BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Alvöru skilaboð!

05.09.2022 image

Sumarblíðan tók á móti mannskapnum á Kópavogsvelli þegar dýrasta lið landsins mætti á Kópavogsvöll, Valur var reyndar með það í rassvasanum að hafa verið fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í Bestu deildinni sumarið 2022. Fyrir leikinn í kvöld hafði einu öðru liði tekist að vinna Blika í deildinni, það var mikið undir. Evrópa hjá Val og toppsætið tryggt hjá Blikum.

Byrjunarliðið var sem hér segir:

image

Markmaðurinn okkar Anton Ari fékk viðurkenningu frá Flosa Eiríkssyni formanni fyrir leik fyrir að hafa spilað 100 mótsleiki leiki fyrir Breiðablik.

image

Leikurinn var nokkuð opinn strax frá fyrstu mínútu og Blikar litu vel út, eftir um það bil 9 mínútur barst boltinn út á hægri kanntinn þar sem leikjahæsti maður Blika Andri Rafn Yeoman fékk boltann og kom honum inn í teiginn. Á ferðinni kom Dagur Dan og smellhitti boltann, skaut beint á markið og Frederik í markinu varði boltann framjá.

Á 13 mínútu skapaðist aftur hætta við mark Valsara þegar að Höskuldur sendi út í teiginn á Gísla Eyjólfs sem sett boltann á fjær stöngina en títt nefndur Frederik í markinu varði frá honum.

Það er strax orðið aðeins þreytt að skrifa þetta nafn hans Frederiks en Blikar spiluðu sig fallega upp völlinn á 19 mínútu sem endaði með því að Kristinn Steindórsson fékk pláss við vítateigslínuna og setti boltann fallega út við stöng en Schram notaði alla sentimetrana sína og náði að verja í horn. Flott spil hjá Blikum fyrstu 20 mínúturnar sem hefði getað verið búið að skila marki en allt kom fyrir ekki.

image

Frederik August Albrecht Schram vara öflugur í marki Vals og kom í veg fyri stærri sigur okkar manna.

Blikar héldu áfram spilinu sem hafði einkennt allan leikinn og einhverjir vildu meina að Schram hefði varið boltann inn en dómari leiksins Ívar Orri var ekki sammála. Blikar héldu pressunni áfram og Höskuldur átti skalla rétt yfir markið.

Valsarar komust svo upp völlinn eftir um 35 mínútna leik og fengu horn, stuttu seinna var dæmt á Valsara fyrir fólskulegt brot þegar að Aron Jóhannsson sett olnabogann í hnakkann á Oliver. Hann fékk ekki spjald en það kæmi ekki á óvart ef að aganefnd KSÍ skoðar þetta miðað við fyrri atvik í sumar.

Á 40 mínútu vann Oliver boltann, Valsarar reyndu að taka hann niður en það gekk ekki. Blikar komust upp völlinn og Ísak átti skalla rétt framhjá markinu. Haukur Páll Valsari uppskar gult spjald fyrir brotið á Oliver.

Stórsóknin hélt áfram en ekki kom markið, Valur átti aukaspyrnu og Birkir Heimisson Valsari átti lélega sendingu sem að Oliver komst inn í. Boltinn fór út á hægri kanntinn á Jason sem að var einn og hefði getað gert allskonar en skaut yfir markið.

Á 44 mínútu komust Valsarar upp kanntinn og Oliver hljóp upp Orra Hrafn Valsara, tók rennitæklingu og náði boltanum að því er ég hélt og nokkri í kringum mig líka. 4 dómari leiksins Þorvaldur Árnason var ekki sammála og kallaði í eyra Ívars Orra sem flaggaði gula spjaldinu á hann. Oliver því kominn í bann í næsta leik á móti KA.

Seinni hálfleikur rúllaði af stað og Blikar héldu áfram að pressa á Val, spiluðu sig upp í gegnum þétt Vals liðið. Boltinn datt út í teiginn og Höskuldur skaut að marki en Valsarar náðu að henda sér fyrir boltann og Frederik fékk því ekki að verja það skotið.

Skyndlilega voru Valsarar komnir einir í gegn og Orri Hrafn bara með markið fyrir sig, en eins og raketta mætti Dagur Dan og komst fram fyrir hann og hreinsaði í horn. Úr horninu fengu Valsarar frábært færi þegar Hólmar Örn fékk frían skalla á teignum en náðu sem betur fer ekki að nýta sér það færi. Staðan ennþá 0-0 og rúmar 50 mínútur á klukkunni.

Blikar hertu tökin og lágu Völsurum en náðu ekki að komast í gegnum þéttan varnarmúr Valsara, það var svo fyrirliðinn þeirra sem fór aftan í Andra Rafn og var á gulu spjaldi en Ívar Orri þorði ekki að gefa honum seinna gula spjaldið og hann fékk að halda áfram inni á vellinum. Var síðan skipt út af 2 mínútum seinna.

Get viðurkennt að ég þurfti að hella upp á fullan bolla af þolinmæði og vonaðist til að Blika liðið væri að gera það sama. Mér varð að ósk minni því þeir héldu áfram að spila sinn bolta og náðu að opna Vals liðið með því að spila sig upp í gegnum miðjuna. Höskuldur fékk boltann fyrir framan teig, kom boltanum á Jason Daða sem tók fasta sendingu fyrir markið þar sem Ísak Snær var á fjærstönginni og sett boltann fram hjá Frederik sem gerði allt sam hann gat til að verja náði því ekki. Staðan orðin 1-0 fyrir Blika og það var sanngjarnt.

image

Á 70 mínútu komust Blikar í enn eina sóknina þegar að þeir héldu áfram sömu formúlu, Höskuldur átti lúmska sendingu inn á Kristinn Steindórs sem komst í frábært færi en skaut rétt framhjá markinu.

Eftir þetta fóru Valsarar aðeins að sækja í sig veðrið og náðu nokkru sinnum að vinna aukaspyrnur á hættulegum stöðum. Hornspyrnur eru nú reyndar alltaf á sama stað en það var upp úr einni slíkri sem að Valsmenn vildu fá víti þegar að Viktor Örn flaug upp á einn Valsara og þeir rauðu höfðu alveg eitthvað til síns máls þar. En á móti kemur að þeir hefðu átt að vera orðnir einum færri og þá hefði ekkert verið víst að þeir hefðu fengið þennan séns.

Nú jókst pressan á báða bóga, Valur vildi ná stiginu og Blikar vildu öll 3. Valsarar fóru ofar á völlinn og Blikar gátu þá fengið séns sem kom. Skyndilega var Jason einn á auðum sjó. Reyndi að koma boltanum á mann leiksins Dag Dan en sendingin aðeins of löng.

Það gekk á ýmsu undir lok leiksins, allir nema Blikar vonuðust til að liðið myndi missa þetta niður en það gerðist ekki. Það er er karakter, það gera sigurvegarar. Breiðablik komið með 48 stig á toppnum og með 11 stiga forystu. Breiðablik búið að bæta stigametið sem þeir náðu í fyrra sem var 47 stig, liðið var Íslandsmeistari í 12 liða deild með 44 stig. Metin geta haldið áfram að falla.

Það eru 2 leikir eftir áður en úrslitakeppnin byrjar, aðrir en Blikar eru með allskonar fullyrðingar um hvað það þýðir ef að liðið missir niður núverandi forystu eða ef að liðið tapar stigum eða næsta leik. Liðið og þjálfarinn virðast ekki vera að láta þessa froðu á sig fá og taka bara einn leik í einu. Það er leiðin sem Blikar eru á, næst er það útileikir á móti KA á Akureyri. Það er líka risa leikur og tækifæri fyrir okkar menn að senda enn sterkari skilaboð um hver endastöðin verður á þessari leið sem liðið er.

KIG

Sjáðu markið sem færði Blika nær titlinum:

Myndaveisla í boði BlikarTV:

image

image

Smella á mynd til að sjá hápunkta leiksins á Youtube

Gefðu kost á þér í blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum. Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is og www.blikar.is/kvk

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is hér og hér

image

Til baka