BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2020: FH – Breiðablik

12.09.2020 image

Pepsi MAX deild karla 2020. FH – Breiðablik í Kaplakrika sunnudag kl.16:30!

Sextánda umferð í Pepsi MAX karla verður leikinn á sunnudag og mánudag – fimm leikir á sunnudag og einn leikur á mánudag. Það eru margir mjög áhugaverðir leikir á dagskrá í þessari umferð.

Á sunnudaginn heimsækir Breiðablik Fimleikafélagið í Krikann. Flautað verður til leiks stundvíslega kl.16:30!

Það er mikið undir hjá báðum liðum í þessum leik. Við Blikar erum fyrir umferðina í 2. sæti í Pepsi MAX með 23 stig eftir 12 leiki. FHingar eru 6. sæti með 20 stig eftir 11 leiki – einum leik minna en Blikar.

image

Undanfarin ár höfum við unnið góða sigra í Krikanum. Síðasti tapleikur okkar manna í Kriknaum í var í 4. umferð í byrjun maí 2012.

Við þurfum nauðsynlega að halda sigurgöngu okkar áfram núna ef við viljum halda í við topplið Vals sem er með 5 stiga forskot þegar 10 leikir eru eftir. Það er því ljóst er að framundan er leikur þar sem mikið er undir og bæði liðin munu láta sverfa til stáls.

Sagan

Breiðablik og FH eiga að baki 112 mótsleiki frá upphafi. Í öllum 112 skráðum leikjum liðanna frá 1964 til 2020 sigra Blikar 40 leiki, jafnteflin eru 22 og FH sigrar 50 viðureignir.

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 51. Jafnræði hefur verið með liðunum. Blikar hafa unnið í 21 skipi, FH í 19 skipti og jafnteflin er 11. Blikar hafa skorað 82 mörk gegn 76 mörkum Hafnarfjarðarliðsins.

image

Í 25  leikjum liðanna í efstu deild á heimavelli FHinga hafa bæði lið unnið 11 viðureignir. Jafnteflin eru 3.

Síðustu 5 í Kaplakrika

Krikinn hefur verið okkur Blikum gjöfull undanfarin ár. Þrír öflugir sigurleikir í röð síðustu 3 ár og 4 jafntefli í röð árin þar áður.

Dagskrá

Leyfilegt er að vera með 800 áhorfendur í Krikanum. Það er rík ástæða fyrir stuðningsmenn Blika að fjölmenna á leikinn á sunnudaginn og hvetja okkar menn til sigurs gegn vinum okkar í Hafnarfirði.

Miðar eru seldir í gegnum miðappið Stubbur.

Leikurinn verður flautaður á kl.16:30!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Hér má sjá það helsta frá fyrri viðureign liðanna á Kópavogsvelli í sumar:

Til baka