BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: FH - Breiðablik

25.06.2024 image

FH - Breiðablik

Komið er að síðari leik okkar manna gegn FH í Bestu 2024. Fyrri leiknum á Kópavogsvelli 8. apríl lauk með 2:0 sigri í miklum baráttuleik! Nánar.

Flautað til leiks á Kaplakrikavelli á föstudagskvöld kl.19:15!

MIðasala á Stubbur 

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Staða þriggja efstu liða í Bestu fyrir 12. umferð. Þrjú efstu liðin, Víkingur, Breiðablik og Valur, eiga útileik gegn liðunum 4.-6. sæti: Víkingur fer í Garðabæinn, Breiðablik fer í Hafnarfjörðinn og Valur fer upp á Skaga:

Sagan & Tölfræði

Heildarfjöldi innbyrðis mótsleikja FH og Breiðabliks í A & B deild, bikar, deildabikar og litla bikarnum, eru 126 leikir. Blikasigrar eru 46 gegn 56 - jafnteflin eru 24. Yfirlit.

Leikir í A (60) & B (20) deild eru 80. Í bikarkeppni KSÍ eru 4 leikir. Deildabikar KSÍ 12 leikir. Í Fótbolta.net mótinu 8 leikir og 19 leikir í Litlu bikarkeppninni (1971-1993).

Fyrsti innbyrðis mótsleikur liðanna var á Vallargerðisvelli 13. júní 1964

Fyrsti leikur Breiðabliks gegn FH var í A-riðli í 2. deildar laugardaginn 13. júní 1964. Leikurinn var jafnframt vígsluleikur Vallargerðisvallar og bæjarstjórinn Hjálmar Ólafsson tók upphafsspyrnu leiksins í tilefni dagsins. Dómari leiksins var Magnús Pétursson. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jón Ingi Ragnarsson skoraði mark Blika eftir flotta stoðsendingu Daða E. Jónssonar.

Jón Ingi var svo aftur á ferðinni í fyrsta sigri Breiðabliks á FH í síðari deildarleik liðanna sam ár sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli 23.7.1964. Guðmundfur Haraldsson dæmdi leikinn. Blikar vinna leikinn 2-3 með tveimur mörkum Jóns Inga Ragnarssonar og einu marki Grétars Kristjánssonar

 

 

Þessir leikmenn spiluðu deildarleikina tvo við FH árið 1964: Ármann J. Lárusson - Daði E. Jónsson - Grétar Kristjánsson - Guðmundur H. Jónsson - Helgi Magnússon - Jóhannes Haraldsson - Jón Ingi Ragnarsson - Júlíus Júlíusson - Njáll Sigurjónsson - Sigmundur Eiríksson - Sigvaldi Ragnarsson - Sverrir Guðmundsson - Vilhjálmur Ólafsson. 

 

 

 

 

 

 

Efsta deild

Leikir í A-deild eru 60. Blikar leiða sem nemur sigurleiknum á Kópavogsvelli í byrjun apríl. Blikar sem sagt með 24 sigra gegn 23 - jafnteflin eru 13. Yfirlit.

Í leikjunum 60 hafa liðin skorað 180 mörk - Blikar með 94 mörk gegn 86 mörkum FH-inga.

Kaplakrikavöllur

Leikir í A-deild á heimavelli FH í Kaplakrika, fyrst árið 1976, eru 29. Hnífjafnt er á öllum tölum. Bæði lið með 10 sigra - jafnteflin eru 9. Yfirlit. 

Síðustu fimm heimsóknir okkar manna í Kaplakrika: 

Leikmannahópurinn

Í leikmannahópi gestanna eru tveir leikmenn sem hafa spilað með Breiðabliki. Finnur Orri Margeirsson söðlaði um 2022 og gekk til liðs við Hafnarfjarðarliðið. Það gerði einnig Ólafur Guðmundsson í júlí glugganum 2021. 

Í okkar hópi er það Kristinn Steindórsson sem hefur leikið með FH-ingum.

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

image

Stuðningsmaðurinn

Blikamamman, Kristjana Una, er SpáBliki leiksins gegn FH. Hún hefur búið í Kópavogi frá því að hún var 18 ára. Fram að því bjó hún alla sína æsku á flötunum í Garðabæ. Þegar til stóð að flytja í Kópavoginn fylltist blikakonan kvíða því í okkar augum var það bær óttans. Heimabær pönkara og villinga. Hún ætlaði svo sannarlega að flytja eins fljótt og hún gæti aftur í Garðabæinn. En nú 40 árum seinna er hún hér enþá og er bara frekar ánægð með það. Þrjú börn hennar hafa öll alist upp sem Blikar. Finnur Orri sem spilar núna með FH, Viktor Örn með Blikum og Dagmar Diljá með Smára.

Kristjana Una Gunnardóttir - Hvernig fer leikurinn?

Þegar Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika er það keppni á milli bræðra. Finnur Orri mun að vísu ekki spila með FH vegna meiðsla og spái ég því að Viktor Örn og Blikar fari með sigur í þessum leik milli bræðra. 1-2 sigur Breiðabliks verða lokatölur.

Áfram Breiðablik - alltaf allstaðar!

Blikamamman, amman og SpáBliki leiksins, Kristjana Una Gunnarsdóttir, með framtíðar blika í fanginu.

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kaplakrikavelli kl.19:15 á föstudagskvöld.

MIðasala á Stubbur 

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Mætum í stúkuna í Krikanum og hvetjum okkar menn til sigurs. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Mörk og atvik frá 2:2 jafntefli liðanna á Kaplakrikavelli í fyrra: 

Til baka