BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: Valur – Breiðablik

13.08.2024 image

Blikar heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda á fimmtudaginn í sannkölluðum stórleik!

Flautað verður verður til leiks á N1 vellinum kl.19:15! 

Miðasala er á Subb

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Stigataflan fyrir leikinn á fimmtudaginn: Blikar í 2. sæti með 34 stig - Valur í 3. sæti með 31 stig. 

image

Sagan & Tölfræði

Keppnisleikir Breiðabliks og Vals í öllum mótum frá fyrsta leik eru 104. Valsmenn leiða í tölfræðinni með 44 sigrar gegn 39 - jafnteflin eru 21.

Efsta deild

Innbyrðis viðureignir liðanna í efstu deild eru 77 leikir. Valsmenn eru með 32 sigra gegn 29 - jafnteflin eru 16. Nánar

Innbyrðis leikir liðanna eru oftast miklir markaleikir. Samtals skora liðin 237 mörk í þessum 77 efstu deildar leikjum - Valsmenn með 122 mörk gegn 115 mörkum Blika.

Síðustu 5 viðureignir liðanna í efstu deild á Hlíðarenda:

Leikmannahópurinn

Okkar maður Anton Ari Einarsson á að baki 36 meistaraflokksleiki með Valsmönnum. Aron Bjarnason á 21 leiki með Val sem lansmaður frá Újpest.

Elfar Freyr Helgason söðlaði um haustið 2022 og á nú 43 leiki með Valsliðinu. Í október 2023 var Viktor Unnar Illugason, fyrrum leikmaður og síðar yngri flokka þjálfari hjá Blikum, ráðinn til starfa hjá Val.

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). Dagur Örn Fjeldsted (HK) 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn Valsmönnum er alinn upp í Vesturbæ Kópavogs og flutti yfir í Smárann þegar hann fór að byggjast upp. Blikinn æfði í yngri flokkum Breiðabliks og það kom fljótt í ljós að hann væri efni í góðan stuðningsmann. SpáBlikinn sinnti því hlutverki ágætlega og fór svo að taka að sér stöður í nefndum og ráðum þegar fram liðu stundir. Það var eiginlega hápunkturinn á ferlinum að fá að vera á markatöflunni á leikjum, það var áður en rafmagnið leisti okkur strákana af hólmi.

Halldór Arnarsson - Hvernig fer leikurinn?

Ég vona að við fáum skemmtilegan leik þar sem blússandi sóknarleikur verður í fyrirrúmi. Við verðum í strögli framan af leik og lendum undir en vinnum að lokum 3-4 sigur eftir æsispennandi lokamínútur, það eru rétt um 12 ár síðan við unnum frækinn sigur á þessum velli eftir að hafa lent undir og misst mann af velli og þetta verður endurtekning á því ævintýri, nema að við ætlum að halda okkur mönnum öllum inná.

Áfram Breiðablik!

SpáBlikinn Halldór Arnarsson ásamt dyggum stuðningsmönnum Breiðabliks á fyrsta Evrópuleik meistarflokks karla á Fir Park í Motherwell um miðjan júlí 2010.

Dagskrá

Flautað verður verður til leiks á N1 vellinum kl.19:15! 

Miðasala er á Subb

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Hápunktar úr heimsókn okkar manna á Hlíðarenda í apríl 2023:

Til baka