BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2025: Breiðablik - FH

15.08.2025 image

Eftir svekkjandi tap í  3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA er komið að næsta verkefni þegar frískt lið FH kemur í heimsókn á Kóapvosgvöll í 20. umferð Bestu deildar karla. 

Flautað verður til leiks á sunnudagskvöld kl.19:15! 

Við hvetjum alla Blika til að mæta í stúkuna á sunnudagskvöld og taka undir með Jöklinum og stuðningsmannasveitinni Kópacabana.

Miðasala á leikinn gegn FH er á Stubb

Sýn Sport sýnir leikinn fyrrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Fyrir 19. umferðina er Blikaliðið í 3. sælti - 5 stigum frá toppliði Vals:

image

Sagan & Tölfræði

Heildarfjöldi innbyrðis mótsleikja FH og Breiðabliks í A & B deildum, bikarkeppni, deildabikarnum og Litlu bikarkeppninni, eru samtals 129 leikir. Blikasigrar eru 47 gegn 58 - jafnteflin eru 24. Leikir í A og B deild eru samtals 83. Í Bikarkeppni KSÍ eru 4 leikir. Deildabikar KSÍ 12 leikir. Í Fótbolta.net mótinu 8 leikir og 19 leikir í Litlu bikarkeppninni.

Efsta deild

Leikir í efstu deild eru 63. Staðan er jöfn. Blikaliðið með 25 sigra gegn 25 - jafnteflin er 13. Í leikjunum hafa liðin skorað 182 mörk - Blikar með 95 mörk gegn 89 mörkum FH.

Nánast er jafnt er á öllum tölum í 31 heimsóknum FH-inga á Kópavogsvöll. Blikar leiða með sem nemur einum sigri: 14 sigar okkar manna gegn 13 sigrum Fimleikafélagsins - jafnteflin eru 4.

Síðustu 5 viðureignir liðanna á Kópavogsvelli í 22 leikja móti í efstu deild :

Leikmannahópurinn

Tómas Orri Róbertssson söðlaði um í vor og skrifaði undir 3 ára samning við FH. Og Blikinn Dagur Örn Fjeldsted leikur núna sem lánsmaður hjá Fimleikafélaginu. Í okkar hópi er það Kristinn Steindórsson sem spilað hefur með FH.

Breiðabliksteymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Brynjar Dagur Sighvatsson og Dagur Elís Gíslason.

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn FH er fæddur á Akureyri og bjó fyrstu 2 árin á sveitabæ í A-Húnavatnssýslu. Fluttum þá á Kársnesið þar sem ég bjó þangað til núna í sumar þegar ég flutti í Smárahverfið. Ég byrjaði ungur að æfa fótbolta með Breiðablik þar sem ég man ekki betur en að fyrstu æfingarnar mínar hafi verið á Vallargerðisvelli. Ég æfði svo upp alla yngri flokkana þangað til undir lok 2. flokks þegar ég byrjaði í háskólanum.

Þar sökkti ég mér í allskonar önnur verkefni, m.a. að hanna og smíða kappaksturbíla og keppa svo gegn öðrum skólum út í Evrópu. Á þeim tíma gafst enginn tími fyrir fótbolta, hvorki að spila né mæta á leiki.

Svo 2021, þegar ég var útskrifaður úr háskólanum, auglýsti Breiðablik eftir aðstoð á leikdögum á Facebook, ég ákvað að slá til og hér er ég ennþá. Vinn á nær öllum heimaleikjum og svo fór Jói að draga mig á útileikina líka þannig er búinn að mæta á flesta útleiki undanfarin ár einnig.

 

Máni Sveinn Þorsteinsson - Hvernig fer leikurinn?

Í annað skiptið í sumar mæta bæði liðin okkar FH sömu helgina. Síðast fór það ekki vel og ég trúi ekki öðru en að bæði lið mæti til leiks í hefndarhug. Strákarnir eru búnir að vera í erfiðu prógrammi og koma glorhungraðir inn í leikinn eftir tvö svekkjandi töp á móti Val og Zrinjski. Þó að FH-ingar séu alltaf erfiðir þá taka strákarnir 3-0 sigur og setja tóninn fyrir leikina á móti Virtus.

Áfram Breiðablik!

SpáBlikinn, Máni Sveinn Þorsteinsson á góðum degi í sveitinni.

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:15 á sunnudaginn. 

Miðasala á leikinn gegn FH er á Stubb

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og góðgæti í Blikasjoppunni. Græna stofan opin.

Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörkin úr síðustu heimsók FH á Kópavogsvöll í apríl i fyrra. Leikurinn var mánudagsleikurinn í opnunarumferð Bestu deildarinnar 2024.

Til baka