Besta deildin 2025: KR - Breiðablik
24.07.2025
Það er stutt á milli leikja á þessum árstíma hjá liðum sem eru á fullu í Evrópukeppnum. Blikar í brekku í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir erfitt tap gegn Lech Poznan út í Póllandi á þriðjudaginn var.
Breiðabliksliðið er hinsvegar á mjög góðum stað í Bestu deildinni - Blikar eitt þriggja liða með 30 stig á toppi stigatöflunnar.
Það eru þrjú stig í boði á nýjum KR velli í Frostaskjólinu á laugardainn (sjá dagskrá neðst). SpáBliki leiksins segir Blika sigra leikinn í 9 marka leik. Gengi okkar manna gegn KR á þeirra heimavelli síðustu 5 ár hefur fallið með okkur: 10 stig af 15 mögulegum - þar af 9 stig af 9 mögulegum í síðustu þremur heimsóknum.
Flautað verður til leiks á nýjum KR velli á laugardag kl.17:00!
Miðasala á leikinn er á: Stubb
Leikurinn verður sýndur á Sýn Sport Ísland fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Flautað verður til leiks á nýjum KR velli á laugardag kl.17:00!
Skrifari stuðningsmannasíðunnar náði tali af Halldóri Árnasyni þjálfara núna rétt fyrir kvöldmat og spurðist fyrir um stöðuna á leikmannahópnum og hvernig leikurinn á morgun leggst í hann:
"Staðan á hópnum er góð. Menn eru ferskir og mjög spenntir að takast á við KR á nýjum grevigrasvelli þeirra í Vesturbænum.
KR-ingar hafa beðið lengi eftir að geta spilað á sínum heimavelli og má búast við vel sóttum leik.
Það er ljóst að þetta verður opinn og fjörugur leikur, sem vill oftar en ekki verða þegar tvö lið sem hafa hugrekki til að spila boltanum á milli sín og pressa hátt upp á vellinum mætast.
Vil ég nota tækifærið og hvetja alla Blika til að fjölmenna í Vesturbæinn, styðja við bakið á okkur og hjálpa okkur að kljást við KR-ingana í stúkunni sem og ég vellinum."
Stigataflan í Bestu karla 2025 eftir 15 umferðir - þrjú efstu liðin öll með 30 stig:
Sagan & Tölfræði
Innbyrðis mótsleikir KR og Breiðabliks frá upphafi eru 105 leikir. KR leiðir með 50 sigra gegn 26 - jafnteflin eru 29. Fyrsti keppnisleikur liðanna var heimaleikur Blika í Bikarkeppni KSÍ 8.september 1964. Leikið var á Vallargerðisvellinum í vesturbæ Kópavogs.
Efsta deild
Í 80 leikjum liðanna í A-deild, fyrst árið 1971, hefur KR yfirhöndina með 36 sigra gegn 20 sigrum okkar manna - jafnteflin eru 24.
Frá 2006
Frá endurkomu Breiðabliks upp í efstu deild árið 2006 hefur Blikaliðið mætt í 20 skipti í vesturbæ Reykjavíkur og unnið 6 leiki gegn 6 sigrum KR-inga - jafnteflin eru 8!.
Innbyrðis viðureignir liðanna í Frostaskjólinu síðustu 5 ár í 22 leikja móti í efstu deild:
Leikmannahópurinn
Í hópi heimaliðsins er það þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sem ber fyrst að nefna. Óskar tekur við sem aðalþjálfari Breiðbliks fyrir keppnistímabilið 2020 og sinnir því starfi til loka Bestu deildarinnar árið 2023. Óskar skilar Breiðabliksliðinu í 4. sæti árið 2020 og er aðeins hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn árð 2021. Undir stjórn Óskars verður Breiðablik Íslandsmeistari með yfirburðum 2022, og árið 2023 nær Breiðabliksliðið þeim áfanga að verða fyrsta íslenska karlalið sem kemst í riðlakeppni á evrópumóti UEFA.
Alexander Helgi Sigurðarson leikur nú með KR. Samningur hans við Breiðablik rann út síðasta haust en tilkynnt var í júlíglugganum í fyrra að hann myndi skrifa undir samning við KR um haustið. Sjá frétt: Alexander Helgi skrifar undir hjá KR. Aðrir leikmenn KR sem hafa spilað í grænu treyjunni er Atli Sigurjónsson og Atli Hrafn Andrason . Og Aron Þórður Albertsson var hjá Breiðabliki í 3. og 4. flokki.
Hjá Blikum eru það leikmaðurinn Kristinn Jónsson og aðstoðarþjálfarinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hafa spilað með Vesturbæjarliðinu. Og þjálfarinn Halldór Árnason er með mikla tengingu við KR sem leikmaður og þjálfari.
Stuðningsmaðurinn
Spábliki leiksins gegn KR er innfæddur Bliki og Kópavogsbúi. Hann fór fyrst að fara á völlinn með foreldrum sínum nokkurra ára gamall. Þá var alltaf í uppáhaldi að sitja á teppi í brekkunni við hliðina á gömlu stúkunni. Þótt gengið hafi auðvitað verið upp og niður í gegnum árin þá var alltaf og er ennþá alltaf mjög gaman á vellinum enda reyna Blikar án undantekninga að spila fótbolta. Þótt stundum hafi fjölskyldan rætt það þarna í gamla daga að kannski þyrfti ekki alltaf að taka þrjátíu sendingar og labba með boltann alla leið í markið, það væri ekki gott fyrir blóðþrýstinginn, þá er engin vafi að skemmtanagildið er alltaf til staðar sama hvernig gengur. Mynd: Spáblikinn (uppi til vinstri) ásamt bróður sínum Arnoddi til hægri á myndinni.
Nýlega fann Úlfar reyndar heilan kassa hjá foreldum sínum, sem létust nýlega, af Breiðabliks prógrömmum frá leikjum frá árinum 1978 til 1985. Þar rak hann augun í grein frá 1978 þar sem hvatt var sterklega til þess að spila fótbolta en ekki þjösnast áfram. Svo prinsippið er ætíð það sama hjá Breiðablik. Spila góðan bolta. Þess vegna er það einstök tilfinning og mikil forréttindi að vera Bliki.
Bróðir Úlfars, Arnoddur Hrafn er einnig gallharður Bliki. Svo kom að því auðvitað að krakkarnir mínir fóru að koma með á leikina eins og ég fór með mínum foreldrum. Það hefur verið mjög gefandi fyrir fjölskylduna og við höfum reynt að mæta á sem flesta leiki hjá bæði hjá körlunum og konunum síðustu ár. Og við höfum auðvitað verið mjög heppin að þetta hefur verið algjör gullaldartími hjá báðum liðunum.
Yzabelle Kristín, 16 ára, æfði fótbolta og körfubolta með Breiðablik en endaði svo í handboltanum hjá Víking. Gabríel Elías Snæland, ellefu ára, hefur æft fótbolta með Breiðablik frá þriggja ára aldri og er nú í fimmta flokki. Það er gaman frá því að segja að Gabríel Elías tók sín fyrstu skref í Fífunni þegar hann var að horfa á æfingu hjá systur sinni. Hann er því Bliki frá því áður en hann lærði að ganga.
Í fyrra á því frábæra tímabili var Gabríel Elías svo mjög duglegur að labba inn með strákunum. Ég held hann hafi labbað inn með liðinu í öllum leikjum nema einum í deildinni á síðasta ári. Engin vafi að hann var gott lukkudýr fyrir þá í fyrra. Suzette, kona Úlfar er einnig gallharður Bliki og mætir á alla leiki ef mögulegt er. Breiðablik er því stór hluti af lífi fjölskyldunnar. Þetta er bara ómetanlegt að hafa Breiðablik í bænum. Það hefur verið okkar fjölskyldu mjög dýrmætt.
Úlfar Harri Elíasson - Hvernig fer leikurinn?
Það er allavega öruggt að þetta verður stórskemmtilegur leikur. Engin hætta á öðru. Ég spái því að hann fari 3-6 fyrir Breiðablik.
Áfram Breiðablik!
SpáBliki leiksins, Úlfar Harri Elíasson, sáttur með sigurverðlaun Breiðablikskvenna í Mjólkurbikranum árið 2021.
Dagskrá
Flautað verður til leiks á nýja KR vellinum í Frostaskjóli á laugardag kl.17:00!
Miðasala á leikinn gegn KR er á: Stubb
Leikurinn verður sýndur á Sýn Sport Ísland fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
Mörk og atvik úr heimsókn Blikaliðsins í Frostaskjólið í lok apríl 2024. Rosaleg dramatík í lokin en Blikar lönduðu sigri og tóku með sér 3 stig heim í Kópavog.