BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2021: Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli laugardag kl.13:00!

11.03.2021 image

Þá er komið að síðasta leik strákanna í 4ja riðli í Lengjubikarnum 2021. Við fáum Fylkismenn í heimsókn á Kópavogsvöll. Flautað verður til leiks kl.13:00. Lekurinn verður sýndur á YouTube rás BlikarTV.

Breiðabliskliðið er örugg áfram í 8-liða úrslit en Fylkismenn þurfa á sigri að halda til að gulltryggja 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þáttöku í keppninni.

Þetta er fimmti leikur beggja liða í Lengjubikarnum 2021:

Fylkismenn unnu fyrstu 3 leikina. Fyrst ÍBV 3:2, svo Fjölni 1:4, og þá Þrótt R 4:3 en töpuðu 0:1 gegn Leiknismönnum í síðasta leik.

Innbyrðis viðureignir Breiðabliks og Fylkis í Lengjubikarnum (Deilabikar KSÍ) eru 7. Fyrsti leikur liðanna var 1996, árið sem Deildabikar KSÍ hóf göngu sína, en síðast léku liðin innbyrðis í keppninni árið 2016. Blikar leiða með þrjá sigra, 2005, 2002 og 1997, gegn tveimur sigrum Fylkis, 2016 og 1996. Jafnteflin er tvö, 2015 og 2006.

Blikaliðið hefur verið iðið við að skora í keppninni í ár - markataln er 14:1 eftir fjóra leiki.

Lengjubikarinn

Sex sinnum hafa Breiðabliksmenn farið alla leið í Deildabikarkeppni KSÍ (les. Lengjubikarinn) og unnið keppnina tvisvar - árið 2015 og 2013.

image

Dagskrá

Áhorfendur eru leyfðir. Kópavogsvöllur getur tekið á móti 200 áhorfendum í númeruð sæti. Áhorfendur 16 ára og yngri telja ekki með í tölu.

Til að fylgja reglum um sóttvarnir þurfa áhorfendur, sem mæta á Kópavogsvöll, að gefa upp nafn og símanúmer og fá úthlutað númeruðu sæti.

Þá þarf að gæta að því að það sé a.m.k. einn metri á milli ótengdra áhorfenda og að allir áhorfendur sitji í sætum. Það er grímuskylda og fólk þarf að spritta við innganginn.

Leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Leikurinn verður flautaður á kl.13:00 !

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka