Tölfræði og yfirlit 2024 - samantekt
17.11.2024Íslandsmeistarahópur Breiðabliks 2024
Inngangur
Fjölmiðlar spáðu Breiðabliksliðinu 3. sæti í Bestu deildinni. Sama niðurstaða var í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla á kynningarfundunum fyrir mótið. Á Stöð 2 Sport settu allir fjórir sérfræðingar Stúkunnar Breiðabliksliðið í 3. sæti. Íþróttavakt 433.is spáði liðinu 2. sæti. Fótbolti.net spáði Blikum 4. sæti.
Stuðningsmenn spáðu rétt
Keppnistímabilið 2024 er fjórða tímabilið í röð þar sem stuðningsmenn Breiðabliks eru kynntir undir liðnum "SpáBlikar" í upphitunarpistlum fyrir leiki í Bestu deild karla. Alls tóku 27 SpáBlikar þátt í ár.
Breiðabliksliðið hóf undirbúning keppnistímabilsins 2024 með sigri í Bose-mótinu í lok árs 2023. Mótið var einnig liður í loka spretti Evrópuleikja hrinunni sem hófst á Kópavogsvelli 27. júní og lauk um miðjan desember 2023. Blikaliðið hafði þá spilað 16 Evrópuleiki á árinu í þremur Evrópukeppnum UEFA: Meistardeild, 6 leikir. Evrópudeild, 2 leikir. Sambandsdeild, 8 leikir. Alls spilaði liðið 68 æfinga-og keppnisleiki á 12 mánða tímabili frá desember 2022 til desember 2023.
Eftir kærkomið frí voru leikmenn Breiðabliks svo varla byrjaðir að æfa aftur þegar komið var að fyrsta mótsleiki ársins 2024 - leikur gegn FH í Lengjubikarnum. Blikaliðið spilaði 7 leiki í mótinu og varð Lengjubikarmeistari 2024 eftir öruggan 4:1 sigur á ÍA í lok mars. Sigur okkar stráka var í raun og veru aldrei í hættu. Mörkin voru hverju öðru glæsilegri og lofaði þessi leikur góðu fyrir Berstu deildina sem hófst í byrjun apríl.
Íslandsmótið 2024 hóst með öruggum heimasigrum á FH og Vestra. Næstu 10 leikir þar á eftir skiluðu 20 stigum af 30 mögulegum. Eftir súrt tap í Krikanum í lok júní og tæpt jafntefli gegn Vestra í byrjun júlí snéru strákarnir bökum saman og töpuðu ekki deildaleik 4 mánuði í röð og enduðu Íslandsmótið með taplausri hrinu 14 leiki í röð sem er nýtt innanfélagsmet hjá mfl karla.
Breiðabliksliðið mætti til leiks í Úrslitakeppnina með 49 stig - jafn mörg stig og Víkingur R. Sanngjarn sigur á ÍA í fyrsta leik, gríðarlega mikilvægur sigur á FH á erfiðum útivelli í Krikanum, öflugt jafntefli gegn Valsmönnum, sigur gegn Stjörnunni tryggðu að Blikaliðið átti möguleika á Íslandsmeistaratitlinum 2024 með sigri í lokaleiknum. Víkingum nægði jafntefli til að verja Íslandsmeistaratitilinn en Blikar þurftu sigur.
Úrslit urðu þau að Breiðablik vann mjög sannfærandi 3 núll sigur á Reykjavæikur Víkingum og er Íslandsmeistari 2024 með 62 stig - næst besti stigaárangur strákanna frá upphafi, en Íslandsmeistaraárið 2022 fékk Breiðabliksliðið 63 stig - fyrst liða á Íslandi að ná þeim stigafjölda.
Breiðablik mætti spræku liði Keflvíkinga í 32-liða úrslitum Blikarkeppni KSÍ í Keflafík í lok apríl. Skemmst frá því að segja að Blikar náðu aldrei flugi í leiknum sem tapaðist 2:1.
Fyrsti Evrópuleikur Blika af fjórum á árinu var 1.umf undankeppni Sambandsdeildar UEFA gegn GFK Tikvesh á þeirr heimavelli í N-Makedóníu fimmtudaginn 11.júlí. Leikurinn úti tapaðist 3:2. Síðari leikurinn við Tikvesh, á Kópavosgvelli 18.júlí, vannst 3:1 Blikaliðið þar með komið áfram í 2.umf undankeppninnar og mætti þar FC Drita frá Kósóvó. Fyrri leikuinn var á Kópavogsvelli 25.júlí og tapaðist 1:2 Seinni leikurinn var í Kósóvó 30.júlí og tapaðist 1:0.
Markaskorun
Blikaliðið skorði 63 mörk gegn 31 í Bestu deildinni 2024. Alls skoraði liðið 102 mörk í 42 mótsleikjum á árinu 2024. Dreifing: Besta deild, 63 mörk. Mjólkurbikarinn, 1 mark. Sambandsdeild UEFA, 6 mörk. Lengjubikarinn, 20 mörk. Æfingamót, 12 mörk. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði og framherjinn Ísak Snær Þorvaldsson skorðu 9 mörk hvor í Bestu deildinni. Höskuldur varð markahæstur í öllum mótsleikjum með 12 mörk, Jason Daði næstur með 11 mörk og Ísak Snær varð þriðji markahæsti með 10 mörk.
Kópacabana
Stuðningsmannasveitin okkar kom sá og sigraði. Kópacabana menn, sem fengu góðan skerf af þeim 250 miðum sem Blikum var úthlutað, mættu á heimavöll Hamingjunnar með grænar hendur og tóku gjörsamlega yfir stemninguna þar sunnudagskvöldið 27. október 2024. Fyrst á pöllunum frá fyrstu mínútu en svo í stúkunni eftir leik. Eins og Höskuldur sagði: „Þessir 250, það heyrðist í þeim eins og 150.000“
Sagði einhver myndir
Okkar maður Helgi Viðar Hilmarsson er duglegur að mæta með myndavélina á leiki Breiðabliks. Myndasafnið birtir Helgi Viðar á Facebook síðunni BlikarTV, en þar er myndamöppur með Breiðabliksefni 2015-2024. Og Jón Gautur Hannesson er duglegur að taka myndir á Breiðabliksviðburðum sem hann birtir á Facebook hér.
Áfangar og met ...
14 taplausir leikir á 4 mánuðum - Eftir súrt tap gegn FH í Krikanum í lok júní og í kjölfarið tæpt jafntefli á útivelli gegn Vestra snéru menn bökum saman og litu ekki til baka. Árangurinn lét ekki á sér standa. Liðið taplaust í 14 leiki í röð á 4 mánuðum.
Leikmaður Íslandsmótsins 2024 - Fyrirliðinn okkar Höskuldur Gunnlaugsson var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum Bestu deildar karla. Fékk hann til varðveislu hið fræga Flugleiðahornið sem fyrst var veitt fyrir 40 árum(1984). Flestir, ef ekki allir, fjölmiðlar völdu Höskuld bestan keppnistímabilið 2024. Höskuldur er aðeins annar leikmaður Breiðabliks sem er valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla. Alfreð Finnbogason fékk þá nafnbót þegar okkar menn unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið 2010.
Gullhanskinn - Anton Ari Einarsson hreppti gullhanskann í annað sinn frá því að viðurkenningin var fyrst veitt árið 2022. Gullhanskinn er afhentur þeim markverði sem heldur oftast hreinu á keppnistímabili Bestu deildarinnar. Anton Ari hélt markinu hreinu í 10 leikjum í deildinni í sumar.
Nýliðamet - Halldór Árnason sló nýliðamet á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari meistaraflokks karla, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns í fjögur árin á undan. Halldór sló nýliðamet Heimis Guðjónssonar (2008) í stigafjölda í hefbundinni tvöfaldri umferð í 12 liða deild með því að landa 49 stigum. Heimir tók við liði FH fyrir tímabilið 2008, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar í nokkur ár - á fyrsta ári Heimis fékk FH liðið 47 stig.
Í S L A N D S M E I S T A R A R 2024
Þjálfrateymið og liðsstjórn
Allt teymið á lokahófi meistaraflokks karla örfáum klukkutímum eftir sigurinn á Íslandsmótiu 2024.
Eftir síðasta leik Bestu deildar karla 2023 tók Halldór Árnason við sem aðalþjálfari Breiðabliks í meistarflokki karla til næstu þrigga ára eftir hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Óskars Harfns Þorvaldssonar frá 2019. "Ég er afar stoltur af traustinu sem Breiðablik sýnir mér til að stýra meistaraflokki karla og halda áfram að byggja upp það frábæra starf sem hér er í gangi. Ég tek við mjög góðu búi og frábæru liði af Óskari og hlakka til að takast á við þau spennandi og krefjandi verkefni sem okkar bíða" sagði Halldór Árnason eftir ráðninguna.
Fyrsta verkefni Halldórs Árnasonar sem aðalþjálfara var að stýra liðinu í 4 leikjum af 6 í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2023, sem lauk með leik gegn úkraníska liðinu Zorya Luhansk í Póllandi 14. desember 2023. Í kjölfarið fékk hópurinn loksins kærkomið frí, enda æfinga-og keppnistímabil meistaraflokks Breiðabliks orðið það lengsta í sögunni - frá 3.desember 2022 til 14.desember 2023.
Halldór komst vel að orði um lengd tímabilsins 2023 í viðtali á Fótbolta.net um þátttöku í tveimur Bose-mótum á sama tímabilinu. Fyrsti bikar Dóra í húsi þegar Breiðablik vann öruggan sigur í Bose-mótinu 2023.
Dóri bætti öðrum bikar í safnið í lok mars 2024 þegar Breiðablikslið vann öruggan sigur í Deildabikar KSÍ - Lengjubikarnum. Þar með tryggði liðið sér þennan titil í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan árið 2015.
Halldór landaði svo þeim þriðja og stærsta í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari með sannfærandi sigri í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við við Reykjavíikur Víkinga á þeirra heimavelli í Víkinni 27. október 2024. Frammistaða liðsins í úrslitaleiknum í Víkinni verður lengi í minnum höfð. Það er varla til betri leið til að sanna að Breiðablik sé besta lið landsins 2024 en að vinna ríkjandi meistara á þeirra eigin heimavelli.
Breyting varð á högum Eyjólfs Héðinssonar aðstoðarþjálfara eftir úrslitaleikinn. Hann er kominn í annað starf hjá Breiðabliki. Eyjó tók við starfi Deildarstjóra meistaraflokka Breiðabliks af Karli Daníel Magnússyni sem lét af störfum hjá félaginu.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson lagði skóna á hilluna frægu eftir tímabilið og tók við aðstoðarþjálfarastöðunni af Eyjólfi Héðinssyni. Knattspyrnuferill Arnórs hóst í bikarleik í Njarðvík í júní 2023 þá 17 ára gamall. Fjöldi mótsleikja hjá Nóra er yfir 500 leikir með Breiðbliki, KR og Hönefoss í Noregi. Nýi aðstoðarþjálfarinn hefur tvisvar hampað Íslandsbikarnum/skildinum í grænu treyjunni sem leikmaður og bikarmeistaratiti einu sinni.
Þá var einnig gengið frá áframhaldandi ráðningum á öðrum í þjálfarateyminu en Haraldur Björnsson, markmannsþjálfari og Eiður Ben Eiríksson hafa báðir framlengt sína samninga við Breiðablik. Helgi Jónas Guðfinnsson verður áfram styrktarþjálfari liðsins.
Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari liðsins og liðsstjórarnir Brynjar Dagur Sighvatsson og Marinó Önundarson.
Tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar
Í byrjun ágúst 2024 tilkynnti knattspyrnudeild Breiðabliks um ráðningu Alfreðs Finnbogasonar í starf tæknilegs ráðgjafa knattspyrnudeildar Breiðabliks. Sjá hér frétt um ráðningun og feril-skrá Alfreðs með Breiðabliki. Alfreð var mættur ásamt framkvæmdastjóra og formanni knattspyrnudeildar á tveggja daga vinnustofu “FIFA Club Management Workshop“ í höfuðstöðvum KSÍ. Aðaláherslur vinnustofunnar voru að styrkja íslenska knattspyrnu með faglegri rekstrarstjónun og var hún miðuð að félögum í efstu tveimur deildum karla og kvenna.
LEIKJAFJÖLDI - MÖRK - VIÐURKENNINGAR
Leikjafjöldi og markaskorun
Breiðabliksliðið spilaði 42 mótsleiki á keppnistímabilinu sem skiptast svona: Besta deild karla 27 leikir, Evrópukeppni 4 leikir, Bikarkeppni KSÍ 1 leikur, Lengjubikarinn 7 leikir, Bose-mótið 3 leikir. Samtals 42 mótsleikir. Til viðbótar spilaði liðið 2 æfingaleiki á árinu þ.m.t. við FC Köln í æfingaferð liðsins til Spánar í lok mars> Gott jafntefli gegn Köln
Tveir leikjahæstu leikmenn síðustu ára. þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Anton Ari Einarsson, spila allar mínútur í öllum 27 leikjum Bestu deildarinnar keppnistímabilið 2024. Fast á eftir koma leikmennirnir Aron Bjarnason, Viktor Örn Margeirsson, Viktor Karl Einarsson og Damir Mumionvic með spiltíma á bilinu 85% til 91%. Arnór Sveinn spilaði 28 mín, Tumi Fannar 24 mín og Eyþór Aron 10 mín. Varamarkvörðurinn okkar, snillingurinn Brynjar Atli Bragason, var tilbúinn á bekknum í öllum 27 leikjum tímaabilsins.
Markaskorun
Þriðja árið í röð skora Blikar yfir 100 mörk í öllum mótsleikjum ársins. Mörkin skiptast svona milli móta: Besta deildin 63 mörk, Mjólkurbikarinn 1 mark, Evrópukeppn 6 mörk, Lengjubikarinn 20 mörk, Æfingamót 12 mörk. Samtals 102 mörk. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson og framherjinn Ísak Snær Þorvaldsson skorðu 9 mörk hvor í Bestu deildinni. Höskuldur er markahæstur í öllum mótsleikjum með 12 mörk, Jason Daði kemur næstur með 11 mörk og Ísak Snær er þriðji markahæsti með 10 mörk.
Leikjáfangar & Viðurkenningar
Hjá Breiðabliki er hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir mótsleiki. Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er innlimaður í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í lok 2024 eru 88 leikmenn í 100 leikja klúbbnum. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki með Breiðabliki veitir deildin leikmanninum áritaðan platta og merkta treyju. Eftir 250 leiki er viðurkenningin merkt treyja og gjafabréf. Við 300 mótsleikja áfanga fær viðkomandi aftur áritaðan platta, merkta treyja og gjafabréf. Við áfanga umfram 300 leiki er að myndast hefð fyrir að gefa sér merkt armbandsúr.
Viðurkenningar fyrir leikjaáfanga á árinu 2024
Andri Rafn Yeoman 450 mótsleikir og Höskuldur Gunnlaugsson 300 mótsleikir
Viktor Örn Margeirsson 250 mótsleikir og Kristinn Jónsson 250 mótsleikir
Viktor Karl Einarsson 200 mósleikir og Aron Bjarnason 100 mótsleikir
Lokahóf
Á lokahófi meistaraflokks karla 2024 var Höskuldur Gunnlaugsson valinn besti leikmaðurinn. Arnór Gauti Jónsson var valinn efnilegastur. Og leikmenn meistaraflokks völdu Kristinn Jónsson leikmann leikmannanna. Kiddi var fjarri góðu gamni á lokahófinu í Smáranum - hann dvaldi á sjúkarhúsi um kvöldið og nóttina með kinnbeinsbrot og heilahristing eftir höfuðhögg sem hann fékk á 20. mínútu fyrri hálfleiks. En fékk svo að lokum medalíuna um hálsinn. Nánar um það hér: Kiddi Jóns framlengir
Leikmannaamningar & Félagaskipti
Leikmenn sem gengu til liðs við Breiðablik fyrir keppnistímabilið:
27.07.2024: Velkominn heim Davíð
05.04.2024: Ísak Snær aftur í Kópavoginn
06.03.2024: Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik
03.03.2024: Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks
13.01.2024: Arnór Gauti mættur í Kópavoginn
12.01.2024: Aron Bjarna mættur í grænt
10.12.2023: Kiddi Jóns kominn heim!
Leikmenn sem skrifuðu undir / endurnýjuðu samning á árinu:
12.11.2024: Íslandsmeistarinn Kristófer Ingi framlengir til 2026
01.11.2024: Kiddi Jóns framlengir
01.11.2024: Brynjar Atli framlengir við Breiðablik
15.08.2024: Damir framlengir
05.04.2024: Anton Ari áfram hjá Breiðabliki
21.05.2024: Kiddi Steindórs framlengir
17.05.2024: Þorkell Kári Jóhannsson skrifar undir
15.04.2024: Dagur Örn framlengir til 2026
05.04.2024: Höskuldur framlengir samningi um 4 ár
14.03.2024: Ásgeir Helgi framlengir til 2027
07.02.2024: Arnór Sveinn framlengir!
Samningsbundnir leikmenn á láni hjá öðrum liðum:
06.08.2024: Dagur Örn Fjeldsted á láni til HK
10.04.2024: Grótta fær Tómas Orra frá Breiðabliki
04.04.2024: Ásgeir Helgi lánaður í Keflavík
07.03.2024: Viktor Andri Pétursson - Augnablik
Leikmenn sem söðluðu um á árinu:
08.11.2024: Oliver Sigurjónsson yfirgefur Breiðablik
01.11.2024: Blika goðsögn kveðir boltann sem leikmaður
31.10.2024: Alexander Helgi skrifar undir hjá KR
14.04.2024: Eyþór Whöhler semur við KR
12.03.2024: Alex Freyr til Fram
12.03.2024: Pétur Theódór á krossgötum
04.01.2024: Oliver Stefáns til ÍA
01.03.2024: Arnar Númi í Árbæinn
Leikmenn sem fóru erlendis:
06.11.2024: Íslandsmeistarinn Patrik Johannesen til Færeyja
09.07.2024: Jason Daði til Englands
06.02.2024: Gísli til Halmstad
31.01.2024: Davíð til Kolding
25.01.2024: Ágúst Eðvald semur við danska félagið AB
04.01.2024: Anton Logi seldur til Noregs
10.11.2023: Leikslok Klæmint hjá Blikum
Samantektir fyrri ára
Tölfræði og yfirlit - samantekir: 2024 2023 2022 2021 2020 2019 2018 2017 2016 2015
Mörk/markasyrpur: 2024 2023 2022 2021 2020 2019 2018 2017
Sagan: 2022 2021 2018 1994 1993 1992 1991
SpáBlikar 2024
Keppnistímabilið 2024 er fjórða tímabilið í röð þar sem "SpáBlikinn" er fastur liður í upphitunarpistlum Blikar.is fyrir leiki í Bestu deild karla. Alls tóku 27 SpáBlikar þátt á þessu keppnistímabili. Yfirgnæfandi meirihluti spáði rétt enda Blikaliðið sigurvergari í Bestu deild karla keppnistímabilið 2024.
SpáBlikar frá upphafi eru nú liðlega 100 eða jafn margir og leikir liðsins í efstu deild 2021, 2022, 2023 og 2024. Ekki liggur fyrir nákvæm samantekt um spávisku stuðningsfólksins en nú vitum við aðeins meira um þessa frábæru stuðningsmenn - sem er jú aðal tilgangurinn!
Um stuðningsmannavefinn Blikar.is
Blikar.is er sjálfstætt starfandi stuðningsmannavefur meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu. Vefurinn heyrir ekki undir stjórn félagsins og skoðanir sem þar koma fram túlka eingöngu skoðanir stjórnenda vefjarins. Þannig túlka pistlar sem birtir eru sýn pistlahöfunda hverju sinni. Vefurinn opnaði 15. maí 2006. Nýtt útlit var sett á vefinn 20. mars 2007. Núverandi útlit frá í september 2012.
Efni: Fréttir, upphitunarpistlar, umfjallanir um leiki, tölfræði, sagan, dagblöð, myndir og myndbönd.
Pennar: Andrés Pétursson - Ólafur Björnsson - Hákon Gunnarsson - Pétur Már Ólafsson - Kristján Ingi Gunnarsson - Eiríkur Hjálmarsson - Pétur Ómar Ágústsson - Freyr Snorrason - Valgarður Guðjónsson.
Uppsetning efnis: Pétur Ómar Ágústsson - Pétur Andrésson.
Myndbönd: Besta Deildin & BlikarTV: Heiðar B. Heiðarsson - Helgi Viðar Hilmarsson.
Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson.
Tölfræði: Pétur Ómar Ágústsson.
Twitter - @blikar_is: Pétur Ómar Ágústsson.
Instagram - blikaris: Freyr Snorrason.
Admin og hönnun: Gylfi Steinn Gunnarsson.
Ábendingar sendist á blikar@blikar.is
/PÓÁ