BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Halldór Árna framlengir!

14.08.2025

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Halldór Árnason, þjálfari meistaraflokks karla, hafa framlengt samning Halldórs við félagið til ársins 2028. Undir stjórn Halldórs varð liðið Íslandsmeistari 2024. Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Lesa