Besta deildin 2023: ÍBV - Breiðablik
20.04.2023ÍBV - Breiðablik
Þriðji leikur okkar manna í Bestu deild karla 2023 er útileikur gegn Eyjamönnum. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli kl.16:00 sunnudaginn 23. apríl.
Miðasala á leikinn á Stubbur app: Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staðan í Bestu deild karla eftir 2 umferiðir:
Sagan & Tölfræði
Fyrsti leikur liðanna var æfingaleikur í Vestmannaeyjum sumarið 1958 þegar Breiðabliksliðið var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum - knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð 1957.
Leikur ÍBV og Breiðabliks á laugardaginn verður 102. mótsleikur liðanna frá fyrsta mótsleik árið 1960. Eyjamenn leiða með 43 sigra gegn 38 og jafnteflin er 20. Nánar!
Þessu til viðbótar eru margir óskráðir leikir liðanna í svonefndri Bæjarkeppni - keppni sem var leikin heima og heiman vor og haust í kjölfar eldgossins í Eyjum 1973 - en mikill vinskapur er á milli Kópavogs og Vestmannaeyja.
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 62. Blikar leiða með 25 sigra gegn 21 og jafnteflin eru 16. Nánar!
Blikar hafa ekki tapað í síðustu 5 heimsóknum á Hásteinsvöll - en 4 síðustu hafa endað jafntefli:
Blikahópurinn 2023
Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.
Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).
Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 3. umferðar starfar sem Finance Solution Manager hjá Bláa Lóninu, og er í frítímanum formaður meistaraflokksráðs kvenna ásamt því að eiga sæti í stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Þar að auki þjálfaðii blikinn í 8. flokki kvenna. Hún er fædd og uppalin á Akranesi, en hefur búið í Kópavogi frá 12 ára aldri með stuttum stoppum í Bandaríkjunum og á Ísafirði. SpáBlikinn á yfir 100 mótsleiki með meistaraflokki kvenna Breiðabliks. Í dag er SpáBlikinn búsett í miðpunkti alheimsins, 201 Kópavogi, þar sem henni líður best ásamt manni og þremur börnum.
Hekla Pálmadóttir – Hvernig fer leikurinn?
Það er alltaf erfitt að fara til Eyja og vinna, þessi leikur verður engin breyting! Sigurleikir í Eyjum hjá strákunum okkar hafa ekki verið margir á síðastliðnum tíu árum. Síðasti sigur var þegar Gulli Gull stóð í markinu. Leikurinn verður hörku spennandi og ég hef fulla trú á strákunum, en það verður smá bras á okkur í byrjun og náum ekki boltanum yfir línuna í fyrri hálfleik. ÍBV kemst í forystu fyrir hálfleikinn, 1-0. Í hálfleik tekur Óskar enn eina eldræðuna og við vinnum leikinn sannfærandi, 4-1.
Áfram Breiðablik!
Hekla Pálmadóttir er SpáBliki 3. umferðar
Dagskrá
Flautað verður til leiks í Eyjum kl.16:00!
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 fyrir þá sem ekki komast til Eyja.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
????LEIKDAGUR????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) April 23, 2023
⚽️@IBVsport - Breiðablik
????Hásteinsvöllur
????Sunnudagur 23. apríl
⏰Klukkan 16:00
????@bestadeildin
Miðasala: https://t.co/JU7b00OlBo
Minnum líka á miðasölu árskorta: https://t.co/OVmLQ6Hvf4
????@hhalldors pic.twitter.com/LrFS4BTVPA