Besta deildin 2025: ÍA - Breiðablik
09.09.2025
Það er komið að frestaða leiknum gegn ÍA.
Blikaliðið á harma að hefna eftir súrt 1:4 tap gegn Skagaliðinu á Kópavogsvelli í lok maí. Bæði lið hafa spilað 11 deildarleiki síðan þá og stigaheimtur vægast sagt undir væntingum. Blikaliðið hefur ekki náð sér á strik í síðustu umferðum. Stigaárangur frá tapleiknum gegn ÍA er 51%. Skagaliðið hefur alls ekki náð sér á strik og er með 21% stigaárangur í síðustu 11 leikjum og situr í botnsæti stigatöflunnar.
Flautað verður til leiks ÍA og Breiðabliks upp á Skaga á fimmtudaginn kl.17:00!
Miðasala á leikinn er á: Stubb
Leikurinn verður sýndur á Sýn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Eftir 20 leiki er Blikaliðið í 4. sæti með 33 stig en gettur mest náð 39 stigum fyrir úrslitakeppnina.
Sagan & Tölfræði
Innbyrðis leikir Breiðabliks og ÍA í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1965 eru 130. Skagamenn leiða með 65 sigra gegn 42 sigrum Blika - jafnteflin eru 23.
Frá 1965 til 2000 unnu Skagamenn nánast alla mótsleiki liðanna þ.m.t. 20 leiki af 35 innbyrðis leikjum liðanna í Litlu bikarkeppninni sem Albert Guðmundsson átti stóran þátt í að setja á laggirnar, en hann var á þeim tíma spilandi þjálfari Hafnfirðinga (ÍBH). Albert gaf farandbikar til keppninnar. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir „utanbæjarlið" áður en Íslandsmótið hæfist, til mótvægis við Reykjavíkurmótið. Keppnin stóð yfir í 34 ár - frá 7. maí árið 1961 og lauk í maí 1995. Samtals voru spilaðir 850 leikir í Litlu bikarkeppninni. Árið 1996 hófst síðan nýtt mót, Deildabikarkeppni KSÍ (Lengjubikarinn), og hún tók því raun við af Litlu bikarkeppninni en þar voru hins vegar öll lið með, utan Reykjavíkur sem innan. Skagamenn sigruðu Breiðablik 3-1 í fyrsta úrslitaleik Deildabikarsins sem leikinn var á grasvelli FH-inga í Kaplakrika um miðjan maí 1996.
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 65. Vinningshlutfallið fellur með Skagamönnum - 34 sigrar gegn 22 - jafnteflin eru 9.
Frá endurkomu Blikaliðsins upp í efstu deild árið 2006 fellur sigurhlutfallið með Blikum: 15 sigrar, 7 töp og 5 jafntefli
Efstu deildar heimsóknir Blika upp á Skaga frá upphafi eru 31. Skagamenn leiða með 18 sigra gegn 8 Blikasigrum – jafnteflin eru 5.
En síðustu 5 heimsóknir upp á Skaga hafa fallið 100% með Blikaliðinu:










Leikmannahópurinn
Skagapilturinn Oliver Stefánsson hefur leikið í grænu Breiðablikstreyjunni. Og okkar maður Viktor Örn Margeirsson spilaði sem lánsmaður hjá ÍA hálft tímabil árið 2017.
Leikmannahópur Breiðabliks
Breiðabliksteymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Brynjar Dagur Sighvatsson og Dagur Elís Gíslason.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki leiksins gegn ÍA hefur átt heima í Kópavogi mestan hluta ævi sinnar og spilaði og æfði með öllum flokkum Breiðabliks en átti lengstan og farsælastan feril með old boys eða 30 ár áður en skórnir voru lagðir á hilluna. Það voru skólamótin sem Valdi gamli vallarvörður kom á fót í gamla daga sem kom Helga á bragðið til byrja að æfa með Breiðablik á sínum tíma.
Helgi hefur tekið þátt í félagsmálum hjá Breiðablik og var á tímabili gjaldkeri knattspyrnudeildar ásamt því að hafa verið fjölmiðlafulltrúi knattspyrnudeildar karla í ein 15 ár.
Mesta ævintýrið í því starfi var að koma að fjöldanum öllum að evrópuleikjum með Breiðablik ásamt því að vinna titla.
Blikinn, lengst til vinstri í miðröð, í góðra vina hópi í Fífunni á Gamlársdag fyrir nokkrum árum.
Helgi hefur kynnst fullt af góðu fólki gegnum Breiðablik og óskar félaginu alls hins besta.
Helgi Þór Jónasson - Hvernig fer leikurinn?
Skagamenn muna leikinn í Kópavoginum í sumar sem fór 1-4 og ætla sér aðra eins veislu á skaganum sjálfum. Lárus Orri mun koma sínum mönnum í gírinn og minna þá á Kópavogsleikinn fyrr í sumar.
Bæði lið þurfa stig, Skagamenn í fallbaráttunni og Blikar í evrópuslagnum.
Blikar munu hinsvegar sýna fagmennsku og gæði á skaganum og landa 1-3 sigri með seiglu og skynsemi.
Áfram Breiðablik!
SpáBliki leiksins, Helgi Þór Jónasson, á ferðalgi í þægilegum fatnaði.
Dagskrá
Flautað verður til leiks kl.17:00 á fimmtudag.
Miðasala á leikinn er á: Stubb
Leikurinn verður sýndur á Sýn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Mætum í stúkuna á Akranesi og hvetjum okkar menn til sigurs.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
Klippur frá síðustu heimsókn okkar manna upp á Skaga í 20. umferð 25. ágúst 2024: