Mjólkurbikarinn 2022 / 8-liða úrslit: HK - Breiðablik
17.08.2022Grafík: Halldór Halldórsson
Kópavogsslagur í Kórnum kl. 20:00 á föstudagskvöld þegar við heimsækjum frændur okkar í efri byggðum Kópavogs í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2022.
Miðasala á Subbur app. Frítt inn fyrir börn.
Þetta verður ,,Derby“ slagur af bestu gerð eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Það má búast við hörkuleik.
Síðasti stórslagur liðanna í Kórnum var sigurleikur okkar manna í Pepsi Max deildinni í júní í fyrra. Markahrókurinn Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið á 87. mínútu:
Leið liðanna í 8-liða úrslitin 2022:
HK vinnur Þrótt R. 0:3 á Þróttarvelli í 2. umferð. Í 32-liða vinnur HK Gróttu 3:1 í Kórnum og 16-liða úrslitum vinna HK-ingar Dalvík/Reyni 6:0 í Kórnum.
Blikar vinna Valsmenn 6:2 á Kópavogsvelli í 32-liða úrslitum og Skagamenn 2:3 á Norðurálsvellinum í 16-liða úrslitum.
Innbyrðis bikarleikir HK og Breiðabliks:
Leikurinn á föstudagskvöld verður 6. innbyrðis bikarleikur leikur liðanna frá upphafi. Breiðablik hefur farið með sigur af hólmi í öllum innbyrðis viðureignum liðanna í Bikarkeppni KSÍ til þessa:
Dagskrá
Búast má við fjölmenni í Kórinn þannig að við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.
Miðasala á Subbur app. Frítt inn fyrir börn.
Þetta er leikur sem engin Kópavogsbúi má láta fram hjá sér fara!
Flautað verður til leiks í Kórnum kl.20:00 á föstudagskvöld!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Samantekt Heisa Heisonar hjá BlikarTV í kringum bikarleikinn á Kópavogsvelli 2019:
Gefðu kost á þér í blikar.is liðið
Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is
Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is
Miðlarnir okkar eru:
www.blikar.is og www.blikar.is/kvk
Blikar.is á Facebook
Blikar_is á Twitter
Blikar_is á Instagram
Blikahornið á Soundcloud