BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: KA - Breiðablik

29.08.2024 image

Síðasti leikur okkar manna í Bestu karla fyrir landsleikjahléið, og næstsíðasti leikur fyrir úrslitakeppnina sem hefst 22. september, verður gegn frískum KA-mönnum á Greifavellinum á Akureyri.

Flautað verður til leiks kl.16:15 á sunnudaginn.

Miðasala er á Stubb.

Staðan í deildinni fyrir 21. umferðina á sunnudaginn – Breiðablik í 1. sæti með 43 stig – KA í 7. sæti með 27 stig.

image

Breiðablik og KA eru einu taplausu liðin í síðustu 5 leikjum.

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og KA í öllum mótum 52. Vinningshlutfallið fellur með okkur - 33 sigrar gegn 12 - jafnteflin eru 7.

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 28 leikir. Blikar hafa unnið 19 leiki gegn 4 - jafnteflin eru 5. Á Akureyri eru leikirnir 14 - Blikar með 8 sigra, 3 töp og  3 jafntefli,. 

Síðustu 5 leikir gegn KA á Akureyri

Leikmannahópurinn

KA maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson lék 105 mótsleiki með Blikaliðinu á árunum 2012-2015 og skoraði 29 mörk. Einnig er framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, fyrrverandi leikmaður Blika með 119 mótsleiki og 23 mörk.

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). Dagur Örn Fjeldsted (HK) 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins kom í Breiðablik seinni part ársin 2011 þegar blikinn fluttist búferlum frá Akureyri. SpáBlikinn spilaði í grænu út tímabilið 2020 - fór svo i barneignarleyfi og var 2 ár erlendis, eitt i efstu deild í Svíþjóð og eitt í efstu deild á Englandi árin 2018 og 2019.
Lengst af spilaði Blikinn sem miðjumaður en hefur spilað allar stöður á vellinum annað hvort með félagsliði eða A-landsliði, en á bara eftir að vera dómari og hyggst sleppa því tækifæri.

Ferill yfirlit hér. 

Rakel Hönnudóttir - Hvernig fer leikurinn?

Nú eru Blikar sem sitja á toppnum á leið norður í heimsókn til KA manna sem hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið eftir brösulega byrjun.

Ég spái því að Blikarnir taki þetta 1-2 í spennandi og jöfnum leik.

Áfram Blikar!

SpáBliki leiksins Rakel Hönnudóttir á góðum degi í LA

​​​​​​​Dagskrá

Flautað verður til leiks á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag kl.16:15! 

Miðasala er á Stubb.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin og atvik úr leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar:

Til baka