BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2022/2023: Istanbul Basaksehir - Breiðablik fimmtudag 11. ágúst - kl.17:45!

08.08.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Seinni leikur okkar mann við hið fyrnasterka lið Istanbul Basaksehir, í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023, verður á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl á fimmtudaginn kl.17:45!

image

Fatih Terim völlurinn í Istanbul.

Stöð 2 Sport 4 sýnir leikinn í beinni. Útsending hefst kl.17:40. 

Um andstæðinginn

"Hafa verður í huga að þetta tyrkneska lið er stórveldi. Það er í 65. sæti yfir sterkustu lið í Evrópu en til samanburðar er Breiðablik í 285. sæti.  Blikastrákarnir eiga hrós skilið fyrir þennan leik í gær. Leikmennirnir lögðu líf og sál í leikinn og hlupu gríðarlega allan leikinn. Boltinn flaut vel og áttum við í fullu tré við tyrknesku stórstjörnunar. En heppnin var ekki með okkur í gær en leikurinn fer samt í reynslubankann víðfræga. Mark Viktors Karls Einarssonar eftir frábæran undirbúning Kristins Steindórssonar mun til dæmis verða minnst í Blikaannálum um ókomna tíð. Einnig stórkostlegur sprettur Ísaks Snæs Þorvaldssonar í síðari hálfleik þrátt fyrir að hann hafi ekki gefið mark." Nánar hér í pistli um fyrri leik liðanna.

image

Frá æfingu Istanbul Basaksehir á Kópavogsvelli 3. ágúst. Á myndinni eru leikmenn og starfsmenn - alls 50 manna hópur.

Istanbul Basaksehir FK er tyrknenskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Basaksehir hverfinu í Istanbúl. Félagið er best þekkt sem Istanbul Basaksehir eða bara Basaksehir, en félagið var stofnað árið 1990 sem İstanbul Büyükşehir Belediyespor (Istanbul Metropolitan Municipality Sports Club). Liðið spilaði fyrst í efstu deild í Tyrklandi keppnistímabilið 2007-08.

Félagið er eitt af átta efstu deildar liðum með aðsetur í Istanbúl. Hin liðin eru: Besiktas, Fatih Karagumruk, Fenerbahce, Galatasaray, Istanbulspor, Kasımpasa og Umraniyespor. Basaksehir klúbburinn er tiltölulega nýr miðað við mörg önnur tyrknesk atvinnulið.

Basaksehir tóku fyrst þátt í Evrópukeppni 2016-17. 

Tímabilið 2017–18 komst liðið í umspil í undankeppni Meistaradeildar UEFA.

Í júlí 2020 var Basaksehir krýnt meistari í ‎tyrknesku Super Lig‎‎ í fyrsta skipti í sögu félagsins. ‎

Þekktasti núverandi leikmaður Basaksehir er án efa Mesut Özil en hann skrifaði undir 1 árs samning við Basaksehir um miðjan júní sl. Það er ólíklegt að hann komi við sögu í leiknum á á fimmtudaginn.

image

Blikaliðið á æfingu á Fatih Terim vellinum í Istanbul daginn fyrir leik gegn Basaksehir

Saga Blika í Evrópukeppnum

Leikurinn við Basaksehir verður 27. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. 

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:

Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica og U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).

Samtals 26 leikir í 9 löndum, 10 sigrar, 5 jafntefli og 11 töp. 

Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.

Leikir í Sambandsdeild UEFA 2022/2023:

21.07 19:15
2022
Breiðablik
Buducnost
2:0
24
Evrópukeppni | Sambandsdeild UEFA - Undankeppni önnur umferð
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (24)

Leikurinn í Istanbúl

Þrátt fyrir einn besta leik sem tíðindamaður blikar.is hefur séð til Breiðabliks á Kópvogsvelli eru okkar menn 1:3 undir í rimmunni við Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Frammistaða liðsins í leiknum var þannig að 1:3 tap gefur alls ekki rétta mynd. Það eru möguleikar á hagstæðum úrslitum á Fatih Terim vellinum í Istanbul. 

Þetta hafði  Óskar Hrafn Þorvaldsson að segja um væntingar í viðtali við Harald Örn Haraldsson hjá Fótbolta.net eftir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ: 

Mínar væntingar eru bar að við náum að fylgja eftir góðum leik á Kópavogsvelli á fimmtudaginn sem ég var mjög ánægður með og mér fannst við standa þeim vel jafnfætis og gott betur í þeim leik og áttum skilið að fá meira út úr honum. Við förum þangað til að ná eins hagstæðum úrslitum og kostur er, við ætlum að reyna vinna þá og sjáum hvað við komumst langt með það."

Sigurvegara rimmunar bíður umspil um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA og mætir sigurvegarinn þar annað hvort Lillestrøm frá Noregi eða Royal Antwerp frá Belgíu 18. og 25. ágúst.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Dómarar eru frá Ungverjalandi. Aðaldómarinn: Tamás Bognár. Aðstoðardómarar eru: Balázs Buzás og Péter Kóbor. Fjórði dómari er: Balázs Berke 

Textalýsing UEFA

Stuðningur alla leið

Svona var stuðningurinn úr stúkunni eftir fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli síðasta fimmtudag. 

Gefðu kost á þér í blikar.is liðið

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum blikar.is. 

Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is

Miðlarnir okkar eru:

www.blikar.is

Blikar.is á Facebook 

Blikar_is á Twitter

Blikar_is á Instagram

Blikahornið á Soundcloud

Nánar um Blikar.is

Til baka