BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2023: Breiðablik - Valur

22.05.2023 image

Breiðablik - Valur

Við fáum Valsmenn í heimsókn á Kópavogsvöll á fimmtudaginn. Um er að ræða leik í 13. umferð sem var færður til vegna Evrópukeppi. Valsvélin er aðeins að hiksta en þeir koma örugglea dýrvitlausir til leiks á fimmtudaginn. 

Flautað verður verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:15! 

Græna stofan opin, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Minnum líka á miðasölu árskorta: Árskort Þú velur: Árskort ungir 16-26.ára - Árskort - Stuðningsbliki - Afreksbliki.

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staðan í Bestu deildinni eftir 8 umferðir:

image

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og Vals í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1965 eru 101. Sagan fellur með Valsmönnum sem eru með 42 sigra gegn 38 - jafnteflin eru 21.Nánar

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild, fyrst árið 1971, eru 74 leikir. Valsmenn leiða með 30 unna leiki gegn 28 - jafnteflin eru 16. Nánar

Innbyrðisleikir liðanna eru markaleikir. Samtals skora liðin 225 mörk í þessum 74 leikjum - Valsmenn skora 115 mörk gegn 110 mörkum Blika.

Þetta er síðari leikur liðanna í hefðbundnu 22 leikja móti. Fyrri leikurinn var í 2. umferð: 

Síðustu 5 viðureignir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli:

Leikmannahópurinn

Í leikmannahópi Blika eru tveir leikmenn sem hafa leikið með Valsmönnum. Anton Ari Einarsson á að baki 36 meistaraflokksleiki með Hlíðarendaliðinu. Og Ágúst Eðvald Hlynsson lék 30 mótsleiki með þeim í fyrra - þá sem lánsmaður frá AC Horsens.

Elfar Freyr Helgason söðlaði um í haust og leikur nú í rauðu. Hlynur Freyr Karlsson, sem er uppalinn Bliki, leikur einnig með Valsliðinu. 

Þjálfari Valsmanna, Arnar Grétarsson er uppalinn Bliki. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki Breiðabliks í B-deildinni 1988 þá aðeins 16 ára gamall. Arnar er nú fimmti leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 289 mótsleiki og 61 mark. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

Leikmannahópur Breiðabliks 2023:

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki næstu umferðar er fæddur 1965 þótt það sjáist ekki á honum. Hann flutti í Kópavoginn 16 ára gamall og byrjaði þá að æfa með Breiðabliki í 2. flokki. Leið hans lá síðan til Húsavíkur og kom hann til baka í Blikanna á lokaárinu í 2. flokki. Þar gerði hann garðinn frægan ásamt Bonna, Steindóri, Gumma Gumm, Magga Magg, Gunna Gylfa, ofl.  Hvunndagshetjum. SpáBlikinn kláraði Verzló 1985 og fór í stúdentaferð til Ibiza það sumarið, svo boltinn beið á meðan. Hann nær síðan fyrsta leik sínum með meistaraflokki í lok sumarsins og Breiðablik fer upp í efstu deild það árið. Árið eftir koma fyrstu leikirnir í úrvalsdeild og fyrstu mörkin litu dagsins ljós. Næstu ár voru lituð af fótbolta og námi, þar sem að blikinn fór til Alabama í háskóla á fótboltaskólastyrk. Eftir námið,1991, voru Blikarnir aftur komnir í úrvalsdeild og loksins náðist allt undirbúningstímabilið og fleiri leikir eftir því. Árið 1994 prófaði Spáblikinn að spila með Stjörnunni í úrvalsdeildinni, en hjartað sló alltaf hjá Breiðablik. Leiðin lá síðan þangað aftur í Old boys Breiðabliks á besta aldri og þá fyrst byrjuðu titlarnir að raðast inn. Við urðum Íslandsmeistarar mörg ár í röð, Pollamótsmeistarar, Gróttumeistarar o.s.frv.  Liðsfélagarnir voru ekki af verri endanum, Siggi Grétars, Salih Heimir Porca, Bonni, Gassinn, Eiki Þorvarðar, Ingi Gúst, Stússi ofl. snillingar sem eru fyrir löngu orðnir legend hjá félaginu.  Addi Grétars náði einnig nokkrum leikjum þarna og kemur þá að stund sannleikans ...

image

Spáblikinn fór til Alabama í háskóla á fótboltaskólastyrk.

Rögnvaldur Rögnvaldsson a.k.a. Goggi, Dj Fox, Foxinn - Hvernig fer leikuinn?

Ég var bæði þakklátur og glaður þegar ég fékk beiðni um að spá fyrir um úrslit leiksins Breiðablik – Valur, enda alvöru stórleikur og mikið í húfi.

Ég spilaði auðvitað með Adda Grétars, þjálfara Vals, og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara, leikmanni og meðlimi Óskalaganna. Hann kemur „heim“ í Kópavoginn fullur sjálfstrausts og sigurreifur. En við höfum verið að koma sterkir til baka eftir brösótta byrjun og vorum t.d. frábærir á móti Val á Hlíðarenda. Valsmenn munu án efa koma grimmir til leiks og eru með sterkan og breiðan hóp. Þetta verður því hörkuleikur og vona ég að mínir menn eigi frábæran dag og þá óttast ég ekki úrslitin. Liðið hefur sýnt að á sínum besta degi þá eru ekki mörg lið sem geta unnið okkur. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá að við sýnum okkar besta leik og sigrum að lokum erfiðan leik við Valsmenn 2-1.

Ekkert hik – Breiðablik !

Þakkir og kveðjur
Goggi

image

Rögnvaldur Rögnvaldsson er SpáBliki leiksins gegn Val - leikur í 13. umferð

Dagskrá

Græna stofan opin, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Minnum líka á miðasölu árskorta: Árskort

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudag kl.19:15! 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Kópacabana menn munu keyra upp stemminguna í stúkunni.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Hápunktar úr leiknum gegn Val í Besta deild karla á Kópavogsvelli í fyrra:

Til baka