Besta deildin 2024: Víkingur R - Breiðablik
19.04.2024Víkingur R. - Breiðablik
Jæja! Komið að fyrsta risaleik sumarsins hjá okkar mönnum: Víkingur R - Breiðablik í Víkinni á sunnudag kl.19:15!
Bæði lið eru með sex stig og hrein lök eftir 2 umferðir.
Miðasala á leikinn er á Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Stafróðið ræður ekki lengur - Blikar leiða stigatöfluna með sex mörk í plús:
Sagan & Tölfræði
Mótsleikir liðanna frá fyrsta leik árið 1957 eru 95 sem skiptast svona: 73 deildaleikir: 51 leikir í A-deild og 22 leikir í B-deild. Bikarleikir eru 12. Deildabikar 8. Tveir leikir í Meistarakeppni KSÍ. Víkingur vinnur 1:0 árið 2022. Blikar vinna 3:2 árið 2023.
Blikar leiða:
Keppnisvellir liðanna í B-deild
Innbyrðis viðureignir liðanna í B-deild eru 22 leikir sem dreifast á árin 1957 til 2005. Víkingar leiða þar með 10 sigra gegn 8, jafnteflin eru 4.
Fyrsti keppnisleikur liðanna á Íslandsmóti var á gamla Melavellinum 17. júlí 1957. Leikurinn var jafnfram fjórði og síðasti mótsleikur Breiðabliks þá ár - Breiðablik sendi lið til keppni á Íslandsmóti í fyrsta sinn árið 1957.
Athyglisvert er að Melavöllurinn var heimavöllur beggja liða fyrstu árin.
Sjö fyrstu viðureignir liðanna eru á Melavellinum: heimalekir Breiðabliks árin 1961 og 1962, enda enginn löglegur keppnisvöllur í Kópavogi, og árin 1957,1961,1962,1964, 1965 er Melavöllurinn heimavöllur Víkinga. Vallargerðisvöllur er heimavöllur okkar í B-deildinni gegn Víkingum árin 1964 og 1965. Heimaleikur okkar gegn Víkingsliðinu 1987 er á Kópavogsvelli. Valbjarnarvöllur er heimavöllur Reykjavíkur Víkinga þegar frískir Breiðabliksmenn mæta í heimsókn og vinna leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Víkingar sigruði í B-deildina það ár. Næst þegar liðin mætast í B-deildarleik 10 árum síðar er Víkingur kominn með eigin heimavöll í Vikinni.
Breiðablik hefur spilað óslitið í efstu deild frá árinu 2006. Víkingur frá árinu 2011.
Efsta deild:
Leikurinn á sunnudaginn verður 52. innbyrðis viðureign liðanna í efstu deild. Nánast jafnt er á öllum tölum til þessa. Blikar leiða með einum sigri. Markaskorunin er 150 mörk: Blikar með 77 mörk gegn 73.
Í þrettán heimsóknum okkar manna í Víkina, frá endurkomu Blikaliðsins aftur upp í efstu deild árið 2006, er þetta staðan: Heimaliðið leiðir með 6 sigra gegn 4, jafnteflin eru 3.
Síðustu 5 í efstu í Víkinni - allir miklir markaleikir:
Breiðablikhópurinn 2024
Í leikmannahópi heimaliðsins eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað með Breiðabliki. Karl Friðleifur Gunnarsson er uppalinn Bliki. Víkingur R. fékk Karl Friðleif til sín sem lánsmann 2021 og gerði svo samning við hann fyrir keppnistímabilið 2022. Fyrir keppnistímabilið 2021 söðlaði Davíð Örn Atlason um úr Víkinni og gerði samning við Breiðablik. Um haustið áðu félögin samkomulagi um félagaskipti hans yfir í Fossvoginn aftur. Daniel Dejan Djuric á 2 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks auk tugi leikja með yngri flokkum á árunum 2014 - 2018. Í þjálfarteymi Víkinga er markmannsþjálfarinn Hajrudin Cardakilja sem varði mark Blika með miklum árangri frá 1992 til 1996, en Cardakilja flúði heimaland sitt vegna stríðsátaka og kom til okkar fyrir keppnistímabilið 1992. Hann á 107 mótsleiki að baki í grænu Breiðablikstreyjunni.
Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:
Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.
Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)
Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta).
Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR)
Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson.
Breiðablikshópurinn eftir sigur í Lengjubikarnum 2024.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki leiksins er fædd 1969 og uppalinn Kópavogsbúi. Flytur reyndar út á land 10 ára gömul og æfði þar fótbolta á fullu, var sprækur markaskorari með stelpu liðinu en var í marki hjá strákunum, kom svo aftur í Kópavoginn 14 ára. Fór þá að æfa handbolta með Breiðabliki. Svo kom að því að ákveðin kynslóðarskipti urðu í Gullaldarliði Breiðabliks í fótboltanum og þá var blikinn beðin um að taka við einni stöðunni og prófaði - og þá var ekki aftur snúið !! Spáblikinn spilaði í marki frá 1989-1997 að einu ári undanskyldu þegar hún spilaði með ÍA, tók reyndar nokkra afleysinga leiki árið 2000 með Blikum í mínus formi og nýbúin að eignast barn en við urðum Íslands- og Bikarmeistarar það árið, sem var frábært. Mitt tímabil hjá Breiðabliki er mér ómetanlegt ! Þar eignaðist ég margar af mínum bestu vinkonum, pabbi minn var virkur sem liðstjóri og við vorum Gullaldarlið nr. 2, ótrúlega gaman.
Ėg,maðurinn minn og strákarnir mínir tveir erum miklir Blikar, strákarnir voru komnir í takkaskóna og grænar treyjur 3ja ára og eru enn að.
Við elskum Breiðablik
Sigfríður Sophusdóttir - hvernig fer leikurinn?
Þetta verður eins og síðustu ár, leikur sem mun innihalda mikinn hita, innan vallar og svo vonandi utan vallar. Rimman milli Óskars og Arnars var alltaf mjög skemmtileg og verður áhugavert að sjá hvort sá hiti haldi áfram. Þetta verður rosalegur leikur þar sem að mínir strákar taka 2-3 sigur á útivelli. Blikarnir hafa verið mjög flottir varnarlega eins og sést ef markatalan er skoðuð, 6 mörk skoruð og 0 fengin á sig !! Víkingar voru mjög ósannfærandi gegn Fram þannig ég er spennt að sjá hvernig Blikarnir mínir spila gegn þessum svo kölluðu “bestu” liðum ef svo má segja. Ég innilega held að eftir þessa umferð verði Breiðablik á toppi Bestu Deildarinnar !!
Áfram Breiðablik !!!
SpáBlika leiksins er fleira til lista lagt annað en að verja mark Breiðabliks í 155 mótsleikjum á árunum 1987 til 2000 því að í kringum 1996 var Blikinn meðlimur í Pigerne - alþjóðleg hljómsveit skipuð Ingibjöru Hinriksdóttur, Margréti Sigurðardóttur og Sigfríði Sópusdóttur, sem þó nefndust Dollý, Margaretha og Fifi Klein þegar þær tróðu upp á nánast öllum skemmtunum á vegum Breiðabliks á þeim tíma. Árið 1996 gáfu þær út bráðskemmtilegt lag (að eigin sögn) sem var á dönsku og öðrum alþjóðlegum tungumálum eins og nánast allur þeirra skáldskapur. Lagið nefndist Breiðablik på banen og var fyrsta útgefna stuðningslag á Íslandi fyrir knattspyrnulið kvenna.
Dagskrá
Blikar!
Fjölmennum á risaleikinn í Víkinni á sunnudaginn. Miðasalan er á Stubbur
Leikurinn verður sýndir á Stoð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
Síðasta viðureign liðanna í efstu deild var á Kópavogsvelli 25. september 2023: