Enginn grátkór!
19.08.2022
Þrátt fyrir að vera í sitthvorri deildinni þá átti það sér stað að HK og Breiðablik mættust, þökk sé Mjólkurbikarnum en 8 liða úrslitin kláruðust í kvöld. Síðast þegar að þessi lið mættust þá var það á Kópavogsvelli þegar að Blikar sendu HK niður í 1 deildina. Það hefur verið rígur á milli þessara liða eins og eðlilegt er og það var engin breyting á því í kvöld.
Byrjunarlið Blika var sem hér segir:
Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að það var mikið undir, ekki bara sæti í undanúrslitum bikarsins heldur er meira á bakvið þessa Kópavogsslagi. Bæði lið gerðu sig líkleg til að koma boltanum í markið í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. HK reyndi svo að kría fram vítaspyrnu þegar 2 HK-ingar hlupu saman eftir að hafa komið inn á svæði Elfars Freys Helgasonar sem menn eiga að vita að endar ekki vel, þeir duttu báðir og kölluðu að Erlendi dómara að munda flautuna. Erlendur féll ekki í þessa gryfju og Elli glotti við tönn en mikið var gaman að sjá hann ná 45.mínútum. Eins og Óskar þjálfari sagði eftir leik þá er að einfaldlega gott fyrir íslenska knattspyrnu að Elli sé kominn aftur á völlinn eftir að hafa farið í gegnum erfiðan meiðsla dal
Það er ekki bara leikur í gangi, það var líka dregið í undanúrslitaviðureignir bikarkeppninnar í hálfleik. Sigurvegari leiksins í kvöld, HK eða Breiðablik, mæta ríkjandi bikarmeisturum Víkings og FH og KA munu eigast við í Kaplakrika. pic.twitter.com/rQGWPOHZzg
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 19, 2022
Hálfleikurinn kom og staðan var 0-0, Elfar fór út af í hálfleik og inn kom einn af 4 Viktorum í liði Blika. Miðvörðurinn knái Viktor Örn Margeirsson eða VÖM eins og sumir kalla hann.
Blikar mætti spræki í seinni háfleik, maður hefur oft séð meira flæði og tempó á boltanum og að Blikar refsi þegar að hin liðin gefa þeim tækifæri en það fór lítið fyrir því í þessum leik. Það hlaut þó að koma að því að það myndi gerast. HK missti boltann og Blikar fengu pláss og svæði til að athafna sig, boltinn barst á Jason Daða sem brunaði með hraða sínum upp hægri kantinn og gaf frábæran og fastan bolta fyrir teiginn. Þar var mættur á nærstöngina Omar Sowe sem saumaði boltann í fjær hornið, hann þarf ekki alltaf að vera fastur. Staðan 0-1 fyrir þá grænu sem fögnuðu ákaft.
Breiðablik brýtur ísinn með þessu marki hér frá Omar Sowe á 55. mínútu, staðan orðin 1-0. pic.twitter.com/ZUZ3fjLkG0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 19, 2022
Viðurkenni alveg að mér persónulega fannst leikurinn allt of opinn síðustu 20 mínúturnar og hefði alveg viljað sjá Blika vera búna að klára þetta með öðru marki en allt kom fyrir ekki þrátt fyrir nokkur góð tækifæri og tilfelli þar sem okkar menn hefðu getað gert betur á síðasta þriðjungi vallarins.
Erlendur ágætur dómari leiksins bætti við 3 mínútum og það var ljóst að það yrði eitthvað drama, þegar 4 sekúndur voru eftir af uppbótartíma þá kom HK boltanum í netið í varnarlína Blika sá við þeim og flaggið fór á loft. Ég missti alveg úr nokkur slög þangað til að ég sá fánann á lofti.
HK nálægt því að jafna metin alveg í blálok leiksins en rangstaða dæmd. 1-0 sigur Blika niðurstaðan og þeir fara áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins. pic.twitter.com/RaTSF9UHt9
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 19, 2022
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og ljóst að HK var úr leik en Breiðablik er komið í undanúrslit og mæta þar bikarmeisturum Víkings á heimavelli. Bæði Óskar og Gísli voru sáttir við þann drátt og töluðu um að það væri ekkert skemmtilegra en að spila við Víkinga. Undirritaður var með púlsinn í 140 slögum í stúkunni á síðasta leik þessara liða en ég samt sammála, þetta er gaman og við Blikar þurfum að fylla stúkuna og koma okkur alla leið í úrslitin. Það er gaman að hugsa til þess að liðið er einum leik frá úrslitaleik á Laugardalsvelli, það væri ekki lélegt ef bæði karla og kvennalið Breiðabliks ná að komast alla leið í úrslitin.
HK menn urðu sér til skammar í stúkunni í kvöld en við eyðum ekki púðri í það, slíka vitleysu verða þeir að eiga við sjálfa sig og alltaf leiðinlegt þegar svona atvik koma upp. Batnandi mönnum og allt það...
Næsti leikur Blika er úti á mánudagskvöldið á móti Fram, það er ekkert víst að það klikki.
KIG
Leikjaáfangi hjá okkar manni Antoni Ara Einarssyni: