Besta deildin 2025: KA - Breiðablik
09.05.2025
Annan útileikinn í röð ferðast Blikar með flugi til leiks. Ísafjörður var áfangastaðurinn síðast en núna er það sunnudagsflug til Akureyrar til að etja kappu við KA. Flautað verður til leiks á Greifavellinum kl.17:30 á sunnudaginn.
Miðasala er á Stubb.
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport
Staðan í deildinni eftir 5. umferðir. Kunnugleg sjón að hafa Víkinga við hlið okkar manna á toppnum en Vestri er þar líka.
Sagan & Tölfræði
Keppnisleikir Breiðabliks og KA í öllum mótum eru 55. Vinningshlutfallið fellur með okkur: 36 sigrar gegn 12 - jafnteflin eru 7.
Innbyrðis leikir liðanna til þessa á árinu
Liðin hafa tvisvar mæst í ár. Fyrri leikurinn var 15. febrúar í 2. umferð í Lengjubikarsins. Leikurinn var í Boganum á Akureyri og unnu Blikar sannfærandi 5:0 sigur.
Liðin átturst svo við í Meistarakeppni KSÍ, meisturum meistaranna, sunnudaginn 30. mars. Leikurinn vannst 3:1 en það veitti ekki af seiglu því sjaldan hefur athyglisbrestur veðurguða verið jafn áberandi og þetta vorsíðdegi í Kópavogsdal.


Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 29 leikir. Blikar hafa unnið 20 leiki gegn 4 - jafnteflin eru 5.
Á heimavelli KA á Akureyri eru leikirnir 15. Blikar með 9 sigra, 3 töp og 3 jafntefli.
Síðustu 5 leikir gegn KA á Akureyri fyrir skiptingu í efri og neðri hluta í úrslitakeppni:










Leikmannahópurinn
Enginn núverandi leikmanna hafa leikið með báðum liðum, en framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, er fyrrverandi leikmaður Blika með 119 mótsleiki og 23 mörk.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki leiksins gegn KA er Björgvin Ingvason (Böggi). Hann sleit sleit barnsskónum austur á Eskifirði þar sem fallegasta fjall landsins Hólmatindur tæplega 1000 metrar gnæfir yfir bæjarstæðinu. Knattspyrnuferill minn var ekki langur. Ég spilaði upp yngriflokkana með Austra Eskifirði áður en sjómennskan tók við sem sumar starf, eins og algengt var á þessum árum hjá þeim sem voru fæddir inní sjómans fjölskyldur. Eftir grunnskóla fór ég fljótlega suður til Reykjavíkur þar sem ég stundaði nám við Vélskóla Íslands, 1985 flytjum ég og betri helmingurinn alla tíð Aðalheiður Kristjánsdóttir (Alla) til Noregs og vorum þar í námi og vinnu til 1991. Eftir að heim var komið fluttum við fljótlega í Víkingshverfið og að sjálfsögðu varð ég Víkingur í nokkur ár eða þangað til við fluttum á Kársnesið vorið1999 og þá varð maður sjálfkrafa BLIKI og hefur ekki litið um öxl síðan.
Fyrstu árinn var ég á kafi í yngriflokka starfinu, en þegar sá síðasti var komin í annan og meistaraflokk hjá öðrum félugum fór ég að starfa með meistaraflokksráði Breiðabliks og geri enn. Mitt helsta starf fyrir klúbbinn síðustu ár er að ég ásamt fleirum sjáum um Grænustofuna, barinn okkar Breiðabliksmanna.
Björgvin Ingvason – Hvernig fer leikurinn?
Ég spái því að okkar menn vinni KA í mjög erfiðum leik 1 – 3 þar sem við skorum síðustu tvö mörkinn allveg í blálokinn og verða þar að verki Óli Valur og Kiddi Steindórs en Tóbías skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik. Að sjálfsögðu er ég bjartsýnn á tímabilið hjá okkar mönnum og er ég ánægður með byrjunina þó menn hafi hikstað í einhverjar 10 mínútur uppí Úlfarsárdal á móti Fram og hálftíma hikst á móti KR.
Áfram Breiðablik !!!
SpáBlikinn Björgvin Ingvason með Höskuldi Gunnlaugssyni á uppskeruhátíð í Smáranum haustið 2024.
Dagskrá
Flautað verður til leiks á Greifavellinum kl.17:30 á sunnudaginn.
Miðasala er á Stubb.
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
Mörkin og atvik úr leik liðanna á Greifavellinum á Akureyri í fyrra: