Besta deildin 2023: Breiðablik - KR
05.08.2023Breiðablik - KR
Næsti leikur í Bestu deildinni er heimaleikur við KR. Flautað verður til leiks á sunnudag kl.14:00!
Miðasala á leikinn er á Stubbur. Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staða Blika í Bestu deildinni fyrir leikinn gegn KR:
Sagan & Tölfræði
Innbyrðis leikir KR og Breiðabliks í efstu deild frá upphafi eru 74.
KR-ingar hafa vinninginn með 34 sigra gegn 18 - jafnteflin eru 22.
Síðustu 5 leikir gegn KR í deild á Kópavogsvelli:
Leikmannahópurinn
Óskar Hrafn Þorvaldsson aðalþjálfarari meistaraflokks karla og Halldór Árnason aðstoðarþjálfari eru með tengingu við KR. Báðir sem leikmenn og þjálfarar.
Nokkrir uppaldir Blikar spila með Vesturbæjarliðinu. Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR eftir keppnistímabilið 2017. Fyrrverandi leikmaður Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú aftur með KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017. Aðrir leikmenn hjá KR sem hafa spilað í grænu treyjunni eru þeir Benoný Breki Andrésson, Lúkas Magnason og Aron Þórður Albertsson er uppalinn Bliki.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 18. umferðar spilaði upp alla yngri flokka Breiðabliks og snemma með meistaraflokki en ferillinn varð heldur stuttur vegna meiðsla og ákvað spáblikinn að flytja erlendis og einbeita sér að menntaveginum. Eftir 6 góð ár í Álaborg þar sem blikinn landaði doktorsgráðu í heilbrigðisverkfræði er hún komin aftur í hvammana þar sem faðir SpáBlikans setti rauða línu á Hlíðarveginn og nú býr öll blika-fjölskyldan í dalnum. Spáblikinn hefur dregið einn utanfélagsmann frá Patreksfirði inn í hópinn og gert hann eiturgrænan og fylgja þau nú tveimur litlum ofurblikum í 7. og 8. flokki á æfingar, mót og leiki hjá Breiðablik og hjálpa til í meistaraflokksráði kvenna.
Íslandsmeistarar í 3. flokki árið 2004. Efri röð frá vinstri: Gummi þjálfari, Sandra Dís, Kristjana Arnars, Anna Birna, Elín Dröfn, María Erla, Magna, Íris Ben, Hrefna, Harpa Björt. Neðri röð frá vinstri: Ólöf Jara, Hlín, Jóna Kristín, Fanndís, Björk, Rósa, Laufey, Ásdís.
Rósa Hugosdóttir - Hvernig fer leikurinn?
Breiðablik – KR á heimavelli er alltaf stórleikur og strákarnir í toppmálum eftir glæsilegt gengi í Evrópu og koma virkilega spenntir aftur í Bestu Deildina. Eftir að hafa þurft að díla við virkilega sterkan andstæðing í Kaupmannahöfn verður þetta örlítið léttara í Kópavoginum. Blikar setja tóninn með marki frá Kidda Steindórs snemma leiks en Kiddi Jóns jafnar fljótlega fyrir KR og hleypir smá spennu í þetta. Í seinni hálfleik siglum við þessu örugglega 3-1 í hús með mörkum frá Klæmint og Gísla.
Áfram Breiðablik!
Rósa Hugosdóttir spábliki leiksins skellti sér til Kaupmannahafnar í vikunni að sjá Blikana spila á móti FCK með Hugo eldri og Hugo yngri afinn skráði piltinn í blikaklúbbinn eftir einungis 20 vikna meðgöngu (smá gúgú þar á ferð en grjóthart Blikadæmi).
Dagskrá
Völlurinn opnar kl.13:00, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á sunnudag kl.14:00!
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Svipmyndir frá heimsókn okkar manna í Frostaskjólið fyrr í sumar: