BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2025: Breiðablik - Stjarnan

19.04.2025 image

Dagskrá

Miðasala á leikinn er á: Stubb 

Besta leiðin er að tryggja sér árskort á völlinn en ársmiðahafar fá einnig forkaupsrétt á Evrópuleiki. Árskort má kaupa: hér 

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og meðlæti í veitingasölunni. Græna stofan og svæðið opnar 17:30! Þjálfaraspjall 18:15! Artic Pies í Grænu stofunni. Brasserie Kársnes vagninn. 

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á miðvikudag kl.19:15! 

Sagan & Tölfræði

Leikurinn á miðvikudaginn er ekki fyrsta viðureign liðanna á árinu. Blikar unnu góðan 2:4 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins 2025. Vegna veðurs var leikurinn, sem átti að vera á Kópavogsvelli, fluttur inn í Miðgarð í Garðabæ. 

Mótsleikir

Innbyrðis mótsleikir Breiðabliks og Stjörnunnar eru 75. Blikar leiða með 35 sigra gegn 27 - jafntefli eru 13.

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 42. Staðan er okkar mönnum í vil með 22 sigra gegn 11 - jafnteflin eru 9. Markaskorun í þessum 42 leikjum er: Breiðablik 81 mörk, Stjarnan 57 mörk.

Kópavogsvöllur

Leikir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli eru 23. Blikar leiða þar með 14 sigra gegn 5 - jaftefli eru 4.

Viðureignir síðustu 5 ár á Kópavogsvelli í 22 leikja móti í efstu deild:

Leikmenn

Fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, Óli Valur Ómarsson, kom til Breiðabliks frá sænska félaginu Sirius og skrifaði undir 4 ára samning við Breiðablik til ársins 2028. Óli Valur er uppalinn hjá Álftanesi en gekk til liðs við Stjörnuna í 4. flokki og spilaði hann með Stjörnunni í efstu deild áður en hann var seldur til Sirius. Fyrsti meistaraflokksleikur Óla Vals með Stjörnunni í efstu deild var gegn ÍBV 28. september 2019 - þá 16 ára gamall. Óli Valur hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands, alls 28 leiki og skorað í þeim 2 mörk. Og Kristófer Ingi Kristinsson er uppalinn hjá Stjörnunni en hélt mjög ungur út í atvinnumennsku og náði þ.a.l. aðeins einum mótsleik með Stjörnuliðinu. Í þjálfarateymi Breiðabliks eru einn fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Haraldur Björnsson markmannsþjálfari með 138 leiki fyrir Stjörnuna á árunum 2017-2022.

Þjálfari Stjörnunnar - Jökull Ingason Elísarbetarson - hefur spilað með Breiðabliki. Hann lék 116 mótsleiki með Blikum á árunum 2010-2013 og  varð Íslandsmeistari með Blikaliðinu árið 2010. Blikinn Benedikt V. Warén leikur nú með Stjörnunni eftir félagaskiti frá Vestra á Ísafirði. Benó spilaði 31 mótsleik og skorðai 5 mörk á árunum 2019 til 2022. Og uppalinn Bliki, Guðmundur Kristjánson, leikur með Stjörnunni. Guðmundur spilaði 136 mótsleiki og skoraði 36 mörk með Breiðabliki á árunum 2006-2012 og var sterkur póstur í Bikarmeistaraliði Breiðabliks 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010. Og Sindri Þór Ingimarsson er uppalinn hjá Breiðabliki. 

image

Leikmannahópur Breiðabliks 2025

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn Stjörnunni var ein mesta íþróttakona landsins á níunda áratugnum í bæði fótbolta og handbolta. Blikinn var fyrirliði í bæði fótboltalandsliðinu, hjá Breiðablik og handboltalandsliðinu. Fótboltaferillinn með meistaraflokki Breiðabliks var í 11 ár, frá 1976 til 1987, eða þangað til hún sleit krossbönd í hné og hélt þá eingöngu áfram að spila handbolta. Fyrsti Íslandsmeistaratitillin með Blikum var innanhús árið 1976 þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Mótsleikir fyrir Breiðablik urðu 102 á ferlinum og skoruð mörk samtals 101 - sem sagt mark í leik að meðaltali enda varð hún nokkrum sinnum markahæst í fyrstu deildinni. SpáBliki leiksins varð mörgum sinnum Íslands og Bikarmeistari með stöllum sínum í Breiðablik ásamt því að vinna önnur mót eins og Bautamótið á Akureyri og sterkt félagsmót í Danmörku. Hún þjálfaði einnig stúlkur í yngri flokkum Breiðabliks í fótbolta. Blikinn spilaði 13 landsleiki, skoraði 4 mörk og var í fyrsta landsliði Íslands sem tók þátt í alþjóðlegu móti sem var undankeppni EM árið 1982. Leikurinn var í Tönsberg á móti Noregi sem náðu jafntefli gegn Íslandi og endaði leikurinn 2-2.  

Mynd: Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks 1982 með bikarana 9 sem unnust það ár - hérlendis sem erlendis. 

Blikakonan byrjaði á handbolta æfingu hjá Breiðablik í kringum 14 ára aldur en þátttakan í handboltanum á þeim tíma var ekki mikil hjá Breiðablik svo hún færði sig til ÍR og síðar meir til Fram árið 1985 sem var seinna meir valið af RÚV sem Handboltalið Íslands meðal annars vegna velgengni það árið. Handboltaferill blikans endaði hjá Stjörnunni í Garðabæ, vann marga titla í handboltanum frá upphafi og varð nokkrum sinnum markahæst í fyrstu deild ásamt því að spila 76 landsleiki. Hún stýrði einnig kvennalandsliðinu í handknattleik árið 1992 til 1995 og er eina konan sem hefur stýrt íslenska A-landsliðinu í handbolta. Hún var einnig á meðal fyrstu kvenna sem stýrðu landsliði á alþjóðlegum mótum.

Mynd: Handboltatímabilið 1988/89 var Erla valin besti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn auk þess að skora flest mörk - eða alls 157 mörk. Alfreð Gíslason var valinn besti leikmaðurinn karlamegin.

Erla Rafnsdóttir - Hvernig fer leikurinn ?

Síðan í fyrra þá hefur Breiðablik unnið þrjá leiki á móti Stjörnunni og einn leikurinn endaði með jafntefli þannig að ég spái Breiðablik sigri þann 23. apríl og leikurinn mun enda 3:1. Það er gaman að fylgjast með í fjarlægð af uppgangnum í Breiðablik og að strákarnir séu að fylgja kvennaliðinu eftir með því að vera í fremstu röð í efstu deildinni.

Áfram Breiðablik!

Glæsileg hjólhestaspyrna Erlu í landsleik gegn Færeyjum á Kópavogsvelli 1986

Mynd og texti úr bókinni Stelpurnar Okkar:

Það var Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem skoraði fyrsta markið – á 12. mínútu, eftir sending frá Erlu Þ. Rafnsdóttur sem átti mjög góðan leik. Erla skoraði annað markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristínu Önnu og síðan skoraði hún glæsi-mark í upphafi síðari hálfleiks. Anna K. Steinsen sendi þá knöttinn fyrir mark þar sem Erla átti góðan skalla að marki – knötturinn small í þverslá og fór út á völlinn. Erla var fljót að átta sig – kastaði sér aftur og spyrnti knettinum glæsilega með hjólhestaspyrnu í netið hjá Færeyingum. Það má segja að hún hafi þarna átt stoðsendingu til sjálfrar sín”.

Mynd tekin í Smáranum 22. mars 2019. SpáBlikinn Erla Rafnsdóttir er lengsti hægri á myndinni.

Dagskrá

Miðasala á leikinn er á: Stubb 

Besta leiðin er að tryggja sér árskort á völlinn en ársmiðahafar fá einnig forkaupsrétt á Evrópuleiki. Árskort má kaupa: hér 

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og meðlæti í veitingasölunni. Græna stofan og svæðið opnar 17:30! Þjálfaraspjall 18:15! Artic Pies í Grænu stofunni. Brasserie Kársnes vagninn. 

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á miðvikudag kl.19:15! 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Strafsmenn KSÍ: 

Elías Ingi Árnason Dómari
Egill Guðvarður Guðlaugsson Aðstoðardómari 1
Bryngeir Valdimarsson Aðstoðardómari 2
Frosti Viðar Gunnarsson Eftirlitsmaður
Þórður Þorsteinn Þórðarson Varadómari

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Blikar unnu 2:1 seiglusigur á Stjörnunni í heimaleiknum í maí í fyrra: 

Til baka