BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2022/2023: Breiðablik - FK Buducnost fimmtudag 21. júlí - kl.19:15!

19.07.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Blikamenn taka á móti FK Buducnost  á Kópavogsvelli á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023. Flautað verður til leiks kl.19:15!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur Bæði almennir miðar og Betri stúka til sölu. Almennir miðar 2.000 kr. Miðar í Betri stúkuna tryggja: Aðgang að glersal 1 klst fyrir leik og í hálfleik. Veitingar fyrir leik og í hálfleik. Aldurstakmark í Betri stúku 20 ár. Miðaverð í Betri stúku 6.990 kr. Sala á VIP miðum stöðvast kl 13:00 á miðvikudag.

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Blikaklúbburinn kynnir og selur merktan Breiðabliksvarning við inngangshlið Kópavogsvallar. Völlurinn opnar 18:15!

Stöð 2 Sport 4 sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.19:05. 

Hlið Kópavogsvallar opna 18:15! Kópacabana mun hita upp á Spot frá 16:00 - 18:00. Söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:15.

Um andstæðinginn

FK Buducnost er knattspyrnufélag frá Podgorica í Svartfjallalandi. Félagið var stofnað árið 1925 og spilar nú í efstu deild í Svartfjallalandi. Frumraun félagsins í efstu deild var í  júgóslavnensku fyrstu deildinni árið 1946. Síðan Svartfjallaland fékk sjálfstæði árið 2006 hefur félagið unnið 5 Svartfjallalandsmeistaratitla og 3 Svartfjallalandsbikara.

Saga FK Buducnost í Evrópuleikjum

FK Buducnost er sá Svartfjallalandsklúbbur sem er með flesta leiki og tímabil í Evrópukeppnum. Frumraun félagsins í Evrópukeppni var árið 1981 þegar félagið lék í Intertoto Cup og enduðu í fyrsta sæti. Á næstu áratugum lék Budućnost í sömu keppni tvisvar og náði athyglisverðum sigri gegn Deportivo La Coruna árið 2006.

Eftir sjálfstæði Svartfjallalands varð FK Buducnost reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum og lék þrjú tímabil í undankeppni Meistaradeildarinnar. 

2016/17 var sigursælasta Evróputímabil FK Buducnost. Eftir sigur Rabotnicki frá Makedóníu var FK Buducnost nærri því að slá út K.R.C. Genk en tapaði í vítaspyrnukeppni.

Stærsti sigur félagsins í Evrópukeppni var þegar FK Buducnost vann Valletta 0:5 18. júní 2005. Stærstu töp félagsins í Evrópukeppni komu í fyrra þegar liðið tapar 0:4 fyrir HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildarinnar og 4:0 fyrir HB í Færeyjum í Sambandsdeildinni.

image

Saga Blika í Evrópukeppnum

Leikurinn við FK Buducnost verður 24. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. 

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:

U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).

Samtals 23 leikir í 10 löndum, 9 sigrar, 5 jafntefli og 9 töp. 

Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.

Síðustu tveir leikir í Sambandsdeildinni 2022/2023:

Dagskrá

FK Buducnost og Breiðablik mætast í Sambandsdeild UEFA  fimmutdaginn 21. júlí kl.19:15!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur Bæði almennir miðar og Betri stúka til sölu. Almennir miðar 2.000 kr. Miðar í Betri stúkuna tryggja: Aðgang að glersal 1 klst fyrir leik og í hálfleik. Veitingar fyrir leik og í hálfleik. Aldurstakmark í Betri stúku 20 ár. Miðaverð í Betri stúku 6.990 kr. Sala á VIP miðum stöðvast kl 13:00 á miðvikudag.

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Hlið Kópavogsvallar opna 18:15! Kópacabana mun hita upp á Spot frá 16:00 - 18:00. Söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:15.

Blikaklúbburinn kynnir og selur merktan Breiðabliksvarning við inngangshlið Kópavogsvallar. Völlurinn opnar 18:15!

Stöð 2 Sport 4 sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.19:05. 

Aðaldómarinn er frá Úkraínu: Denys Shurman. Aðstoðardómarar eru frá Þýsklandi: Eduard Beitinger og Dominik Schaal og fjórði dómari er Daniel Schlager.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Bein textalýsing UEFA

image

Búið er að draga í 3. umferð. Sigurvegarar í þessari rimmu mæta Istanbul Besaksehir frá Tyrklandi eða Maccabi Netanya frá Ísrael.

image

Bein textalýsing UEFA

Til baka