnir sterkari á taugum. Lokatölur 5:4 fyrir okkur og við efstir í keppninni að minnsta kosti tímabundið...

Ótrúleg endurkoma gegn Jótunum!

Klippur í boði BlikarTV

Mörkin og vító!


Blikar þurftu að sætta sig við 4:3 gegn stórliði FCK frá Kaupmannahöfn í lokaleik Atlantic Cup mótsins.

Fyrri hálfleikur var nánast gallalaus hjá þeim grænklæddu. Liðið spilaði fasta og örugga vörn og sótti svo hratt þegar tækifærið gafst. Mikil ákefð einkenndi strákanna og greinilegt að þeim leið vel inn á vellinum. Einu skiptin sem einhver hætta skapaði var þegar Anton Ari átti í smávægilegum örðugleikum að koma knettinum frá marki. En hann bætti fyrir það með öruggum leik á milli stanganna...

Mikið fyrir peninginn!

Klippur í boði FCKLENGJUBIKARINN 2022

Fyrir leik ákváðu liðin ađ koma saman og sýna Úkraínu stuðning, en eins og flestir vita þá ríkir stríðsástand í landinu. Fánann á myndinni fengu Blikar ađ gjöf síðasta haust þegar að stelpurnar okkar spiluðu í úkraínsku borginni Kharkiv sem í dag er ein af miðpunktum blóðugra bardaga.

Lengjubikar A deild - 3. umferð

Upphitun

Það var sannarlega talsverð tilhlökkun eftir linnulausan snjómokstur og endurteknar tilfæringar á ruslatunnum og útigrillum, miili illviðra síðustu vikna að skella sér í Smárann og horfa fótboltaleik utandyra við fínar aðstæður. Og sannarlega voru aðstæður góðar í upphafi leiksins. Hægviðri og úrkomulaust, hiti við frostmark og völlurinn marauður og fagurgrænn. Slatti af áhorfendum, en þó pláss fyrir fleiri...

Blikar sannfærandi gegn Skagamönnum

Klippur í boði visir.is


Lengjubikar A deild - 2. umferð

Upphitun

Blikar unnu baráttuglatt Fjölnislið 4:2 í Lengjubikarnum í kvöld. Sigurinn var nokkuð torsóttur enda vorum við gjafmildir í vörninni og flækjufótar í sókninni framan af leik. En með seiglu skoruðum við tvö mörk á síðustu mínútum leiksins og innsigluðum sanngjarnan sigur. Marga fastamenn vantaði í Blikaliðið en hópurinn er stór þannig að nýir leikmenn fengu að spreyta sig í byrjunarliði...

Þolinmæðin þrautir vinnur allar

Klippur í boði BlikarTV


Lengjubikar A deild - 4. umferð

Upphitun

Blikar unnu 1:2 sigur á Þórsurum í Lengjubikarnum á Akureyri í dag. Blikar hafa oft spilað betur en sem betur fer dugði það samt til sigurs. Þar með stefnir í hörkuúrslitaleik gegn Stjörnunni á fimmtudaginn á Stjörnuvellinum. Þar höfum við tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitum á Fotbolta.net mótinu fyrr á þessu ári...

Baráttusigur í Boganum


Lengjubikar A deild - 1. umferð

Upphitun

Þetta var sérstakur leikur og Blikar voru í gjafastuði en eftir hálftíma leik var Stjarnan búin að ná þriggja marka forystu og þannig fóru liðin inn í hálfleik. 

Það var svo Sölvi Snær Guðbjargarson minnkaði muninn fyrir Blika og skoraði ef mér skjátlast ekki í 3 leiknum í röð fyrir þá grænu...

Grunnt á því í Garðabæ


Lengjubikar A deild - 5. umferð

Upphitun

Blikar unnu 3:0 sigur á KV í síðasta leik í riðlakeppni deildarbikarsins 2022. Okkar drengjum gekk afskaplega illa að nýta færin framan af leik og það var ekki fyrr en Jason Daði Svanþórsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik að varnir Vesturbæjarliðsins brustu. Jason Daði setti öll mörkin og sýndi það enn og aftur hve mikilvægur hann er fyrir sóknarlínu Blikaliðsins.

Jason Daði sökkti KV

Klippur í boði BlikarTV


MEISTARAKEPPNI KSÍ 2022

Upphitun

Blikar urðu að bíta í það súra epli að tapa 0:1 fyrir Víkingum í leiknum ,,Meistarar meistaranna“ í gær á Víkingsvellinum. Leikurinn var eins og svart og hvítt þar sem heimapiltar voru mun betri í fyrri hálfleik en við í þeim síðari. Okkur var hins vegar fyrirmunað að koma tuðrunni í markið og því fór sem fór...

Svart og hvítt

Markið og atvík úr leiknum


BESTA DEILD KARLA 2022


Besta Deildin 2022 - Staðan

Fyrir Leik Breiðabliks og Keflavíkur afhenti Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Davíð Ingvarssyni verðskuldaðan blómvönd og viðurkenningarskjal fyrir að vera kominn í 100 leikja klúbbinn!

Upphitunarpistill

Áhorfendur streymdu á Kópavogsvöll í vorblíðunni þriðjudagskvöldið 19. apríl. Blíða er kannski heldur djúpt í árinni tekið, enda hitinn ekki beinlínis kæfandi. Það var engu að síður eftirvænting og spenna í loftinu, Besta deildin að fara í gang eftir langan og umhleypingasaman vetur. Keflvíkingar voru mættir til að etja kappi við Blika. Tvö sögufræg lið; Breiðablik einu bikarmeistararnir sem teflt hafa fram fyrrverandi atvinnumanni í tennis í sínu liði og Keflavík einu Íslandsmeistararnir sem hafa verið með bassaleikara Hljóma í sínu liði...

Djúpur á skökkum stað

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 2 umf.

Fyrsti sigur á KR í Frostaskjólinu síðan 2018

Upphitunarpistill

Það var svalur andvari sem bar grilllyktina yfir knattspyrnuvöllinn við Frostskjól í kvöld, þennan völl með grasi með lykt, sem heimamenn höfðu loksins í hitteðfyrra vit á að kenna við götuna norðan við völlinn frekar en sunnan við. Meistaravellir voru vettvangur tilraunar Breiðabliks til að vinna KR í fyrsta skipti frá 2018 og í fyrsta skipti þarna vestur frá í áratug...

Eins og svart og hvítt – þetta græna

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 3 umf.

Upphitunarpistill

Það var vorangan í lofti á Kópavogsvelli sunnudaginn 1. maí 2022 – á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins og stemningin eins og hún gerist best á knattspyrnu á Íslandi. „Hleragrillið“ heppnaðist vel og er komið til að vera. Það er ekki oft sem yfir 2.000 manns mæta á deildaleik á Íslandi. Stúkan var þéttsetin og gamla stúkan líka.  Meira segja var setið í gömlu grasbrekkunni austanmegin – og minnti það á gamla dag. Breiðablik tók á móti FH, sigursælasta liði Íslands í knattspyrnu á þessari öld og eftirvænting var mikil...

Breiðablik á toppnum í Bestu deildinni - að sjálfsögðu

Inná velli með Heisa 1.maí 2022 + klippur.


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 4 umf.

Blikar einir á toppnum

Upphitunarpistill

ÍA og Breiðablik mættust í 4.umferð Bestu deildar karla. Það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikill spenningur fyrir leiknum. Fjölmiðlar, og þessir svokölluðu sérfræðingar, voru búnir að teikna leikinn upp sem enn eitt prófið fyrir Blikaliðið. Fyrsta prófið koma raunar í fyrstu umferð og mun líklega halda áfram í hverri umferð út þetta keppnistímabil. Frammistöðumat. Áður en að þessum leik kom voru Blikarnir á góðri leið, 3 sigrar í 3 leikjum...

Stórsigur á Skaganum

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 5 umf.

Upphitunarpistill

Blikar byrjuðu með boltann og óðu fram af einurð og dug og uppskáru eftir 24 sekúndur fyrsta hornið í leiknum. Það skilaði að vísu engu en gaf tóninn. Eftir tvær mínútur var keyrt af hörku inn í Viktor Örn og Stjarnan pressaði stíft. Okkar menn leystu úr öllum stöðum, virkuðu miklu fleiri á vellinum, það var alltaf laus maður til að gefa á, enda var eins og gestirnir vissu ekkert hvað þeir ættu af sér að gera þegar þeir fengu boltann. Langar sendingar fram skiluðu litlu. Haraldur markmaður spyrnti hvað eftir annað upp í stúku, bæði nýju og gömlu. Stjörnumenn vildu vera duglegir að elta léttleikandi Blika en án þess að gera sér grein fyrir því að það er ekki nóg að elta. Eitthvað verða menn að gera ef það á að bera árangur. Við komum nánar síðar að eltingarleik í víðu samhengi...

Eltingarleikur í afmæli

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 6 umf.

Blikar með tveggja stiga forustu á toppnum

Upphitunnarpistill

Kópavogsbúum gekk alveg prýðilega að mynda meirihluta í kvöld. Líklega var meirihluti áhorfenda á Víkingsvellinum á bandi okkar fólks. Það veitti ekkert af. Nú voru það tvöföldu meistararnir frá fyrra sumri sem tóku á móti okkur grænklæddum og vissu það alveg að þetta var tækifæri þeirra til yfirlýsingar um að ætla að vera í toppbaráttunni. Breiðablik er liðið til að vinna þessa dagana og Arnar Víkingsþjálfari var bara glaðbeittur með yfirlýsingu um leikinn að það væri betra að vera veiðimaðurinn en bráðin. Gamall kollegi meðal stuðningsmanna Víkings var nú ekki á sama máli og spáði leiknum 1-3, en svona stillti Óskar Breiðabliksbráðinni upp fyrir Víkingana; óbreytt byrjunarlið, Viktor Karl enn óleikfær og markaskorarinn Dagur Dan byrjaði...

Það er partý í stúkunni!

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 7 umf.

Blikar með 5 stiga forustu á toppnum

Upphitunarpistill

Fyrir leikinn var mönnum  stúkunni tíðrætt um þennan leik sem bananahýði. Hinir svokölluðu sérfræðingar í hlaðvörpum töluðu margir hverjir um þennan leik sem formsatriði fyrir Blika og spáðu flugeldasýningu. Blikar áttu að kveikja í. Fyrstu 20 mínútur leiksins litu út fyrir að vera flugeldasýning/brenna og Nonni Magg að tendra bálið. Grænir yfirspiluðu dapra bláliða og Kristinn Steindórsson hafði haldið um töglin mataður af miðjumönnum sem héldu um hagldirnar...

Tögl og hagldir - bananahýði 

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 8 umf.

Upphitunarpistill

Ósigraðir Blikar heldu í kvöld til efstu byggðra bóla Reykjavíkurprófastsdæmis, og hösluðu sér völl þar sem heitir Fella – og Hólahverfi og nánar tiltekið þann völl sem í daglegu tali heimamanna er nefndur Gettógránd en Domusnova völlurinn í munni ókunnra aðkomupésa, og er þar vígi og varnarþing  Leiknisljónanna. Veðrið með allrabesta móti viðað við árstíma. Kvöldsólin skein og hægur vestan andvari. Þokan sem var með hótanir um kvöldmatarleytið sá aumur á vallargestum og leikmönnum og hélt sig fjarri. Heill hellingur af Blikum á vellinum og fátt um laus sæti þeim megin en svona slæðingur af heimamönnum og talsvert af auðum sætum...

Fullt hús


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 9 umf.

Upphitunarpistill

Fyrir leikinn gegn Val í kvöld sátu Blikar verðskuldað á toppnum með fullt hús stiga og það var því með eftirvæntingu sem skundað var niður í Hlíðar. Valsmenn hafa valdið stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum það sem af er sumri og það var því að duga eða drepast fyrir þá í kvöld. Veður var þokkalegt, ekki sérlega hlýtt, en slapp til með sínar 10°C og smá golu. Dumbungur.
Aðstæður til knattspyrnu alveg prýðilegar og fín mæting á völlinn af hálfu Blika og heyrðist vel í okkar fólki...

Hola á veginum

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 10. umf

Blikar með 8 stiga forustu á toppnum

Upphitunarpistill

17. júní hátíðahöldin fóru greinilega vel í okkar menn þetta árið þó menn hafi örugglega verið pínu svekktir að leikslokum á Hlíðarenda daginn áður. Það er fátt í hversdagslífinu svo djöfullegt að pylsa með öllu á 17. júní að lokinni slysalausri skrúðgöngu geri ekki lífið ögn bærilegra. Að ekki sé talað um tvær.
Það var einmunablíða í dalnum þegar leikur hófst  í kvöld. 11 stiga hiti, hæg vestanátt og sólskin. Stutterma. Tæplega 14 hundruð áhorfendur mættir og Kópacabana í miklu stuði frá byrjun til enda. Örlítil seinkun var á leiknum vegna þar sem flug KA mann var ekki alveg skv. áætlun... 

Pylsurnar klikka ekki!

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 11 umf.

Sextándi sigur Blika í röð í efstu deild á Kópavogsvelli og 23 ára met ÍBV slegið.

Upphitunarpistill

Fjölmiðlar spurðu fyrir leik kvöldsins á Kópavogsvelli hvort Blikar myndu kveða KR-Grýluna í kútinn. Síðasta liðið til að vinna Breiðablik í Smáranum var einmitt gamla Vesturbæjarstórveldið. Það var eftirminnilegur leikur í fyrra – en miður skemmtilegur. Þá mættu KR-ingar okkar mönnum af hörku og gáfu þeim engin færi á að spila sinn leik. Staðan var orðin 2-0 áður en við var litið. Í fyrri leik liðanna í Bestu deildinni í vor unnu okkar menn frægan sigur á svokölluðum Meistaravöllum. Þar spiluðu þeir allt öðruvísi en þeir eru vanir. Á hverju máttum við eiga von í kvöld? Léttleikandi Blikum eða varfærnum varnarleik? Var Grýla enn á kreiki? Eða var hún kannski aldrei til?..

Esjuferð Grýlu – ef hún var þá til

Klippur í boði BlikarTV


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 12 umf.

Upphitunarpistill

Leikurinn hófst með látum og Blikar fljótlega komnir í færi þangað til flaggið fór á loft í fyrsta sinn, en ekki það síðasta. Svo fengu heimamenn sénsinn en ekkert varð úr. Á 10. mínútu fengu Blikar svo dauðafæri en markvörður ÍBV varð vel frá Ísaki, Jason hirti frákasti og náði skoti en þá bjargaði varnarmaður á línu og enn var frákast, sem Ísak náði en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Blikar með yfirhöndina en heimamenn gáfu ekkert eftir og djöfluðust í okkar mönnum og gáfu lítinn tíma. Næsta hálftímann var þetta sitt á hvað. Blikar meira með boltann og áttu slatta af lofandi upphlaupum og komust í færi en vantaði að reka endahnútinn á sóknirnar. Ýmist klikkaði ,,lokasendingin“ eða þá skotin ekki alveg nógu góð til að sleppa framhjá markverði heimamanna...

Sýnd veiði en ekki gefin


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 13 umf.

Breiðablik með 8 stiga forskota á toppnum

Upphitunarpistill

Blikar unnu 2:3 karaktersigur á kraftmiklum Keflavíkingum í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þeir grænklæddu tryggðu sér sigurinnn með tveimur mörkum frá fyrirliðanum Höskuldi Gunnlaugssyni á síðustu tíu mínútum leiksins. Þar með hefndum við fyrir tvö töp á þessum velli í fyrra og getum horft björtum augum til framtíðarleikja suður með sjó...

Suðurnesjamóri kveðinn í kútinn!


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 14. umf.

Upphitun

Það var fátt tíðinda í þessum leik fyrr en á 9. mínútu þegar laus bolti lak í átt að hliðarlínunn vinstra megin hjá Blikum, Davíð Ingvars ákvað að henda sér í tæklingu við FH-ing sem kom aðvífandi og þó Davíð ynni boltann varð úr þessu hvellur sem lauk með því að Davíð fékk að sjá rauða spjaldið hjá slökum dómara þessa leiks eftir að sá hafði ráðfært sig við aðstoðardómarann sem var nær meintu broti...

Markalaus spjaldasúpa í Krikanum


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 15 umf.

17. sigur Blikamanna í röð í efstu deild á Kópavogsvelli með markatöluna 57:9

Fyrir leik veitti Flosi Eiríksson formaður Gísla  Eyjólfssyni viðurkenningu fyrir að  200 spilaða mótsleiki með Breiðabliki. 

Upphitunarpistill

Áhorfendur voru varla sestir þegar Gísli hélt upp á 200 leikja-viðurkenninguna með því að brjótast upp að endamörkum, ungur markvörður Skagamanna missti boltann klaufalega yfir sig en skalli Kristins Steindórssonar sem var mættur eins og gammur fór yfir.

Þetta gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Blikar sóttu, Skagamenn vörðust. Leikaðferð gestanna minnti svolítið á Steinar Sigurjónsson rithöfund af Akranesi. Hann er talinn einn af brautryðjendum í módernisma í íslenskum sagnaskáldskap en um skáldsögu hans, Blandað í svartan dauðann, hefur verið sagt að myndmálið sé hrátt, kaldranalegt og storkandi...

Eins og kaffið í Twin Peaks


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 16 umf.

Blikar á toppunum með 8 stiga forskota á KA, 10 stiga forskot á Stjörnuna, 11 stiga forskot á KR og 8 stiga forskot á Reykjavíkur Víkinga sem eiga leik til góða

Upphitun

Um síðari hálfleikinn í kvöld legg ég ekki á mig að hafa mjög mörg orð. Það gekk einhvern veginn hvorki né rak. Dugnaðurinn í Stjörnustrákunum skilaði sér miklu betur en erfiðið sem okkar menn lögðu á sig og ef Stjarnan fékk horn eða innkast á okkar vallarhelmingi þá fannst manni það vera á hættulegum stað. Þeir uppskáru tvö mörk og tvær tvöfaldar innáskiptingar hjá okkur skiluðu ekki miklu, fannst manni. Sárabótamark Viktors með síðustu spyrnu leiksins gerði ekkert mikið fyrir mann þegar maður hafði séð slatta af vongóðum bæjarbúum tínast burt úr Blikahluta stúkunnar eftir því sem liðið hafði á hálfleikinn...

Steinn yfir steini


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 17 umf.

Blikar á toppunum með 6 stiga forskota á KA eftir jafn marga leiki og 8 stiga forskot á Reykjavíkur Víkinga sem eiga leik til góða

Upphitun

Mánudagskvöldið 15. ágúst. Stórleikur Íslandsmótsins í Smáranum. Víkingar í heimsókn, átta stigum á eftir Blikum á toppnum en með leik inni. Allt undir. Ekki einungis baráttan um Fossvogslækinn. Sérfræðingar sögðu að færu Blikar með sigur af hólmi væri mótið búið, titillinn nánast í höfn. Aftur á móti myndu Víkingar opna deildina upp á gátt með sigri. Jafntefli gerði meira fyrir Blika. Bæði lið voru nýkomin úr erfiðum útileikjum í Evrópukeppni – var þreyta í mannskapnum? ...

Ekkert stórmeistarajafntefli


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 18 umf.

Blikar á toppunum með 6 stiga forskota á KA 

Upphitun

Það var fallegt ágústkvöld í Úlfarsárdalnum.  Það er virkilega mikil fegurð í þessu umhverfi sem áður fyrr var nánast í óbyggðum.  Hinn stórglæsilegi nýi heimavöllur Fram er mannvirki sem Framarar eru – og eiga að vera – stoltir af. Völlurinn og stúkan eru afar vel hannaðar byggingar og samtengdar íþróttahúsinu þannig að flæðið er gott. Arkitektúr er mjög smekklegur og steinsnar frá eru sundlaug og bókasafn sem gegnir lykilhlutverki í þessari nýju byggð sem þarna rís.  Framörum hefur líka tekist að skapa mikla stemningu kringum liðið í sumar – og þeir voru taplausir í þessu vígi á þessu keppnistímabili. 

„Eins og gömul hefð – sem búið er að brjóta“


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 19 umf. 

Blikar á toppunum með 9 stiga forskota á næsta lið

Upphitun

En aðallega telur að sjá hversu breiður hópurinn er og þeir sem koma inn eiga fullt erindi. Tilfinningin er að það skipti ekki öllu máli hvaða leikmenn af þessum stóra hóp eru að spila, það eru allir tilbúnir. Þetta var öruggur og verðskuldaður sigur, en langt frá því að vera gefinn og fráleitt að afskrifa Leiknisliðið eða gefa sér fyrirfram að leikurinn væri unninn. Ég væri alveg til í að sjá þá áfram í efstu deild...

Erfiður en öruggur „skyldusigur“


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 20 umf.

Blikar á toppunum með 11 stiga forskota á næsta lið

Upphitun

Sumarblíðan tók á móti mannskapnum á Kópavogsvelli þegar dýrasta lið landsins mætti á Kópavogsvöll, Valur var reyndar með það í rassvasanum að hafa verið fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í Bestu deildinni sumarið 2022. Fyrir leikinn í kvöld hafði einu öðru liði tekist að vinna Blika í deildinni, það var mikið undir. Evrópa hjá Val og toppsætið tryggt hjá Blikum...

Alvöru skilaboð!

Hápunktar Leiksins | Besta Deild Karla 2022


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 21 umf.

Blikar á toppunum með 6 stiga forskota á næsta lið

Upphitun

Blikar urðu að sætta sig við súrt 2:1 tap á Akureyri í hörkufótboltaleik. Tvenn varnarmistök urðu til þess að stigin urðu öll eftir fyrir norðan. Jafntefli hefðu ekki verið ósanngjörn niðurstaða en stundum detta ekki úrslitin með okkur. Forysta okkar á toppnum er hins vegar enn sex stig og markatalan hagstæð. Við þurfum því bara að bíta í skjaldarrendurnar og koma dýrvitlausir til leiks í síðasta leik hefðbundinnar deildakeppni gegn ÍBV á Kópavogsvelli næsta laugardag....

Súrt tap á Akureyri

Hápunktar Leiksins | Besta Deild Karla


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 22 umferðir.

Blikar á toppunum með 8 stiga forskota á næstu lið

Fyrir leikinn gegn IBV afhentu þeir Flosi Eiriksson formaður og Helgi Aðalsteinsson varaformaður þeim Elfari Frey og Damir viðurkenningu fyrir 300 spilaða mótsleiki með Breiðabliki.

Upphitun

Lokaumferðin í Bestu deildinni fyrir úrslitakeppni rúllaði af stað í blíðaskaparveðri á Kópavogsvelli. Allir leikirnir í þessari síðustu umferð voru spilaðir á sama tíma út frá eldri reglum, Eyjamenn voru mættir í heimsókn. Peyjarnir voru búnir að vera að spila góðan bolta í síðustu leikjum með sigri á móti Stjörnunni og jafnteflum á móti Víkingum og Fram. Blikar þurftu hinsvegar nauðsynlega að ná í sigur eftir tap norðan heiða á móti KA í síðasta leik....

Svart og hvítt

Blikar enda venjulegt tímabil á toppnum (mörkin)


BESTA DEILD KARLA 2022 - ÚRSLITAKEPPNI - EFRI HLUTI


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 23 umferðir og fyrsta leik í Úrslitakeppninni

Upphitun

Leikurinn hófst með miklum látum. Gestirnir tóku öll völd á vellinum í um það bil 30 sekúndur og sköpuðu mikla hættu við mark Blika, hefur tíðindamðurinn punktað hjá sér þegar tvær og hálf mínúta stóðu á klukkunni. Má segja að þar með hafi sóknarmenn Stjörnunnar lokið leik á Kópavogsvelli í kvöld og er sjálfsagt að þakka þeim fyrir komuna...

Að höggva undan báða fætur


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 24 umferðir 

Upphitun

Blikar unnu sannkallaðan karaktersigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Blikar tóku forystuna mjög sanngjarnt í fyrri hálfleikleik með snilldarmarki frá Kristni Steindórssyni. Við stýrðum síðan leiknum í síðari hálfleik en undir lok leiksins tók dómari leiksins þá furðuákvörðun að dæma víti á okkur. Þrátt fyrir að heimapiltar næðu að jafna þá bitum við í skjaldarendurnar og örfáum mínútum síðar tryggði Jason Daði okkur stigin þrjú. Þar með getum við tryggt okkur Íslandsmeistaratititilinn með hagstæðum úrslitum gegn KR á Kópavogsvelli á laugardaginn! ...

Er ekki kominn tími til að tengja?


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 25 umferðir 

Fyrir leikinn fékk snillingurinn Andri Rafn Yeoman viðurkenningu fyrir 400 mótsleiki fyrir uppeldisfélagið. Flosi Eiríksson formaður knattspurnudeildar afhenti Andra blóm og áritaðan platta. 

Upphitun

Það var blásið til sannkallaðrar sigurhátíðar á Kópavogsvelli í kvöld. „Blásið“ er lykilorð í þessu samhengi. Norðanáttin var býsna hvöss, það var hrollkalt í stúkunni og aðstæður til knattspyrnuiðkunar vondar. Engu að síður var fjöldi gesta mættur í báðar stúkur og allar brekkur fullar. Röðin eftir borgurunum náði nánast út á götu, græna stofan troðin af fólki á þessu vonglaða haustkvöldi. Kópacabana komu sér fyrir í gömlu stúkunni og sungu börðu bumbur fyrir leik, meðan á leik stóð og eftir leik. Kópavogsbúar voru mættir til að hylla nýbakaða Íslandsmeistara Breiðabliks í viðureign við KR...

Fýrverkerí og konfettí


Besta Deildin 2022 - Staðan eftir 26 umferðir 

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson splaði sinn 250. leik fyrir félagið og þetta var 100. leikur á milli Breiðabliks og Vals í öllum keppnum frá upphafi. 

Upphitun

Blikar unnu mjög góðan 2:5 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í úrslitakeppni Bestu deildar karla í gærkvöldi. Fremstur meðal jafningja var Dagur Dan Þórhallsson sem setti þrennu í leiknum. Þar af tvö mörk úr nánast alveg eins aukaspyrnum.

Einnig skoruðu Höskuldur Gunnlaugsson úr vítaspyrnu og Viktor Karl Einarsson sitt markið hvor. Sigur Blika var sanngjarn en hugsanlega aðeins of stór miðað við gang leiksins því jafnræði var með liðunum framan af leik. En við Blikar grátum ekki þessi úrslit og ætlum okkur að klára þetta mót með stæl þrátt fyrir að Íslandsmeistaratitillinn sé löngu kominn í hús! ...

Dagur Dan vængstýfði Val!


Besta Deildin 2022 - Lokastaðan

29.10
2022
Breiðablik
Víkingur
1:0
23
1
6
A-deild | Úrslitakeppni 5.umf
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (23)

Upphitun

Það skal viðurkennt að lítill hluti þessa söfnuðar var viðstaddur þegar Víkingum var gert það ljóst fyrir fullt og fast, 29. október síðastliðinn, að Breiðablik væri laaaaangbesta karlalið Íslands 2022. Ég held að það hafi ekki mörg úr þessum hópi verið upptekin við formannssmölun í Sjálfstæðisflokknum eða á Landsfundi Samfylkingarinnar en sjálfur ákvað yðar einlægur að skrópa ekki í æfingabúðum kórsins þessa helgi þrátt fyrir lofandi dagskrá í Kópavogsdal...

Laaaaaangbestir í Bestu deild 2022


MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ

32-liða úrslit

Upphitunarpistill

Blikar buðu upp á eina flottustu flugeldasýningu sem sést hefur á Kópavogsvelli frá upphafi þegar þeir lögðu Valsmenn að velli 6:2 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla. Pistlahöfundur, sem hefur marga fjöruna sopið í knattspyrnumálum, er tilbúinn að fullyrða að síðari hálfleikur er sá besti sem Blikaliðið hefur nokkurn tíma sýnt frá upphafi knattspyrnu í Kópavoginum! Vel mannað Valslið  átti engin svör við frábærum sóknarleik Blikaliðsins og sterkir miðju og varnarmenn heimapilta sáu til þess að þeir rauðklæddu frá Hliðarenda áttu í raun ekki eitt einasta færi í hálfleiknum. Ákefðin jókst með hverjum nýjum leikmanni sem Blikar settu inn á en á sama tíma hentu Hlíðarendapiltar hverjum leikmanni á fætur öðrum inn á án nokkurs árangurs...

Flugeldasýning á Kópavogsvelli!

Klippur í boði BlikarTV


16-liða úrslit

Upphitunarpistill

Gísli Eyjólfsson kom, sá og sigraði líkt og Júlíus Sesar í orustunni um Zela forðum. Blikinn kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og á síðustu mínútu leiksins setti hann knöttinn í net þeirra gulklæddu með þéttingsföstu skoti óverjandi í hornið og tryggði þar með sæti okkar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar 2022. Sigur okkar manna var sanngjarn en það var algjör óþarfi að hleypa heimamönnum inn í leikinn í síðari hálfleik! Óskar Hrafn þjálfari Blika orðaði þetta ágætlega þegar hann notaði orðið værukærð um spilamennsku síns liðs í síðari hálfleik. En aðalatriðið var að við unnum leikinn og erum komnir nær bikarnum...

Gísli kom, sá og sigraði!

Mörkin úr leiknum


8-liða úrslit

Upphitun

Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að það var mikið undir, ekki bara sæti í undanúrslitum bikarsins heldur er meira á bakvið þessa Kópavogsslagi. Bæði lið gerðu sig líkleg til að koma boltanum í markið í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. HK reyndi svo að kría fram vítaspyrnu þegar 2 HK-ingar hlupu saman eftir að hafa komið inn á svæði Elfars Freys Helgasonar sem menn eiga að vita að endar ekki vel, þeir duttu báðir og kölluðu að Erlendi dómara að munda flautuna. Erlendur féll ekki í þessa gryfju og Elli glotti við tönn en mikið var gaman að sjá hann ná 45.mínútum. Eins og Óskar þjálfari sagði eftir leik þá er að einfaldlega gott fyrir íslenska knattspyrnu að Elli sé kominn aftur á völlinn eftir að hafa farið í gegnum erfiðan meiðsla dal

Enginn grátkór!


Undanúrslit

Upphitun

Það er þó algerlega óboðlegt að mæta svona ótrúlega soft til leiks. 2-0 undir eftir sjö mínútna leik á heimavelli er eitthvað sem við höfum ekki séð í ótrúlega langan tíma og viljum ekki sjá aftur í mjög langan tíma. Í seinustu tveimur leikjum gegn Víkingum, pressuðum við þá og bully-uðum þá á líkamlega hluta leiksins því var algerlega öfugt farið í kvöld. Það gerði það að verkum að okkur var pakkað saman. Óskar Hrafn orðaði þetta ágætlega eftir leik: „þetta var búið áður en það hófst. Við grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr”. Nú er bara verk að vinna koma sér upp úr þessari holu, greina þennan leik og halda svo áfram veginn. Hausinn upp, aldrei litlir alltaf stórir og kassinn út...

Bognum en brotnum ekki


SAMBANDSDEILD UEFA 2022/2023

Undankeppni fyrri leikur - 1. umferð

Upphitun

Leikurinn varð aldrei mikið fyrir augað. Framan af var stöðubarátta þar sem Blikarnir reyndu að spila sinn leik en náðu ekki alveg taktinum. Skiljanlegt að mörgu leyti.  Á 16. mínútu dró til tíðinda. Hápressa okkar manna (lykilatriði i góðum árangri okkar í ár að mínu mati) skilaði okkur forystu. Marc Rébes lenti í vandræðum eftir pressu frá Ísak og nafni hans Priego var greinilega í engu talsambandi við félaga sinn. Ísak komst inn í varnartilraunina hjá Rébes og boltinn fór í markið. Leikurinn fjaraði út í fyrri hálfleik en 2 færi litu dagsins ljós...

Góður sigur í fögrum Pýreneafjöllum

Sigurmark Ísaks í leiknum


Undankeppni seinni leikur - 1. umferð

Upphitun

Blikahraðlestin er komin áfram í Sambandsdeild Evrópu eftir góðan 4:1 sigur á liði Santa Coloma frá Andorra á Kópavogsvelli í gær. Sigurinn var nokkuð torsóttur enda börðust fjallaljónin frá Andorra hetjulega gegn Blikaliðinu framan af leik. En getumunur liðann var töluverður og að lokum tryggðum við okkur öruggan sigur. Við mætum því liði FK Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. Fyrri leikurinn verður á Kópavogsvelli næsta fimmtudagskvöld þ.e. 21. júlí kl. 19:15 en síðari leikurinn ytra viku síðar...

Sardana dansinn dugði ekki til!

Mörkin


21.07
2022
Breiðablik
Buducnost
2:0
24
Evrópukeppni | Sambandsdeild UEFA - Undankeppni önnur umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (24)

Undankeppni fyrri leikur - 2. umferð

Upphitun

Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.

Hvernig á maður annars að segja frá óvenjulegasta fótboltaleik sem maður hefur séð, leik Breiðabliks og Budućnost Podgorica í kvöld? ....

Hópslysaæfing UEFA í Kópavogi

Umfjallanir netmiðla


Undankeppni seinni leikur - 2. umferð

Upphitun

Þrátt fyrir að tapa 2:1 fyrir Buducnost í seinni leik liðanna  í forkeppni Sambandsdeildar í Evrópu eru strákarnir okkar komnir áfram í keppninni. Mörkin tvö sem við settum á Svartfellinga undir lok leiksins í Kópavogi voru svo sannarlega að skila sér. Andstæðingur okkar í næstu umferð er tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og mæta Tyrkirnir í Kópavoginn næst komandi fimmtudag...

Áfram í Evrópu!

Umfjallanir netmiðla


Undankeppni fyrri leikur - 3. umferð

Upphitun

Hafa verður í huga að þetta tyrkneska lið er stórveldi. Það er í 65. sæti yfir sterkustu lið í Evrópu en til samanburðar er Breiðablik í 285. sæti.  Blikastrákarnir eiga hrós skilið fyrir þennan leik í gær. Leikmennirnir lögðu líf og sál í leikinn og hlupu gríðarlega allan leikinn. Boltinn flaut vel og áttum við í fullu tré við tyrknesku stórstjörnunar. En heppnin var ekki með okkur í gær en leikurinn fer samt í reynslubankann víðfræga. Mark Viktors Karls Einarssonar eftir frábæran undirbúning Kristins Steindórssonar mun til dæmis verða minnst í Blikaannálum um ókomna tíð. Einnig stórkostlegur sprettur Ísaks Snæs Þorvaldssonar í síðari hálfleik þrátt fyrir að hann hafi ekki gefið mark...

Tyrkjaránið hið síðara!

Umfjallanir netmiðla


Undankeppni seinni leikur - 3. umferð

Upphitun

Skal játa að ég átti nú ekki endilega von á að Blikum tækist að vinna upp forskot Tyrkjanna úr fyrri leiknum, forskot sem mér fannst ekki fyllilega sanngjarnt ef út í það er farið, en það er víst ekki mikið spurt að því. Þessir andstæðingar eru erfiðir. Svo við setjum hlutina í samhengi þá eru þeir, í 65. sæti á styrkleikalista UEFA, nokkuð langt fyrir ofan aðra andstæðinga sem komu til greina - auðvitað er það miðað við langtíma árangur, en það er ekki svo langt síðan liðið var í meistaradeildinni, vann ma. Manchester United, hefur verið að styrkja sig og ætlar sér stóra hluti....

Stoltir Blikar í lok Evrópu ævintýris

Umfjallanir netmiðla


TÖLFRÆÐI 2022 - SAMANTEK

Glæsileg árangurstafla Breiðabliks 2022 undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í ár og samanlagt fyrir þrjú síðustu ár. Tveir leikmenn tóku þátt í öllum 27 leikjum Bestu deildar karla á keppnistímabilinu sem var að ljúka. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson spilaði 2415 mínútur af 2430 mögulegum.

Anton Ari Einarsson spilaði 2413 mínútur af 2430 mögulegum.  Okkar maður hreppti fyrsta gull­hansk­ann sem af­hent­ur hef­ur verið hér á landi. Í fyrsta sinn í ár fá bestu mark­menn beggja kynja gull­hanska. Gull­hanskinn er af­hent­ur þeim markverði sem held­ur oft­ast hreinu á keppn­is­tíma­bili Bestu-deild­ar­inn­ar. Ant­on Ari hélt 12 sinn­um hreinu í 27 leikj­um. 


* Elfar Freyr Helgason átti við meiðsli að stríða í sumar.

** Galdur Guðmundsson var seldur til seldur til  danska stórliðsins FC Köbenhavn. Galdur yfirgaf herbúiðr Blika 1. júlí. 

*** Í júlíglugganum var Adam Örn Arnarson lánaður til Leiknismanna. 


Markahæstu leikmenn í Bestu 2022:

Blikamenn skoruðu 66 mörk í deildinni og settu því nýtt markamet sem Blikaliðið deilir með Víkingum sem skoruðu einnig 66 mörk. Fyrra metið áttu Skagamenn sem skoruðu 62 mörk í 18 leikjum árið 1983.


Þessir skoruðu mörkin í Efstu deild 2022:

Ísak Snær Þorvaldsson 14 mörk * Jason Daði Svanþórsson 11 mörk * Dagur Dan Þórhallsson 9 mörk * Kristinn Steindórsson 7 mörk - Kiddi heldur sæti sínu sem markahæsti Blikinn í efstu deild með 56 mörk * Höskuldur Gunnlaugsson 6 mörk - fyrirliðinn situr í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn Blika  í efstu deild með 31 mark * Viktor Karl Einarsson 6 mörk * Sölvi Snær Guðbjargarson 3 mörk * Anton Logi Lúðvíksson 2 mörk * Gísli Eyjólfsson 2 mörk - Gísli situr í níunda sæti yfir markahæstu leikmenn Blika í efstu deild með 24 mörk * Omar Sowe 2 mörk * Damir Muminovic 1 mark * Mikkel Qvist 1 mark * Viktor Örn Margeirsson 1 mark * Sjálfsmörk andstæðinga 1 mark. 


TÖLFRÆÐISAMANTEKTIR FYRRI ÁRA

2021    2020     2019      2018      2017      2016      2015


SAMNINGAR VIÐ NÝJA LEIKMENN FYRIR KEPPNISTÍMABILIÐ 2022

30.08.2021: Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil...

29.10.2021: Miðjumaðurinn efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

19.11.2021: Miðjumaðurinn Juan Camilo Pérez hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

03.01.2022: Knattspyrnumaðurinn sterki Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Breiðablik...

26.01.2022: Breiðablik hefur fengið til liðs við sig dansk-kólumbíska varnarmanninn Mikkel Qvist en hann kemur frá Horsens í Danmörku...

09.03.2022: New York Red Bulls og Breiðablik hafa náð samkomulagi um að framherjinn Omar Sowe komi á láni til Breiðabliks á komandi keppnistímabili...

25.03.2022: Bakvörðurinn snjalli Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

19.05.2022: Hinn sextán ára gamli William Cole Campbell er á leið til Dortmund í sumar en þangað til mun hann æfa með Breiðabliki. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, við Fótbolta.net í dag...


ENDURNÝJUN LEIKMANNASAMNINGA 2022

08.02.2022: Ungir skrifa undir hjá Breiðabliki.  Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessa ungu og efnilega leikmenn - framtíðina okkar...

11.03.2022: Varnarmaðurinn öflugi Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

12.03.2022: Benedikt V. Warén hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

13.03.20222: Anton Logi Lúðvíksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

25.03.2022: Markvörðurinn snjalli, Anton Ari Einarsson, hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

26.03.2022: Viktor Karl Einarsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks...

13.04.2022: Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

23.04.2022: Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks...

29.05.2022: Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023...

31.05.2022: Markvörðurinn knái Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024...

01.06.2022: Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn öflugi Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2024...


LEIKMENN Á LÁNI 2022

Samantekt yfir samningsbundna leikmenn Breiðabliks sem leika sem lánsmenn með öðrum liðum á þessu ári.

Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta

Arnar Númi Gíslason - Haukar

Benedikt V. Warén - ÍA

Hilmar Þór Kjærnested Helgason - Grótta

Stefán Ingi Sigurðarson - HK

Ýmir Halldórsson - Afturerlding

Adam Örn Arnarson - Leiknir (júlí-gluggi).


LEIKMENN TIL ANNARRA LIÐA INNANLANDS 2022

26.11.2021: Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um félagaskipti Davíðs Arnar Atlasonar yfir í Fossvoginn aftur...

26.11.2021: Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um varanleg félagaskipti Karls Friðleifs Gunnarssonar í Fossvoginn...

27.01.2022: Knattspyrnumaðurinn knái Finnur Orri Margeirsson er á leið í Hafnarfjörðinn. Knattspyrnudeildir Breiðabliks og FH hafa náð samkomulagi um þau félagaskipti...


LEIKMENN ERLENDIS 2022

25.02.2022: Þorleifur Úlfarsson til Houston Dynamo FC.

28.02.2022: Framherjinn ungi og efnilegi Galdur Guðmundsson hefur verið seldur til danska stórliðsins FC Köbenhavn...

02.03.2022: Enn einn ungi Blikinn er nú á leið í atvinnumennsku. Ágúst Orri Þorsteinsson, ungur og efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður, hefur verið seldur til sænska stórliðsins Malmö...

5.10.2022: Breiðablik og norska stórliðið Rosenborg hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ísaks Snæs Þorvaldssonar frá Breiðabliki til Rosenborgar. Blikinn Ísak Snær Þorvaldsson gengur til liðs við norska stórliðið Rosenborg 1. janúar 2023...


LEIKJAVIÐURKENNINGAR 2022

Mynd: Andri Rafn 400 leikir. Elfar Freyr og Damir 300 leikir. Höskuldur 250 leikir. Kristinn og Gísli 200 leikir. Davíð, Viktor Karl og Anton 100 leikir. Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar og Helgi Aðalsteinsson varaformaður deildarinnar.

Leikjaáfangar 2022:

400 mótsleikir: Andri Rafn Yeoman

300 mótsleikir: Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic

250 mótsleikir: Höskuldur Gunnlaugsson

200 mótsleikir: Kristinn Steindórsson og Gísli Eyjólfsson

100 mótsleikir: Davíð Ingvarsson, Viktor Karl Einarsson og Anton Ari Einarsson

Hjá Blikum er sú hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir spilaða leiki (mótsleiki). Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er þar með kominn í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í dag telur 100 leikja klúbbur karla yfir 80 leikmenn. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki í Bliktreyjunni fær hann í viðurkenningarskyni áritaðan platta. Einnig er hefð fyrir viðurkenningu við 150 leikja áfangan. Eftir 250 leiki fær leikmaður blóm og gjafabréf. Við 300 mótsleikja áfangann er aftur áritaður platti og gjafabréf. Handhafar 300 leikja viðurkenninga eru fimm: Olgeir Sigurgeirsson, Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic.


VIÐURKENNINGAR 2022

Mynd: Dagur Dan og Ísak Snær með Flosa Eiríkssyni formanni knattspyrnudeildar. Brynjar Atli með liðsstjórunum Marinó Önundarsyni og Alex Tristan.

Á lokahófi meistaraflokks karla 2022 var Dagur Dan Þórhallsson valinn besti leikmaðurinn. Ísak Snær Þorvaldsson var valinn efnilegastur. Og aftur í ár völdu leikmenn Brynjar Atla Bragason leikmann leikmannanna. 

Til hamingju strákar.


ÁRANGUR FRÁ UPPHAFI 1957-2022

A-deild - sigurvegarar: 2022, 2010
A-deild - silfur: 2021, 2019, 2018, 2015, 2012

Bikarkeppni KSÍ - sigurvegarar: 2009
Bikarkeppni KSÍ - silfur: 2018, 1971

Deildabikar - sigurvegarar: 2021, 2015, 2013
Deildabikar - silfur: 2014, 2010, 2009, 1996

Fótbolta.net mótið - sigurvegarar: 2021, 2019, 2015, 2013, 2012

Meistarakeppni KSÍ - silfur: 2022, 2011, 2010

Ferill á Íslandsmótum:

A-deild: 2022, 2021, 2020, 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006, 2001, 2000, 1999, 1996, 1995, 1994, 1992, 1991, 1986, 1984, 1983, 1982, 1981, 1980, 1978, 1977, 1976, 1973, 1972, 1971

B-deild: 2005, 2004, 2003, 2002, 1998, 1997, 1993, 1990, 1989, 1988, 1987, 1985, 1979, 1975, 1974, 1970, 1969, 1968, 1967, 1966, 1965, 1964, 1963, 1962, 1961, 1960, 1957


EVRÓPUKEPPNIR 2010 - 2022

2022 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. UE Santa Coloma. 2.umf. FK Buducnost. 3.umf. Istanbul Basaksehir.

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2020 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. Rosenborg BK

2019 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. Vaduz

2016 Evrópudeild - Undankeppni: 1. umf. FK Jelgava 

2013 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

2011 Meistaradeild - Undankeppni: 2.umf. Rosenborg BK

2010 Evrópudeild - Undankeppni: 2.umf. Motherwll FC


BLIKAR TV

Blikar TV er mjög öflugur samstarfsaðili blikar.is enda vefurinn ekki með virka YouTube síðu. Efni frá snillingunum Heiðari B.Heiðarssyni og Helga Viðari Hilmarssyni má finna víða á blikar.is. Myndbandsefni er á TV síðunni og myndir er að við leiki á Leikir síðunni. Heimasvæði Blikar TV á YouTube er hér. Og heimasvæði Blikar TV varðandi myndir er á Facebook hér. 

Markasyrpur í boði BlikarTV: 2022   2021   2020   2019   2018   2017


UM BLIKAR.IS - STUÐNINGSMANNAVEF MEISTARAFLOKKS


Mikið efni á blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á heimasíðunni og tengdum miðlum. Í lok október hefur blikar.is vefurinn birt samtals 125 fréttir frá áramótum. Langflestar birtingar tengjast keppnisleikjum liðsins. Fréttir af högum leikmanna og tengdu efni eru líka mjög áberandi, en um 20% af fréttaflutningi snýr að greinum og ýmiskonar fréttum og viðtölum. 


MEST LESIÐ OKT 2021 - OKT 2022

Upphitunarpistlar:

1. BOSE Bikarinn 2021: Breiðablik – KR

2. Besta deildin 2022: Breiðablik – Keflavík

3. Besta deildin 2022: KR – Breiðablik

4. Fótbolta.net mótið 2022: Breiðablik - HK

5. Lengjubikarinn 2022: Stjarnan – Breiðablik

Skrif um leiki:

1. Hópslysaæfing UEFA á Kópavogsvelli

2. Er ekki kominn tími til að tengja?

3. Eins og svart og hvítt – þetta græna

4. Áfram í Evrópu!

5. Að höggva undan báða fætur

Annað efni:

1. Einar Sumarliðason – Kveðja frá Breiðabliki 

2. Ungir skrifa undir hjá Breiðabliki

3. Galdur seldur til FCK

4. Hvað erum við að kenna þeim (Símamótið)

5. Bandarískur framherji til Blika

Síðufléttingar eru upp um 60% milli ára. 


SpáBlikinn 2022

Í fyrra var bryddað uppá nýjung í upphitunarpistlum fyrir leiki meistarflokks karla þar sem "SpáBlikinn" var fastur liður í upphitunarpistlum á blikar.is fyrir deildarleiki. Það er gaman að segja frá því að þessi nýjung tókst mjög vel. Alls tóku 27 stuðningsmenn þátt í SpáBlikanum í ár. Flosi Eiríksson, Aron Páll Gylfason, Kristján Hreinsson, Helgi Hjálmarsson, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Helgi „Basli“ Helgason, Páll Þ. Ármann, Örn Örlygsson, Ásgeir Baldurs, Hilmar Jökull, Einar Þórhallsson, Tryggvi Hübner, Lilja Kristín Gunnarsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir,Sveinbjörn Strandberg, Sverrir Davíð Hauksson, Ólafur H. Kristjánsson, Jón Orri Guðmundsson, Helgi Seljan, Hannes Friðbjarnarson, Willum Þór Þórsson, Hildur Einarsdóttir, Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, Arnar Ingi Ingason og Blaz Roca.

SpáBlikar 2021 og 2022 eru þá 46. Ekki liggur fyrir samantekt á spávisku stuðningsmannanna en við vitum meira um stuðningsfólkið okkar en áður - sem er jú ekki síður tilgangurinn með þessu framtaki.Takk öll fyrir þátttökuna. 


Blikar.is teymið 2022

Pennar: Andrés Pétursson - Ólafur Björnsson - Hákon Gunnarsson - Pétur Már Ólafsson - Kristján Ingi Gunnarsson - Eiríkur Hjálmarsson - Pétur Ómar Ágústsson - Freyr Snorrason - Valgarður Guðjónsson - Guðjón Már Sveinsson.


Myndin er frá árinu 2020. Á mynd: Freyr Snorrason, Hákon Gunnarsson, Pétur Már Ólafsson, Eiríkur Hjálmarsson. Sitjandi: Ólafur Björnsson, Andrés Pétursson, Pétur Ómar Ágústsson. 

Myndbönd: Heiðar B. Heiðarsson

Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson 

Tölfræði: Pétur Ómar Ágústsson

Twitter - @blikar_is: Pétur Ómar Ágústsson  -  Freyr Snorrason

Instagram - blikaris: Freyr Snorrason

Admin og hönnun: Gylfi Steinn Gunnarsson

Ábendingar sendist á blikar@blikar.is 


Blikar_is á Twitter

Blikar.is er mjög virkt á Twitter. Fjöldi fylgjenda hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og eru fylgjendur núna um miðjan október 2020 orðnir 1650 – hefur fjölgað um 185 frá áramótum. Tístin frá áramótum eru 1100. Heimsóknir (Profile visits) eru nú 178.000 í samanburði við 53.000 í fyrra.


Blikaris á Instagram

2021 bættist Freyr Snorrason við samfélagsmiðlateymi Blikar.is. Sér Freyr nú um Instagramið (@blikaris) en vorið 2020 var gert átak í að endurvekja Instagramið. Fylgjendatala reikningsins var þá í kringum 150 manns en er nú tæplega 1600 um miðjan október 2022.


Blikahornið á Soundcloud

Í Covid-19  ástandinu 2020 varð til viðtalsþátturinn Blikahornið sem er vistaður á SoundCloud. Góður gangur var í því verkefni allt árið 2020. Tekin voru viðtöl við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þorstein Halldórsson, Gylfa Stein Gunnarsson, Guðmund Þórðarson, Ólaf Pétursson, Borghildi Sigurðardóttur, Einar Kristján Jónsson og Loga Kristjánsson. Hlé hefur verið á starfsemi Blikahornsins en það stendur vonandi til bóta. Nýjasta efnið á Blikahorninu er yfirlit allra Blikalaga sem gefin hafa verið út í gegnum tíðina. Meira hér. 


BlikarTV 

Blikar TV er mjög öflugur samstarfsaðili blikar.is enda vefurinn ekki með mjög virka YouTube síðu. Efni frá snillingunum Heiðari B.Heiðarssyni og Helga Viðari Hilmarssyni má finna víða á blikar.is. Myndbandsefni er á TV síðunni og myndir er að finna við leiki á Leikir síðunni. Heimasvæði Blikar TV á YouTube er hér. Heimasvæði Blikar TV á Facebook er hér.


GEFÐU KOST Á ÞÉR Í BLIKAR.IS LIÐIÐ

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir eru:

www.blikar.is og www.blikar.is/kvk

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikaris á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is hér og hér
Lokastaðan 2022