BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitakeppni BD 2024: Breiðablik - Stjarnan

15.10.2024 image

Heimaleikir gegn: ÍA, Val og Stjörnunni - árangur m.v. síðustu 5 í efstu deild.

Úrslitakeppni BD 2024

Eftir hlé er loksins komið að fjórðu umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla 2024. Barátta okkar manna um titilinn heldur áfram á fullum krafti þegar sprækir Stjörnumenn mæta á Kópavosgvöll á laugardaginn í síðasta heimaleik tímabilsins. Garðabæjarliðið er í bullandi baráttu um Evrópusæti.

Enn stefnir í kláran úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn milli Víkinga og Breiðabliks í lokaleik mótsins í Víkinni 27. október.

Miðasala á Breiðablik - Stjarnan er á: Stubbur

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Staða Breiðabliksliðsins eftir þrjá umferðir af fimm í efri hluta úrslitakeppninnar - liðið er í 2. sæti með 56 stig og hefur ekki tapað leik 12 umferðir í röð:

image

Leikir gegn Stjörnunni 2024

Svekkjandi á Samsung! "Okkar strákar urðu að sætta sig við svekkjandi 2:2 jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Við vorum með leikinn í okkar höndum í síðari hálfleik en létum heimapilta jafna leikinn undir lok leiksins. Það jákvæða hins vegar viðleikinn voru tvo glæsileg mörk Viktors Karls og Ísaks Snæs en þau dugðu því miður ekki til að ná í stigin þrjú":

Seiglusigur á Stjörnunni! "Blikar unnu góðan 2:1 sigur á bláklæddum nágrönnum okkar úr Garðabænum í Bestu deild karla í gærkvöldi. Sigurinn var torsóttur en með seiglu og smá heppni náðum við að landa stigunum þremur sem í boði voru. Það voru þeir Patrik Johannessen og Jason Daði Svanþórsson sem settu mörkin dýrmætu á Kópavogsvelli í gær":

Sagan & Tölfræði

Mótsleikir

Innbyrðis mótsleikir Breiðabliks og Stjörnunnar eru 73. Blikar leiða með 33 sigra gegn 27 - jafntefli eru 13.

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild eru 41. Staðan er okkar mönnum í vil með 21 sigra gegn 11 - jafnteflin eru 9. 

Markaskorun í þessum 39 leikjum er: Breiðablik 79 mörk, Stjarnan 56 mörk.

Kópavogsvöllur

Leikir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli eru 22. Blikar leiða þar með 13 sigra gegn 5 - jaftefli eru 4.

Síðustu 5 viðureignir liðanna í efstu deild á Kópavogsvelli:

Leikmannahópurinn

Þjálfari Stjörnunnar - Jökull Ingason Elísarbetarson - hefur spilað með Breiðabliki. Hann lék 116 mótsleiki með Blikum á árunum 2010-2013 og  varð Íslandsmeistari með Blikaliðinu árið 2010. Uppalinn Bliki, Guðmundur Kristjánson, leikur nú með Stjörnunni. Guðmundur spilaði 136 mótsleiki og skoraði 36 mörk með Breiðabliki á árunum 2006-2012 og var sterkur póstur í Bikarmeistaraliði Breiðabliks 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010. Og Sindri Þór Ingimarsson er uppalinn hjá Breiðabliki. 

Í þjálfarateymi Breiðabliks eru tveir fyrrverandi leikmenn Stjörnunnar. Eyjólfur Héðinsson aðstoðarþjálfari með 126 leiki á árunum 2016-2021. Og Haraldur Björnsson markmannsþjálfari með 138 leiki á árunum 2017-2022. Okkar maður Kristófer Ingi Kristinsson er uppalinn hjá Stjörnunni en hélt mjög ungur út í atvinnumennsku og náði þ.a.l. aðeins einum mótsleik með Stjörnuliðinu.

image

Mynd: Leikmannahópur Breiðabliks 2024

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur HéðinssonEiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn Stjörnunni segir að sumarið 2015 hafi honum tekist að sannfæra Eystein Pétur þáverandi framkvæmdarstjóra og Daða Rafnsson þáverandi yfirþjálfara að ráða sig inn í sterkt þjálfarateymi félagsins. Þá í 5.flokk og 6.flokk. Spáblkanum leið strax vel og fann að hér vildi hann vera, þrátt fyrir ógurlega stærð félagsins er samheldnin og kraftur félagsins þannig að maður fyllist eldmóð þegar maður gengur inn í Smárann.

Að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa með Hákoni Sverrissyni er það sem hefur skólað mann mest og gefið manni algjörlega nýja sýn á þetta gefandi starf sem þjálfunin er. Einnig er maður þakklátur hve opnir þjálfarar félagsins eru og samstarfið virkilega gott, allt frá meistaraflokki í 8.flokk. Eftir eitt ár í frí eftir 14 ára þjalfaraferil er ég kominn aftur og einnig mættur í kvennaboltann sem er virkilega spennandi innan Breiðabliks.

2020 tekst spáblikanum að fá besta vin sinn í markið hjá Breiðabliks liðinu Anton Ara Einarsson. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgja honum og liðinu eftir undir stjórn Óskars Hrafns og svo Halldórs núna. Upp úr standa eftirminnilegar Evrópuferðir til Aberdeen í kórónuveirufaraldrinum og Írlands gegn Shamrock, stórkostleg frammistaða á Parken gegn FCK svo dæmi séu nefnd. Sem Skagfirðingur búsettur í Mosfellsbæ get ég sagt að tengingin við Breiðablik er og verður sterk.

Gunnar Birgisson - Hvernig fer leikurinn?

Leikir milli þessara liða eru yfirleitt stórkostleg skemmtun sama hversu mikið eða lítið er skorað. Þetta verður markaleikur þar sem Breiðablik skorar á fyrstu fimm mínútum leiksins þegar Ísak Snær þrumur einum í vinkilinn. Anton minn heldur hreinu og við bætum svo við tveimur, 3-0 þar sem áhorfendur fá mikið fyrir peninginn og úrslitaleikur í Víkinni um næstu helgi staðreynd.

SpáBlikinn Gunnar Birgisson á góðum degi í Fífunni

Dagskrá

Það verður nóg um að vera á legdegi í samstarfi við Nike á Íslandi. Gefnir verða áritaðir boltar. Heppinn miðaeigandi vinnur áritaða Nike treyju. Miðjuleikur, vinningar Dominos gjafabréf og árituð Nike treyja.

Svæðið opnar 15:30. Flautað verður til leiks kl.17:00 á laugardagonn. 

Miðasala á Breiðablik - Stjarnan er á: Stubbur

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs. Græna stofan opnar fyrir leik. Píluspjöld í boði. Börger á útigrilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Klippur úr leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar: 

Til baka