BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: Breiðablik – Fram

17.08.2024 image

Blikaliðið fær frískt lið Fram í heimsókn á Kópavogsvöll á mánudagskvöld í 19. umferð bestu deildar karla. Flautað verður til leiks kl.19:15!  

 Vörður tryggingar býður öllum Blikum sem mæta í grænu frítt á leikinn. Einnig býður Vörður upp á pylsur, popp og drykki fyrir alla á meðan birgðir endast. Andlitsmálning og fleiri uppákomur fyrir leik ásamt því að skemmtilegur Miðjuleikur verður í boði Varðar. Græna stofan opnar klukkutíma fyrir leik. Píluspjöld í boði. Börger á útigrilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Miðasala er á Stubb

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Stigataflan í Bestu deild karla eftir 18 umferðir - Blikaliðið í 2. sæti með 37 stig. Fram í því 6. með 26 stig.  

Sagan & Tölfræði

Mótsleikir Fram og Breiðabliks í öllum keppnum frá fyrsta leik árið 1961 eru 74. Framarar leiða með 33 sigra gegn 23 - jafnteflin eru 18. Nánar!

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi (1971) eru 57. Vinningshlutfallið fellur með Fram með 26 sigra gegn 15 - jafnteflin eru 16. Nánar!

777

Hlutfallið er jafnara frá komu Breiðabliks upp í efstu deild árið 2006. Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild síðan þá eru 21. Blikar með 7 sigra gegn 7 - jafnteflin eru 7. Nánar!

Síðusu 5 heimaleikir gegn Fram í efstu deild:

Leikmannahópurinn

Lið gestanna. Í fyrra söðlaði blikinn  Adam Örn Arnarson um og leikur nú með Fram. Breiðablik lánaði Aron Kára Aðalsteinsson til Fram árið 2020 og aftur 2021. Aron söðlaði um árið 2022 og er nú leikmaður Fram. Ólafur Íshólm Ólafsson sem kom til okkar frá Fylki árið 2017, er nú markvörður Fram. Óskar Jónsson leikmaður Fram er uppalinn Bliki. Alex Freyr Elísson er nú aftur leikmaður Fram eftr ársdöl á samningi hjá Breiðabliki.

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). Dagur Örn Fjeldsted (HK) 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

Breiðablikshópurinn 2024

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins er alinn upp í Hlíðunum, mitt á milli Vals og Fram. Búið í 201 Kóp síðastliðin 25 ár. Alltaf verið ginkeyptur fyrir sjálfboðaliðaverkefnum og stuðningi við nærsamfélagið. Kappinn hefur trúlega grillað á annað þúsund borgara í nafni klúbbsins og ekki fengið kvörtun ennþá. Blikinn á þrjú börn í Breiðablik sem hafa æft fótbolta og körfubolta. Sjálfur telur Spáblikinn sig ekki liðtækann í einni einustu íþrótt þótt stundum sjáist til hans sniglast úti á golfvelli. Hann hefur mest unnið á bakvið tjöldin í sjálfboðaliðastarfi, síðast sem formaður Barna og Unglingaráðs undanfarin 6 ár og situr núna í Aðalstjórn Breiðabliks.

Jóhann Þór Jónsson - Hvernig fer leikurinn?

Gera má ráð fyrir miklum markaleik í ljósi úrslita leikja Breiðablik og Fram síðustu 2 ár, 5-4 í apríl 2023 og 4-3 í maí 2022 eða samtals 16 mörk í tveimur leikjum. Fram vann Breiðablik síðast í deildarleik árið 2013 1-2 en skýringuna má ekki endilega rekja til yfirburða Breiðabliks heldu frekar þeirrar staðreyndar að Fram lék ekki í efstu deild árin 2015 til 2021. Ég spái að sagan verði dálítið með okkur í liði og þetta verði markaleikur sem fer 3-1. Blikarnir fara ógnarsterkt af stað og gera út um leikinn í fyrri hálfleik með mörkum frá Ísak, Höskuldi og Viktori Karli. Davíð Ingvars á að lágmarki tvær stoðsendingar !

SpáBlikinn Jóhann Þór Jónsson í essinu sínu að segja frá einhverju stórmerkilegu á Símamótinu.

Dagskrá

Vörður tryggingar býður öllum Blikum sem mæta í grænu frítt á leikinn. Einnig býður Vörður upp á pylsur, popp og drykki fyrir alla á meðan birgðir endast. Andlitsmálning og fleiri uppákomur fyrir leik ásamt því að skemmtilegur Miðjuleikur verður í boði Varðar. Græna stofan opnar klukkutíma fyrir leik. Píluspjöld í boði. Börger á útigrilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Almenn miðasala er á Stubb

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:15! 

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin frá sigri okkar manna á heimavelli Fram í fyrri leik liðanna í sumar:

image

Vörður tryggingar býður öllum Blikum sem mæta í grænu frítt á leikinn.

Til baka