Besta deildin 2025: Fram - Breiðablik
09.04.2025
Eftir sterkan sigur á nýliðum Aftureldingar um síðustu helgi er komið að næsta leik í titilsókninni þegar við mætum liði á þeirra heimavelli á sunnudaginn kl.19:15!
Miðasala á leikinn er á Stubb
Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Stigataflan í Bestu deild karla eftir 1 umferð - Blikaliðið í efst í töflunni:
Sagan & Tölfræði
Mótsleikir Fram og Breiðabliks í öllum keppnum frá fyrsta leik árið 1961 eru 76. Framarar leiða með 34 sigra gegn 24 - jafnteflin eru 18.
Framför
Breiðablik er 2025 að spila sitt 20. tímabil í röð í efstu deild frá því liðið vann sæti þar að nýju með sigri í 1.deildinni 2005. Áður höfðu Blikar lengst leikið 5 ár samfellt í efstu deild 1980 – 1984.
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi (1971) eru 58. Vinningshlutfallið fellur með Fram með 26 sigra gegn 16 - jafnteflin eru 16.
Hlutfallið er jafnara frá komu Breiðabliks upp í efstu deild árið 2006. Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá 2006 eru 22. Blikar með 8 sigra gegn 7 sigrum Fram - jafnteflin eru 7.
Síðustu 3 útileikir gegn Fram í efstu deild:






Leikmannahópur Breiðabliks 2025
Breytingar á leikmannahópnum milli ára.
Komnir: Tobias Thomsen, Óli Valur Ómarsson, Anton Logi Lúðvíksson, Valgeir Valgeirsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Dagur Örn Fjeldsted, Ásgeir Helgi Orrason.
Farnir: Ísak Snær Þorvaldsson, Damir Muminovic, Patrik Johannesen, Alexander Helgi Sigurðarson, Oliver Sigurjónsson, Benjamin Stokke, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki leiksins er fæddur í Kópavogi árið 1961 og bjó ólst upp í Vallargerðinu við gamla Blikavöllinn. Knattspyrnuferlinn hans var skammur, því þegar hann komst ekki í b-liðið í 5.flokki, í hægri fúllbakkinn vegna þess að Andrés Pétursson, stórBliki með meiru, var þar fyrir á fleti, lagði minn maður skóna á hilluna. Þeir hafa verið þar síðan.
Það sem gerði hann síðar að manni, að eigin sögn, var að hann þekkti og umgengst svo marga góða Blika, 59-62 árgangarnir gerðu garðinn frægan og ljómi og stjarna Breiðabliks byrjaði þarna að skína skært. Hefur sá glampi orðið sterkari með árunum. Þessi gleðikór Blika fylgdi spáBlikanum í skóla og gerðu hann sterkan og þroskuðu drenginn og hertu. Þessi Blikakraftur dugði spáblikanum til að komast til æðstu metorða hérlendis! Hann segir því gjarnan alvarlegur í bragði: ,,Það má enginn vantmeta kraft, seiglu, gleði og djörfung Blika. Blikar gera góðan dreng betri og meðalmann fagran!“
Jóhann R. Benediktsson – Hvernig fer leikurinn?
Framararnir eru með skemmtilegt lið og það er gaman að fara á leiki með þeim. Þá hefur hins vegar vantað stöðugleika í leik liðsins en á góðum degi geta þeir engu að síður unnið öll lið. Okkar menn virðast koma vel undan vetri og sýndu afar góða spretti í fyrsta leiknuengum á móti Aftureldingu. Það virðist vera kraftur og gleði í Kópavoginum og því er ég bjartsýnn á hagstæð úrslit fyrir okkur. Ég held að við vinnum Fram 3-1
Áfram Breiðablik!
Jóhann R. Benediktsson er SpáBliki leiksins
Dagskrá
Miðasala á leikinn er á Stubb
Flautað til leiks á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal kl.19:15 á sunnudaginn.
Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
/PÓÁ
Klippur frá síðasta leik okkar manna gegn Fram á Lambhagavellinum: