BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit - samantekt 2021

11.10.2021 image

Keppnisárið hófst 16. janúar 2021 á Kópavogsvelli með leik gegn Grindvíkingum í Fótbolta.net mótinu. 

Áhorfendabann var á öllum leikjum í Fótbolta.net mótinu og fyrstu leikjum Lengjubikarsins. Áhorfendur á Kópavogsvelli (hámark 200) voru fyrst leyfðir 24. febrúar þegar við lekjum við ÍBV í Lengjubikarnum. Blikar léku sex leiki í Lengjubikarnum. Unnu þá alla og skoruðu 18 mörk gegn 3.

Okkar menn sigruðu KA 2:1 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins sem var svo aflýst 24. mars vegna Covid-19.

Miklar takmarkanir á áhorfendafjölda héldu áfram fram eftir sumri en í lok ágúst fór að rofa til með aðgengi áhorfenda á leiki.

En engar takmarkanir var að sjá á leik okkar manna í sumar. Kópavogsvöllur, vígið okkar í Smáranum, stóð fyllilega fyrir sínu. Liðið vann 10 heimaleiki í röð í deildinni með markatöluna 32:1. Og ef við teljum Evrópuleiki með eru sigrarnir alls 12 í röð. Vígið okkar skilaði 19 sigrum af 20 mögulegum í öllum mótum ársins. Fimm leikjum lauk með 4:0 sigri, tveir fóru 3:0 og tveir 2:0. Aðeins Skagamönnum tókst að troða inn marki þegar við sigruðum þá 2:1.

Við höfum aldrei fengið jafn mörg stig í efstu deild.  47 urðu stigin þegar talið var upp úr pokanum fræga.

Liðið skoraði 55 mörk sem er þriðja mesta markaskor í sögu 12 liða deildar og 101 mark í 39 mótsleikjum ársins en fyrra metið var 92 mörk í 46 leikjum árið 2013. Mörkin skiptast þannig milli móta: FótboltaNet mótið: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max deildin: 55 mörk.

Við getum því þrátt fyrir allt verið ánægð með okkar menn í sumar. Við sáum blússandi sóknarbolta, mikið af mörkum en vorum auðvitað grátlega nærri því að ná Íslandsmeistaratitlinum.

ÞJÁLFARATEYMIÐ

Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið í lok september. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 með góðum árangri þau tvö ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn > meira

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks hefur hann sinnt þjálfun yngri iðkenda > meira

Ólafur Pétursson markmannsþjálfari. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 16 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og meistaraflokks kvenna frá árinu 2012.

image

Aron Már Björnsson styrktarþjálfari. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er styrktarþjálfari beggja meistaraflokka félagsins.

Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson.

Í sjúkarþjálfarateyminu voru Ásdís Guðmundsdóttir, Hildur Kristín Sveinsdóttir og Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu.

image

Fremsta röð f.v.: Óskar Hrafn Þorvaldsson aðalþjálfari, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Brynjar Atli Bragason, Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson, Árni Vilhjálmsson, Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar. 

Miðröð f.v.: Bjarni Sigurður Bergsson formaður meistaraflokksráðs, Halldór Árnason aðstoðarþjálfari, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Númi Gíslason, Andri Rafn Yeoman, Torfi Geir Halldórsson, Tómas Bjarki Jónsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Jason Daði Svanþórsson, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjórn, Sigurður Hlíðar Rúnarsson deildarstjóri. 

Aftasta röð f.v.: ÁsdísGuðmundsdóttir sjúkarþjálfari, Marinó Önundarson liðsstjórn, Davíð Ingvarsson, Damir Muminovic, Sölvi Snær Guðbjargarson, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Örn Atlason, Elfar Freyr Helgason, Tómas Orri Róbertsson. Ásgeir Galdur Guðmundsson, Alex Tristan Gunnþórsson liðsstjórn, Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari. 

Á mynd vantar: Thomas Mikkelsen, Róbert Orra Þorkelsson, Benedikt Warén og Anton Loga Lúðvíksson. 

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson, Bjarni Sigurður Bergsson 

YFIRLIT OG SAMANTEKT MÓTSLEIKJA 2021

image image

Stuðningsmennirnir okkar í Kopacabana stóðu sig frábærlega á pöllunum loksins þegar þeir mátta mæta til að styðja liðið sitt.

Kópavogsvöllur gaf vel í sumar. Strákarir okkar unnu 10 heimaleiki í röð í deildinni með markatöluna 32.1. Ef við teljum Evrópuleiki með voru sigrarnir alls 12 í röð.

Þetta mikla vígi í Smáranum skilaði 19 sigrum af 20 mögulegum í öllum mótum ársins 2021. Fimm leikjum lauk með 4.0 sigri, tveir fóru 3.0 og tveir 2.0. Aðeins Skagamönnum tókst að lauma inn einu marki í 2:1 sigri okkar á ÍA.

Liðið skoraði 55 mörk í deildinni, sem er þriðja mesta markaskor í sögu 12 liða deildar (2008) og liðið skoraði alls 101 mark í 39 mótsleikjum á árinu. Fyrra metið var 92 mörk í 46 leikjum árið 2013. Svona skiptast mörkin milli móta: Fótbolta.net: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max: 55 mörk.

image

UEFA - SAMBANDSDEILD

Frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu var stórkostleg. Liðin sem við lékum við eru frá Luxembourg, Austurríki og Skotland. Þetta eru allt lönd sem eru talsvert mikið hærra skrifuð og með betri árangur en Ísland. 

Uppskera sumarsins er þrír sigrar, eitt jafntefli og tvö töp í þremur umferðuim gegn Racing FC Union frá Luxemborg, FK Austria Wien og Aberdeen FC frá Skotlandi. 

ÖNNUR MÓT 2021

Lengjubikarinn

Blikar léku sex leiki í Lengjubikarnum og unnu þá alla. Skoruðu 18 mörk gegn 3. Okkar menn sigruðu KA 2:1 í 8-liða úrslitum. Keppni Lengjubikarsins var svo aflýst 24. mars vegna Covid-19.

Fótbolta.net mótið

Eftir þrjá sigurleiki gegn Grindavík, Keflavík og FH, með markatöluna 17:3, lék Breiðabliksliðið til úrslita gegn ÍA - annað árið í röð. Leikurinn fór fram í áhorfendabanni á Kópavogsvelli í byrjun febrúar. Blikamenn unnu leikinn 5:1 og unnu þar með mótið í fimmta sinn.

Sigurvegarar Fótbolta.net-mótsins frá upphafi: 2011: Keflavík - 2012: Breiðablik - 2013: Breiðablik - 2014: Stjarnan - 2015: Breiðablik - 2016: ÍBV - 2017: FH - 2018: Stjarnan - 2019: Breiðablik - 2020: ÍA - 2021: Breiðablik.

image

Höskuldur Gunnlaugsson lyftir Fótbolta.net bikarnum eftir öruggan 5:1 sigur á Skagamönnum í úrslitaleik.

LEIKJAFJÖLDI - MÖRK - VIÐURKENNINGAR

Nokkrir öflugir leikmenn bættust í leikmannahópinn fyrir keppnistímabilið 2021: 

Í júlí glugganum 2020 gerði framherjinn Jason Daði Svanþórsson samning við Breiðablik um ganga til liðs við félagið eftir að samningi hans við Afturerldingu lauk þá um haustið > Jason Daði til liðs við Breiðablik

Í janúar festi Breiðablik kaup á bakverðinum öfluga Davíð Erni Atlasyni > Davíð Örn til Blika

Þær frábæru fréttir bárust í mars að Árni Vilhjálmsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið >Árni kemur heim!

Spilaðar mínútur (%) og skoruð mörk í Pepsi MAX deild karla 2021:

image

* Fyrsti leikur/leikir í efstu deild með Breiðabliki.

* Ásgeir Galdur Guðmundsson setti met þegar hann kom inn á í efstu deildar leik gegn Fylki í Árbænum. Hann er yngsti Bliki (15 ára og 137 daga gamall) frá upphafi til að spila efstu deildar leik í knattspyrnu karla með Breiðabliki > Ásgeir Galdur setti met í gær

* Sölvi Snær Guðbjargarson kom til okkar frá Stjörnunni > Sölvi Snær mættur í Kópavoginn

** Í byrjun ágúst varð Breiðablik við beiðni Thomas Mikkelsen um að ljúka samningi sínum við félagið, sem hann óskaði eftir af persónulegum ástæðum. 

** Robert Orri Þorkelsson gerði í lok júní samning við CF Montreal og flutti til Kanada.

** Fyrir keppnistímabilið var Þorleifur Úlfarsson lánaður til Ólafsvíkur. Hann skilaði sér aftur í Kópavoginn í júlí glugganum en fór svo í nám erlendis.

** Í júlí glugganum fór Benedikt Warén á lán til Vestra á Ísafirði. 

** Elfar Freyr Helgason átti við meiðsli að stríða í allt sumar og náði ekki að spila leik.

Markaskorun

Strákarnir skoruðu 55 mörk í deildinni - þriðja mesta skor í efstu deild frá því að 12 liða deild var tekin upp árið 2008. Alls skoraði liðið 101 mark í 39 mótsleikjum á árinu. Mörkin skiptast svona: Fótbolta.net: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max: 55 mörk.

Markahæstu leikmenn Blika í Pepsi MAX 2021:

  1. Árni Vilhjálmsson 11 mörk og er þar með þriðji markahæsti Blikinn í efstu deild með 40 mörk
  2. Kristinn Steindórsson 9 mörk og heldur sæti sínu sem markahæstur í efstu deild með 49 mörk
  3. Höskuldur Gunnlaugsson 6 mörk og er þar kominn í sjötta sæti með 25 mörk
  4. Viktor Karl Einarsson 6 mörk
  5. Jason Daði Svanþórsson 6 mörk
  6. Gísli Eyjólfsson 5 mörk og er kominn í níunda sæti með 22 mörk
  7. Thomas Mikkelsen 5 mörk og hann heldur sæti sínu sem annar markahæstur í efstu deild með 41 mark
  8. Viktor Örn Margeirsson 3 mörk
  9. Davíð Ingvarsson, Andri Rafn Yeoman, Róbert Orri Þorkelsson og Davið Örn Atlasin 1 mark hver. 

Ef við skoðum "skoruð mörk í efstu deild / fjöldi leikja i efstu deild" kemur í ljós að Thomas Mikkelsenn er lang efstur með 0.7 mark per leik og Kristinn Steindórsson og Árni Vilhjálmsson eru hnífjafnir með 0.42 mark per leik. 

image

Mörk í efstu deild 2021. Frá vinstri: Árni 11, Kristinn 9. Höskuldur 6. Viktor Karl 6. Jason Daði 6. Gísli 5.

Leikmenn á láni 2021

Samantekt yfir samningsbundna leikmenn Breiðabliks sem léku sem lánsmenn með öðrum liðum í ár og/eða gerðu varanleg félagaskipti til annars félags: 

Karl Friðleifur Gunnarsson spilaði 22 leiki sem lánsmaður hjá nýkrýndum Íslands- og bikarmeisturum Víkinga. Við óskum Karli að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og bjóðum hann velkominn heim í Kópavoginn.

Aron Kári Aðalsteinsson spilaði 7 leiki sem lánsmaður hjá Fram og hjálpaði þeim að komast upp í efstu deild. Hann gerði í framhaldinu langtímasamning við Fram.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði 11 leiki og skoraði 3 mörk sem lánsmaður hjá ÍBV og hjálpaði þeim að komast upp í efstu deild. Hann fór svo til Boston í áframhaldandi nám.

Anton Logi Lúðvíksson spilaði 14 leiki og skoraði 1 mark sem lánsmaður hjá Aftureldingu. 

Ólafur Guðmundsson lék sem lánsmaður 3 leiki með með Keflvíkingum fyrrri hluta sumars. Hann kom aftur í júlí glugganum, en söðlaði svo um og skrifaði undir langtíma samning við FH

Leikmenn sem fóru til erlendra liða á árinu 2021:

Benoný Breki Andrésson - Bologna

Birkir Jakob Jónsson - Atalanta

Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund

Samningar við nýja leikmenn fyrir keppnistímabilið 2022:

Í mars var tilkynnt að Leiknir R. og Breiðablik hafi komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks. Félagaskiptin áttu að ganga í gegn eftir að keppnistímabilinu 2021 lyki > Sævar Atli til Breiðabliks En áhugi á leikmanninum var viðar en í Kópavogi. Danska félagið Lyngby bauð Sævari samning sem hann að sjálfsögðu samþykkti og flaug út til Danmerkur í byrjun ágúst > Sævar Atli til Lyngby (Staðfest)

Í lok ágúst var svo tilkynnt að Grótta og Breiðablik hefðu náð samkomulagi um að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir keppnistímabilið 2022. Pétur hefur spilað 154 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 79 mörk > Pétur til Blika (blikar.is)

image

Pétur Theodór Árnason

Viðurkenningar

Leikjaáfangar á árinu:

250 mótsleikir: Damir Muminovic og Finnur Orri Margeirsson

200 mótsleikir: Höskuldur Gunnlaugsson:

150 mótsleikir: Kristinn Steindórsson, Gísli Eyjólfsson og Viktor Örn Margeirsson.

image

Hjá Blikum er sú hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir spilaða leiki (mótsleiki). Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er þar með kominn í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í dag telur 100 leikja klúbbur karla 80 leikmenn. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki í Bliktreyjunni fær hann í viðurkenningarskyni áritaðan platta. Einnig er hefð fyrir viðurkenningu við 150 leikja áfangann. Eftir 250 leiki fær leikmaður blóm og gjafabréf. 

Við 300 mótsleikja áfangann er aftur áritaður platti og meðlæti. Aðeins tveir leikmann hafa náð 300 mótsleikja áfanga með Breiðabliki: Olgeir Sigurgeirsson (321) og Andri Rafn Yeoman (372) og Andri er enn að. Næstir í röðinni í 300 leikja klúbbinn eru þeir Elfar Freyr Helgason (289) og Damir Muminovic (265).  

Á lokahófi meistarflokks karla 2021 var Viktor Karl Einarsson valinn besti leikmaðurinn. Jason Daði Svanþórsson var valinn efnilegastur og leikmenn völdu Brynjar Atla Bragason leikmann leikmannanna. Til hamingju strákar. 

image

BLIKAR.IS- STUÐNINGSMANNAVEFUR MEISTARAFLOKKA BREIÐABLIKS

Gefurðu kost á þér í liðið?

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja þar inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is. Þú þarft ekki endilega að skrifa efnið því við höfum öflugan hóp pennalipurra sjálfboðaliða.

Þau eru hinsvegar misjafnlega flink í uppsetningu efnis á blikar.is vefinn og þess vegna vantar okkur fólk á þann endann.

SpáBlikinn - Nýung 2021

Bryddað var uppá nýung í upphitunarpistlum leikja í Pepsi Max deildinni þar sem "SpáBlikinn" var fastur liður á blikar.is fyrir alla leiki meistarflokks karla. Það er gaman að segja frá því að þessi nýung tókst mjög vel. SpáBlikinn er því kominn til að vera. Alls tóku 22 stuðningsmenn þátt í að spá til um úrslit: Eiríkur Hjálmrsson, Aðalsteinn Jónsson, Pétur Már Ólafsson, Freyr Snorrason, Flosi Eiríksson, Einar Kristján Jónsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Pétursson, Hilmar Jökull, Kristján Ingi, Valgarður Guðjónsson, Borghildur Sigurðardóttir, Hákon Gunnarsson, Krissi Aðalsteins, Sigurður Einarsson, Ólafur Björnsson, Steini Þorvalds, Helgi Aðalsteins, Kristján H. Ragnarsson, Gylfi Steinn Gunnarsson, Heiðar B. Heiðarsson og Gunnleifur V. Gunnleifsson. Takk öll fyrir þátttökuna. 

Mikið efni

Stuðningsmannavefurinn hefur verið mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum nú í ár. Á Blikar.is er búið að birta samtals 170 fréttir frá síðustu áramótum - 115 af karlaboltanum og 55 af kvennaboltanum. Langflestar birtingar tengjast leikjum liðanna í öllum mótum. Fréttir af högum leikmanna eru líka mjög áberandi og um 20% af fréttflutningi snýr að greinum og ýmiskonar fréttum og viðtölum. Þessi stuðningsmannavefur er líklega einn sá öflugasti hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leitað.

Fimm mest lesnu fréttir á blikar.is frá áramótum:

1. Gylfi Þór Sigurpálsson er fyrsti handhafi Huldunælunnar 

2. Sambandsdeild UEFA 2021/2022: FK Austria Vín - Breiðablik

3. Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Racing FC - Breiðablik

4. Thomas Mikkelsen kveður Breiðablik

5. Brynjólfur til Noregs

Sendu okkur línu

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is. Í liðinu hafa þessi verið: Andrés Pétursson, Ólafur Björnsson, Hákon Gunnarsson, Pétur Már Ólafsson, Kristján Ingi Gunnarsson, Eiríkur Hjálmarsson, Freyr Snorrason, Valgarður Guðjónsson og Pétur Ómar Ágústsson (upphitunarpistlar, vefumsjón og ritstjórn), Heiðar B. Heiðarsson (BlikarTV), Helgi Viðar Hilmarsson (ljósmyndir), Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Helga Katrín Jónsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Gylfi Steinn Gunnarsson (vefstjórn & hönnun).

Blikar_is á Twitter

Bliar.is er mjög virkt á Twitter. Fjöldi fylgjenda hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og nú eru fylgjendur 1455. Tístin það sem af er ári 1200. Fjöldi fylgjenda hefur aukist um 75 frá áramótum og heimsóknir (Profile visits) eru 53.000. 

Blikar_is á Instagram

Í fyrra bættist Freyr Snorrason við samfélagsmiðlateymi Blikar.is. Sá hann að mestu um Instagramið (@blikaris) með hjálp frá góðum hópi fólks. Vorið 2020 var @blikaris endurvakið í tengslum leikmannakynningu (sjá mfl kk hér og mfl kvk hér) sem var gerð "úr fjarðlægð" vegna Covid takmarkanna. Í fyrra var traffíkin ekki mikil inn á Insta síðu blikar.is. Í vor bað ritstjórnin Frey um að taka Instagrammið að sér til að reyna að lyfta ásýnd meistaraflokkanna og sýnileika í gegnum blikar.is Instagrammið. Myndirnar máttu ekki vera einungis einsleit auglýsingaplaköt með upplýsingum um næsta leik, þótt að það hafi vissulega verið stundum þannig myndir settar inn. Það átti þó frekar að reyna hafa „in game“ myndir sem sýndi leikmenn í hita leiksins, hér má skjóta inn að Helgi Viðar tók frábærar myndir fyrir BlikarTV sem við nýttum okkur gjarnan í sumar. Lagt var upp með að vera með viðveru á öllum leikjum í „story“ síðunnar og setja inn fagnaðarlæti og upphafsspyrnu leiks þangað inn. Í kvennaleikjunum var oftar en ekki viðvera Instagrammsins á bekk liðsins sem gaf annað og í raun skemmtilegra sjónarhorn heldur en á karlaleikjunum sem var iðulega úr stúkunni. Fylgjendatala reikningsins var í kringum 150 manns þegar átakið hófst síðastliðið vor og núna í haust fórum við yfir 1000 fylgjenda töluna og við erum hvergi nærri hætt!

Blikahornið á Soundcloud

Í Covid ástandinu 2020 varð til viðtalsþátturrinn Blikahornið sem er vistaður á SoundCloud. Góður gangur var í verkefni allt árið 2020. Tekin voru viðtöl við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þorstein Halldórsson, Gylfa Stein Gunnarsson, Guðmund Þórðarson, Ólaf Pétursson, Borghildi Sigurðardóttur, Einar Kristján Jónsson og Loga Kristjánsson. Hlé hefur verið á starfsemi Blikahornsins en það stendur nú til bóta. Nýjasta efnið á  Blikahorninu er að búið er að safna þar saman öllum Blikalögunum sem gefin hafa verið út í gegnum tíðina. Meira hér

BlikarTV 

Blikar TV er mjög öflugur samstarfsaðili blikar.is enda vefurinn ekki með virka YouTube síðu. Efni frá snillingunum Heiðari B.Heiðarssyni og Helga Viðari Hilmarssyni má finna víða á blikar.is. Myndbandsefni er á TV síðunni og myndir er að við leiki á Leikir síðunni. Heimasvæði Blikar TV á YouTube er hér. Og heimasvæði Blikar TV varðandi myndir er á Facebook hér. 

image

GYLFI ÞÓR SIGURPÁLSSON ER FYRSTI HANDHAFI HULDUNÆLUNNAR

Fyrir síðasta heimaleik mfl karla var Gylfi Þór Sig­urpáls­son heiðraður sér­stak­lega og tók fyrst­ur við nýrri viður­kenn­ingu, Huldu­næl­unni, sem veitt verður ár­lega dygg­um stuðnings­manni knatt­spyrnuliða Breiðabliks í Kópa­vogi. Það eru Blika­klúbbur­inn og Blikar.is, stuðnings­manna­vef­ur meist­ara­flokka fé­lags­ins í knatt­spyrnu, sem standa að viður­kenn­ing­unni.

Valið ætti ekki að koma neinum á óvart því Gylfi hefur mætt á nánast alla leiki í karla og kvennaflokki síðan á sjöunda áratug síðustu aldar – eða í meira en hálfa öld og er stuðningur hans við Breiðablik ómetanlegur. Gylfi sagði nokkur orð og þakkaði þennan heiður sem hann sagði óverðskuldaðan. Við aðstandendur Huldunælunnar erum langt frá því að vera Gylfa sammála þar. Fjöldi ættingja Huldu var viðstaddur og hélt Hinrik Þórhallsson, sonur hennar, þakkarræðu og sagði þau öll vera afar stolt af framtakinu.

“Huldunælan” er kennd við Huldu Pétursdóttur sem um áratuga skeið var einstakur bakhjarl og stuðningsmaður Breiðabliks. Það muna margir Breiðabliksfélagar eftir Huldu. Hún var áberandi í starfi félagsins, mætti manna best á leiki, bæði í blíðu og stríðu oft með eiginmann sinn Þórhall Einarsson, lögfræðing sér við hlið. Þau hjónin bjuggu í Kópavogi frá 1963 og eignuðust 5 börn. 3 synir þeirra, þeir Einar, Hinrik og Þórarinn léku með Breiðablik í öllum flokkum en sjálf var Hulda afrekskona í íþróttum og mikill skörungur. Hún vann sér það til frægðar að synda 16 ára yfir Hrútafjörð árið 1937 á móts við Borðeyri.  Hulda var virk í stjórnmálastarfi og framfaramálum í Kópavogi alla tíð auk þess sem margir þekktu hana af verslunarstörfum sem hún gegndi um áratuga skeið. Hún vann fullan vinnudag til 78 ára aldurs auk þess að sinna stóru heimili og ótrúlega yfirgripsmiklu starfi fyrir Breiðablik. Hulda var alla tíð nokkurskonar holdgervingur stuðningsmanns Breiðabliks og er grunnur alls þess sem Breiðablik stendur fyrir.

image

Þórarinn og Pétur synir Huldu. Andrés og Pétur Ómar, fyrsti handhafi Huldunælunnar, Gylfi Þór Sigurpálsson, Ólafur, Hákon og Hinrik sonur Huldu.

FYRRI SAMANTEKTIR OG MARKASYRPUR

Samantektir:  2021    2020     2019      2018      2017      2016      2015

Markasyrpur í boði BlikarTV:  2021    2020     2019     2018     2017 

FRÁ UPPHAFI

Árið 2021 var 16. keppnistímabil liðsins í röð í efstu deild og 36. keppnistímabilið í efstu deild frá upphafi knattspyrnudeildar árið 1957.

Blikaliðið lék fyrst í efstu deild árið 1971.

Ferill á Íslandsmótum:

A-deild: 2022, 2021, 2020, 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006, 2001, 2000, 1999, 1996, 1995, 1994, 1992, 1991, 1986, 1984, 1983, 1982, 1981, 1980, 1978, 1977, 1976, 1973, 1972, 1971

B-deild: 2005, 2004, 2003, 2002, 1998, 1997, 1993, 1990, 1989, 1988, 1987, 1985, 1979, 1975, 1974, 1970, 1969, 1968, 1967, 1966, 1965, 1964, 1963, 1962, 1961, 1960, 1957

Árangur:

A-deild - sigurvegarar: 2010
A-deild - silfur: 2021, 2019, 2018, 2015, 2012

Bikarkeppni KSÍ - sigurvegarar: 2009

Deildabikar - sigurvegarar: 2015, 2013

Fótbolta.net mótið - sigurvegarar: 2021, 2019, 2015, 2013, 2012

Meistarar Meistaranna - silfur: 2011, 2010

Evrópukeppnir:

2021 Sambandsdeild  UEFA - 1. umf. Racing Union. 2. umf. Austria Wien. 3. umf. Aberdeen FC

2020 Evrópudeild - 1. umf. Rosenborg BK

2019 Evrópudeild - 1. umf. FC Vaduz

2016 Evrópudeild - 1. umf. FK Jelgava 

2013 Evrópudeild - 1. umf. FC Santa Coloma. 2. umf. Sturm Graz. 3. umf. FC Aktobe

2011 Meistaradeild - 1. umf. Rosenborg BK

2010 Evrópudeild - 2. umf. Motherwll FC

/POA

image

Til baka