BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024:  ÍA - Breiðablik

21.08.2024 image

Toppbarátttan heldur áfram þegar okkar menn mæta frísku liði ÍA á þeirra heimavelli. Leikurinn verður erfiður - við erum að mæta sjóðandi heitu liði ÍA sem unnur Reykjavíkur Víkinga á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik. Það verður kjörið að taka ís bíltúrinn upp á Skaga á sunnudaginn, mæta og styðja strákana. Núna eru allir leikir risastórir - toppsætið í Bestu karla 2024 í boði. 

Flautað til leiks á ELKEM vellinum á Akranesi kl.17:00 á sunnudaginn.

Miðasala er á Stubb 

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staðan í deildinni fyrir leiki helgarinnar. Blikaliðið í 2. sæti með jafn mörg stig og efsta liðið - ÍA í 4. sæti með 31 stig:

image

Sagan & Tölfræði

Innbyrðis leikir Breiðabliks og ÍA í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1965 eru 126. Skagamenn leiða með 64 sigra gegn 39 sigrum Blika - jafnteflin eru 23. 

Frá 1965 til 2000 unnu Skagamenn nánast alla mótsleiki liðanna þ.m.t. 20 leiki af 35 innbyrðis leikjum liðanna í Litlu bikarkeppninni sem Albert Guðmundsson átti stóran þátt í að setja á laggirnar, en hann var á þeim tíma spilandi þjálfari Hafnfirðinga (ÍBH). Albert gaf sem sgat farandbikar til keppninnar. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir „utanbæjarliðin" áður en Íslandsmótið hæfist, til mótvægis við Reykjavíkurmótið. Keppnin stóð yfir í 34 ár - frá 7. maí árið 1961 og lauk í maí 1995. Samtals vou spilaðir 850 leikir í Litlu bikarkeppninni. Árið 1996 hófst síðan nýtt mót, Deildabikarkeppni KSÍ (Lengjubikarinn), og hún tók því raun við af Litlu bikarkeppninni en þar voru hinsvegar öll lið með, utan Reykjavíkur sem innan. Skagamenn sigruðu Breiðablik 3-1 í fyrsta úrslitaleik Deildabikarsins sem leikinn var á grasvelli FH-inga í Kaplakrika um miðjan maí 1996. 

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá 1971 eru 62. Vinningshlutfallið fellur með Skagamönnum - 33 sigrar gegn 20 - jafnteflin eru 9. 

Frá endurkomu Blikaliðsins upp í efstu deild árið 2006 fellur sigurhlutfallið með Blikum: 13 sigrar, 6 töp og 5 jafntefli í 24 viðureignum. 

Síðustu 5 leikir liðanna í efstu deild á Akranesvell:

Leikmannahópurinn

Í liði heimamanna er það Oliver Stefánsson sem hefur leikið í grænu Breiðablikstreyjunni.

Okkar maður, Ísak Snær Þorvaldsson, lék með Skagamönnum frá miðju ári 2020 og allt árið 2021. Samtals 32 leikir/4 mörk. 

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). Dagur Örn Fjeldsted (HK) 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn ÍA flutti úr austurbænum í vesturbæinn þegar hann var 11 ára, þar voru allir í boltanum, annað hvort handbolta eða fótbolta. 

Blikinn reyndi fyrir sér í báðum greinum en sá fljótt að afreksmaður yrði hann ekki. Samt ógleymanlegir tímar á Vallagerðisvelli þar sem Valdi gamli réð ríkjum. Ef að völlurinn var frosinn, þá rúllaði Valdi á gömlu Toyotunni með toghlera yfir völlinn til að losa um mölina. Eiginlega forréttindi að hafa upplifað það að hafa kynnst þeim öðlingi. Blikahjartað stækkaði með hverjum deginum sem leið. SpáBlikinn hefur starfað fyrir klúbbinn aðallega í handboltanum (í þá daga) en var svo plataður í verkefni hjá meistaraflokki kvenna í fótboltanum  (ca 96- 99 ) var liðstjóri hjá Vöndu þegar hún var að þjálfa. 

Mjög skemmtilegur tími og gaman að geta sagt að maður hafi orðið Íslands- og bikarmeistari kvenna. Svo má við þetta bæta að Blikinn var fyrstur til fá sér Breiðabliks tattoo, þegar við urðum Íslandsmeistarar 2010

Bragi Brynjarsson - Hvernig fer leikurinn?

Skagamenn geta verið erfiðir heim að sækja,  en Blikar hafa unnið 6 af síðustu 7 leikjum á móti Skagamönnum. Og við förum ekkert að breyta því, tökum þennan leik 1-3 (Höggi með 2 og sleggja frá Viktori Karli.) 

Megum bara ekki blæða meira af stigum.

Áfram Grænir!

Bragi Brynjarsson SpáBliki með afabarnið í fanginu og Liverpool goðsögn í bakgrunni

Dagskrá

Kjörið að taka ís bíltúrinn upp á Skaga á sunnudaginn, mæta og styðja strákana. Núna eru allir leikir risastórir - toppsætið í Bestu karla 2024 í boði. 

Flautað til leiks á ELKEM vellinum á Akranesi kl.17:00 á sunnudaginn.

Miðasala er á Stubb 

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

 Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Samantekt BlikarTV frá síðustu heimsókn Blikaliðsins upp á Skaga í maí 2022.

Til baka