BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

2021

Fremsta röð f.v.: Óskar Hrafn Þorvaldsson aðalþjálfari, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði, Brynjar Atli Bragason, Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson, Árni Vilhjálmsson, Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar. 

Miðröð f.v.: Bjarni Sigurður Bergsson formaður meistaraflokksráðs, Halldór Árnason aðstoðarþjálfari, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Númi Gíslason, Andri Rafn Yeoman, Torfi Geir Halldórsson, Tómas Bjarki Jónsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Jason Daði Svanþórsson, Ólafur Pétursson markmannsþjálfari, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjórn, Sigurður Hlíðar Rúnarsson deildarstjóri. 

Aftasta röð f.v.: ÁsdísGuðmundsdóttir sjúkarþjálfari, Marinó Önundarson liðsstjórn, Davíð Ingvarsson, Damir Muminovic, Sölvi Snær Guðbjargarson, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Örn Atlason, Elfar Freyr Helgason, Tómas Orri Róbertsson. Ásgeir Galdur Guðmundsson, Alex Tristan Gunnþórsson liðsstjórn, Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari. 

Á mynd vantar: Thomas Mikkelsen, Róbert Orra Þorkelsson, Benedikt Warén og Anton Loga Lúðvíksson. 

Myndataka & umsjón: Helgi Viðar Hilmarsson, Bjarni Sigurður Bergsson 


Keppnisárið 2021

Stuðningsmenn höfðu góða ástæðu til að fylgjast með sínum mönnum Stuðningsmennirnir okkar í Kópacabana stóðu sig frábærlega á pöllunum loksins þegar þeir mátta mæta til að styðja liðið sitt.

Kópavogsvöllur (mynd tekin fyrir HK leikinn 2021).

VÍGIÐ: = 11 sigrar í röð (9 sigrar í deild og 2 sigrar  í Evrópukeppni). Samtals 20 sigurleikir í röð á Kópavogsvelli af 21 mögulegum. Aðeins fyrsti leikurinn í mótinu (gegn KR) vannst ekki. Ekkert jafntefli í öllum mótsleikjum á heimavelli 2021. 

Áhorfendabann var á öllum leikjum í Fótbolta.net mótinu og fyrstu leikjum Lengjubikarsins. Áhorfendur á Kópavogsvelli (hámark 200) voru leyfðir fyrst 24. febrúar þegar við lekjum við ÍBV í Lengjubikarnum. Blikar léku sex leiki í Lengjubikarnum. Unnu þá alla og skoruðu 18 mörk gegn 3. Okkar menn sigruðu KA 2:1 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en mótinu var svo aflýst 24. mars vegna Covid-19. Miklar takmarkanir á áhorfendafjölda héldu áfram fram eftir sumri en í lok ágúst fór að rofa til með aðgengi áhorfenda á leiki.

En engar takmarkanir var að sjá á leik okkar manna sumarið 2021. Kópavogsvöllur, vígið okkar í Smáranum, stóð fyllilega fyrir sínu. Liðið vann 10 heimaleiki í röð í deildinni með markatöluna 32:1. Og ef við teljum Evrópuleiki með eru sigrarnir alls 12 í röð. Vígið okkar skilaði 19 sigrum af 20 mögulegum í öllum mótum ársins. Fimm leikjum lauk með 4:0 sigri, tveir fóru 3:0 og tveir 2:0. Aðeins Skagamönnum tókst að troða inn marki þegar við sigruðum þá 2:1.

Við höfum aldrei fengið jafn mörg stig í efstu deild - 47 urðu stigin þegar talið var upp úr pokanum fræga. 

Liðið skoraði 55 mörk í deildinni, sem er þriðja mesta markaskor í sögu 12 liða deildar (2008) og liðið skoraði alls 101 mark í 39 mótsleikjum á árinu. Fyrra metið var 92 mörk í 46 leikjum árið 2013. Svona skiptast mörkin milli móta: Fótbolta.net: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max: 55 mörk. Við getum því þrátt fyrir allt verið ánægð með okkar menn í sumar. Við sáum blússandi sóknarbolta, mikið af mörkum en vorum auðvitað grátlega nærri því að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið í lok september. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning. Ólafur Pétursson markmannsþjálfari hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Blikum frá árinu 2005. Á þessum 16 árum hefur Ólafur þjálfað markmenn yngri flokka félagsins ásamt því að vera markmannsþjálfari meistaraflokks karla frá árinu 2008 og meistaraflokks kvenna frá árinu 2012. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er styrktarþjálfari beggja meistaraflokka félagsins. Liðsstjórar hópsins eru Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson. Í sjúkarþjálfarateyminu voru Ásdís Guðmundsdóttir, Hildur Kristín Sveinsdóttir og Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu.

Frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu var stórkostleg. Liðin sem við lékum við eru frá Luxembourg, Austurríki og Skotland. Þetta eru allt lönd sem eru talsvert mikið hærra skrifuð og með betri árangur en Ísland. Uppskera sumarsins er þrír sigrar, eitt jafntefli og tvö töp í þremur umferðuim gegn Racing FC Union frá Luxemborg, FK Austria Wien og Aberdeen FC frá Skotlandi. 

Hér neðar er ítarumfjöllun um alla leiki Breiðabliksliðsins 2021. Mótum raðað í tímaröð og tölfræðisamantekt í lokin.


Keppnisárið 2021 hófst 16. janúar á Kópavogsvelli með leik gegn Grindvíkingum í Fótbolta.net mótinu. 


Fótbolta.net mót 2021

Fótbolta,net Riðill - A-deild R2

Þolinmæðissigur á Grindvíkingum>

Keppnistímabilið 2021 hófst með ágætum 3:0 sigri strákanna okkar á baráttuglöðum Grindvíkingum á Kópavogsvelli í Fótbolta.net mótinu. Sigurinn var samt torsóttur því Suðurnesjapiltarnir vörðust vel og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. En sigur okkar pilta var sanngjarn þrátt fyrir að mörkin þrjú kæmu ekki fyrr en á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Það voru þeir Damir Muninovic, Brynjólfur Willumsson og Jason Daði Svanþórsson sem gerðu mörkin.


Fótbolta.net Riðill - A-deild R2

Stórsigur á Keflavík>

Blikahraðlestin hrökk heldur betur í gang í öðrum leik Fótbolta.net mótsins 2021. Fórnarlambið voru nýliðar Keflavíkur og voru lokatölur 1:6 okkar drengjum í vil. Heimapiltar komust reyndar yfir í leiknum en yfirburðir Blika voru það miklir að það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Danska dýnamítið Thomas Mikkelsen er mættur til baka og setti þrennu í leiknum þrátt fyrir að hafa einungis spilað fyrri hálfleikinn. Gísli  Eyjólfsson kom eins og þanin fjöður í seinni hálfleikinn og setti tvö kvikindi. Einnig skoraði Höskuldur gullfallegt mark í seinni hálfleiknum.


Fótbolta.net Riðill - A-deild R2

Öruggur sigur á FH>

Breiðablik tók á móti FH á Kópavogsvelli á Fótbolta net mótinu laugardaginn 30.janúar, þetta er eitt af þessum skemmtilegum mótum sem gefur liðunum tækifæri á að pússa sig saman á undirbúningstímabilinu fyrir Pepsi Max deildina. Þessi lið mættust í sama móti á svipuðum tíma fyrir um ári síðan í Skessunni hjá FH-ingum og þá höfðu Blikar betur 1-4 í líflegum leik


Fótbolta.net ÚRSLIT

Blikar sigurvegarar!>

Blikarnir unnu öruggan 5:1 sigur á Skagamönnum í úrslitum Fótbolta.net mótsins í knattspyrnu árið 2021. Þar með hefndu okkar strákar grimmilega fyrir 5:2 tapið í úrslitunum gegn þeim gulklæddu á mótinu í fyrra. Þeir grænklæddu komu mjög ákveðnir til leiks á Kópavogsvelli í gær og kláruðu í raun leikinn á fyrsta korteri leiksins. Snilldartaktar sáust hjá Blikaliðinu og voru mörkin hvert öðru glæsilegra. Þessi byrjun Blikaliðsins lofar góðu fyrir framhaldið enda munu fá lið standa okkur snúning ef við spilum eins og við gerðum í gær.


Blikar léku sex leiki í Lengjubikarnum. Unnu þá alla og skoruðu 18 mörk gegn 3. Okkar menn sigruðu KA 2:1 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en mótinu var svo aflýst 24. mars vegna Covid-19.


Lengjubikarinn 2021

LB A deild R4 - 1. umf

Öruggt gegn Leikni!>

Blikar lögðu Leikni örugglega 4:0 í fyrsta leik Lengjubikarsins árið 2021. Mörkin urðu tvö í hvorum hálfleik og hefðu hæglega geta orðið fleiri því við áttum tvær spyrnur í þverslá auk nokkurra nokkuð góðra færa sem við ekki nýttum.  Þrátt fyrir hávaðarok reyndu bæði lið að spila knettinum og úr varð hinn ágætasti knattspyrnuleikur. Mörk Blika settu Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen í fyrri hálfleik og Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Ingvarsson í þeim síðari.


LB A deild R4 - 2. umf

Létt í Laugardalnum>

Blikar unnu öruggan 0:5 sigur á Þrótti í Lengjubikarnum á Eimskipsvellinum. Blikar settu í fluggírinn í bæði fyrri og seinni hálfleikinn og kláruðu leikinn með stuttu millibili í hvorum hálfleik fyrir sig. Heimadrengirnir börðust vel en gæðin voru bara svo miklu meiri hjá Blikaliðinu. Það voru þeir Thomas Mikkelsen og Gísli Eyjólfsson sem settu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik kláruðu Brynjólfur Willumsson, Róbert Orri Þorkelsson og Damir Muminovic síðan leikinn með fínum mörkum.


LB A deild R4 - 3. umf

Þolinmæðin þrautir vinnur allar!Z

Blikar unnu þolinmæðissigur á baráttuglöðum Eyjamönnum 2:0 í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Bæði mörkin komu undir lok leiksins þegar stanslaus sókn Blika skilaði loks árangri.  Fyrst skoraði Gísli á tíu mínútum fyrir leikslok eftir langa og harða sókn Blika.


LB A deild R4 - 4. umf

Sigur í fjölnota menningarhúsi Grafarvogs!>

Gott gengi okkar manna hélt áfram eftir 3-1 sigur Blika gegn Fjölnismönnum í kvöld. Leikið var í hinu skemmtilega menningarsetri Grafarvogsbúa sem fékk heitið Egilshöll. Þar er hægt að fara í keilu, bíó, út að borða, ljósabekkjartíma, skauta, ræktina, spila fótbolta, fara í fimleika og svo mikið meira. Breiðabliksliðið mætti þó til þess að spila fótbolta og gerðu það prýðilega.


LB A deild R4 - 5. umf

Seiglusigur á Fylki>

Yfirburðir okkar drengja voru miklir í fyrri hálfleik og setti Thomas fyrsta mark Blika strax á tólftu mínútu.  Snilldarlega var að markinu staðið, fastar sendingar splundruðu varnarmiðju gestanna og Alexander Helgi sendi svo hárnákvæman bolta á Danann sem gat ekki annað en skorað. En þrátt fyrir töluverða yfirburði í hálfleiknum þá létu fleiri mörk á sér standa. Það kom í bakið á okkur undir lok hálfleiksins þegar Damir varð fyrir því óláni að senda tuðruna í eigið net eftir fasta fyrirgjöf Fylkismanna.


LB A deild - R4 8-liða úrslit

Blikar komnir í undanúrslit>

Blikaliðið er komið í undanúrslit Lengjubikarsins með 2:1 sigri á gulklæddum KA-mönnum. Það voru stórglæsileg mörk frá þeim Jasoni Daða Svanþórssyni og Viktori Karli Einarssyni undir lok fyrri háfleiks sem tryggðu okkur þetta sæti. Við hleyptum gestunum inn í leikinn með klaufalegu marki fljótlega í seinni hálfleik en náðum sem betur að halda markinu hreinu það sem eftir lifði leiks.

Blikar léku sex leiki í Lengjubikarnum 2021 og unnu þá alla. Skoruðu 18 mörk gegn 3. Keppni Lengjubikarsins var svo aflýst 24. mars vegna Covid-19.


Liðið skoraði 55 mörk Í Pepsi MAX deildinni, sem er þriðja mesta markaskor í sögu 12 liða deildar (2008). Við höfum aldrei fengið jafn mörg stig í efstu deild - 47 urðu stigin þegar talið var upp úr pokanum fræga. 


Pepsi Max 2021

1. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Niður á jörðina – og svo upp aftur>

Það er ekki á hverju ári að dómbært fólk spáir Breiðabliki Íslandsmeistaratitli karla. Sú er raunin árið 2021 og hafi það híft einhverja stuðningsmenn upp til skýjanna tók það um það bil 15 mínútur að fá fast land undir fætur. Þá var KR komið 0-2 yfir á Kópavogsvelli í fyrsta leik þessara liða í Pepsi Max-deildinni 2021. Kannski tók það bara fimm mínútur því KR-ingar fengu horn eða ógnvænlega aukaspyrnu á einnar mínútu fresti frá því flautað var til leiks. Leikurinn varð síðan nánast endurtekning á leik sömu liða í september í fyrra.


2. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Jason Daði jafnaði á ögurstundu!>

Blikar sýndu mikinn karakter þegar þeir skoruðu tvo mörk á lokamínútum leiksins gegn Leiknismönnum og tryggðu sér þannig eitt stig í Breiðholtinu. Því er hins vegar er ekki hægt að leyna að mörkin þrjú sem við fengum á okkur voru af ódýrari gerðinni. Við erum að gera klaufaleg mistök í bæði vörninni og á miðjunni sem færa Leiknisdrengjunum yfirhöndina í leiknum.


3. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Veisla á Kópavogsvelli>

Það var heldur kuldalegt um að litast í Smáranum þegar lið Breiðabliks og Keflavíkur gengu inn á völlinn sunnudagskvöldið 13. maí. Þó ekki „rigning og myrkur og meinlegir skuggar,“ eins og Keflvíkingurinn mikli Rúnar Júlíusson söng forðum. Maðurinn sem gat ekki mætt í landsleik á móti Wales haustið 1964 af því að hann var upptekinn við að spila með Hljómum. Sá sem hér heldur á penna var fenginn til að spá fyrir um úrslit leiksins fyrir Blikar.is og taldi líklegt að nú myndu Blikar gyrða sig í brók og vinna 2-0.


4. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Kalt er það Kwame>

Fossvogurinn ilmaði af nýútsprungnum greinum og grilllykt þegar ég, Freyr Snorrason, í föruneyti með stemningsmanninum mikla Breka Barkarsyni leikmanni Augnabliks tylltum okkur í hólf B, röð I, sæti 63 og 65 í Víkinni í kvöld. Fossvogsslagirnir hafa verið hörkugóð skemmtun seinustu árin þó svo að úrslitin hafi einum of oft endað illa, líkt og í kvöld.


5. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

 Auðvelt og sætt>

Eftir þrjá þunga leiki af fjórum í upphafi tímabils var kærkomið að fá nágrannaslag til að æsa upp í okkur sem höfum Breiðablik fyrir trúabrögð. Fréttaritari, sem er samviskusamlega skírður af klerkum þjóðkirkjunnar Freyr Snorrason, hafði þó upplifað ofsakvíðaköst nánast öll önnur kvöld vikunnar vegna þeirra erlendra fótboltaliða sem hann heldur upp á. Forza Bröndby og Chelsea! Ég var því tilbúinn með Valíum via Telegram ef leikurinn myndi snúast upp í ofsaspennu. Sem hann var svo sannarlega ekki.


6. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Sterkur Blikasigur á Skagamönnum>

Blikaliðið hélt undir Rúbikon (Hvalfjörðinn) í gær og kom sigrihrósandi til baka með þrjú stig í farteskinu eftir 2:3 sigur á heimapiltum á Skipaskaga. Sigurinn var kærkominn og sanngjarn en óþarflega tæpur. Okkar drengir voru mun sterkari í leiknum og áttu í raun að vera búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. En við hleyptum heimapiltum inn í leikinn með kæruleysislegum varnarleik í síðari hálfleik. En það slapp fyrir horn og við skríðum hægt og bítandi upp töfluna.


8. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

 Veit á gott>

Við sessunautur minn gripum um úlnlið hvors annars þegar flautað var til hálfleiks bara til að tékka á hvort við værum með púls eða hefðum ef til vill drepist úr leiðindum án þess að taka eftir því. Markalausa staðan í hálfleik var óvænt því Breiðablik og Fylkir eru þau lið sem hafa boðið áhorfendum upp á flest mörk í sínum leikjum það sem af er tímabili. Fjögur mörk að meðaltali í leik hjá okkur grænum sem er tvöfalt meira en hjá Stjörnunni en í Garðabænum er víst meira áríðandi að bólusetja fyrir fótboltaleiðindum en kórónuveirunni.


12. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Gallsúrt gegn Val>

Nú rekur hverja stórskemmtunina af annarri á fjörur boltaþyrstra og það er rétt svo að menn nái að dreypa á kaffibolla og sinna vinnunni á milli stórleikja. EM á fullri fart í sjónvarpinu og PepsiMax deildin runnin af stað á ný. Þá er gaman. Blikar léku í kvöld sinn áttunda leik í mótinu, en vegna færslu leikja og frestana taldist þetta leikur í 12. umferð. Veðrið var svona þokkalegt, stinningskaldi af norðri, skýjað en þokkalega bjart, hiti 7°C. Aðstæður að öðru leyti góðar.


9. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Örlygsstaðastrategía og tölfræði>

Kópavogsdalur skartaði sínu fegursta sunnudagskvöldið 20. júní. Sól skein í heiði, það var vestan gola, völlurinn fagurgrænn að venju og vel vökvaður. FH-ingar voru mættir eftir dapurt gengi að undanförnu – Blikar særðir eftir að hafa tapað fyrir Val. Við feðgar komumst ekki á leikinn á Hlíðarenda en samkvæmt tölfræði okkar fremstu sparkspekinga og greiningardeildum þeirra áttu Blikar að bursta þann leik. Það var talað um X-G og fleira gott – en tölfræði vinnur enga leiki. Meira um þau vísindi síðar.


10. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Umhverfisverkfræðingurinn hetja Blika>

HK og Breiðablik hafa ekki háð marga hildi á knattspyrnuvellinum í efstu deild í knattspyrnu.  Saga HK þar er ekki löng.  Fyrir leikinn á sunnudagskvöldið höfðu liðin einungis leikið 7 sinnum í efstu deild.  Þrátt fyrir að Breiðablik sé fjölmennara félag og með lengri sögu hafði HK vinninginn í viðureignum félaganna – hafði sigrað þrjú skipti á móti tveimur hjá okkar mönnum.  Nokkuð sem sem margir Blikar gera sér ekki grein fyrir.  Skýringin kann að vera sú að HK tekst einhverra hluta vegna að ná góðum leik gegn Blikum – og rimmurnar hafa oft einkennst af mikilli baráttu nágrannanna í bænum.  Sú var einnig raunin á sunnudaginn.


11. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Blikavélin mallar áfram>

Blikar unnu góðan sigur á Leiknispiltum úr Breiðholtinu 4:0 á Kópavogsvellinum á laugardag. Stolt Breiðholtsins veitti reyndar góða mótspyrnu í fyrri hálfleik en eftir annað markið þá var sigurinn vís. Það voru þeir Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson með tvö mörk sem söktu Leiknispiltunum.  Þetta var þriðji sigurleikur Blika í röð og við farnir að narta duglega í hælana á Valsmönnum á toppnum.


14. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Sumargjöf suður með sjó!>

Blikar urðu að sætta sig við 2:0 tap gegn baráttuglöðum Keflvíkingum suður með sjó í sérkennilegum leik. Okkar piltar áttu ógrynni tækifæra en hrikalega ódýr mörk og engin færanýting urðu þess valdandi að stigin þrjú urðu eftir suður með sjó. Þetta var því sannkölluð sumargjöf sem við færðum heimapiltum að þessu sinni.  En það þýðir ekkert að væla yfir þessum úrslitum. Aðalatriðið er að snúa bökum saman, nýta gremjuna og koma tvíefldir til leiks í Evrópuleikinn á fimmtudaginn.


15. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Það er gaman að vera Bliki>

Meðan ég var ungur, á árunum fyrir kristnitöku á Íslandi, háðu hinir fornu víkinga margar orrustur á eynni grænu, Írlandi, meðal annars á bökkum Liffey við Dublin. Þær fóru alla vega og leikir Breiðabliks og Víkinga í efstu deild hafa sömuleiðis farið alla vega og í raun algert jafnræði þar með liðunum; hvort lið með 32 sigra og jafnteflin voru orðin 21 fyrir leikinn í kvöld. Í orrustu kvöldsins var ekki bara montréttur Fossvoxdalsins undir. Eftir snautlegt tap fyrir Keflavík var þess beðið í eftirvæntingu hvort Breiðablik ætlaði að taka þátt í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2021 eða bara verða Evrópumeistarar.


16. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Mikkelsen kvaddi með sigri>

Eitt af algengari nöfnum fótboltaliða hér í heimi er Stjarnan, gjarna Rauða stjarnan. Slíkan roða má sjá í Belgrað, Brno, París og Zürich og eru líka til í Venesúela, Angóla, Mósambík og Bandaríkjunum. Hið merka lið CSKA í Soffíu frænku, höfuðstað Búlgaríu, hét Rauða stjarnan meðan kommúnistar fóru þar með völd og úti um allar trissur í Austur-Evrópu eru fyrrverandi Rauðar stjörnur sem heita nú borgaralegri nöfnum. Sum þessara liða hafa látið duga að sleppa rauða litnum og heita nú bara Stjarnan. Þannig er það til dæmis með fótboltaliðið í Cheb í Tékklandi sem keppir nú í bláu, alveg eins og Stjarnan í Garðabæ.


17. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Karaktersigur í lokin>

Þrátt fyrir óteljandi færi tókst okkar drengjum einungis að skora tvisvar sinnum gegn botnliði Skagamanna. Það dugði hins vegar til að innbyrða þrjú stig þrátt fyrir að sigurmarkið hefði komið full seint að mati flestra áhorfenda. Þessi 2:1 sigur sýnir aftur á móti gríðarlega mikinn karakter í Blikaliðinu enda ekki sjálfgefið að skora mikið gegn 11 manna handboltavörn sem þeir gulklæddu beittu gegn okkur. Þessi mótstaða er líka gott vegarnesti fyrir hinn mikilvæga leik gegn KA á laugardaginn og vonandi flykkjast áhorfendur á þann leik til að styðja strákana okkar í toppbaráttunni.


18. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Fyrsta flokks fótbolti>

anngjarn sigur og hefði auðveldlega getað verið miklu stærri. KA menn áttu vissulega sín færi og svona leikir hafa alveg „dottið illa“ - jöfnunarmark 1-1 hefði auðveldlega getað gjörbreytt leiknum, en ég er nokkuð viss um að Blikar hefðu klárað leikinn samt, einfaldlega of mikill munur á liðunum. Aftur verð ég að hrósa liðinu fyrir frábæran fótbolta, alltaf á tánum að vinna boltann, stöðug pressa á andstæðingana þar sem leikmenn hjálpast að við að loka, boltanum spilað hratt á milli manna, hlaupið í eyður og fínar hreyfingar á mönnum án bolta, leikmenn fljótir að koma boltanum á samherja, hárnákvæmar sendingar þegar við á og svo sprengikrafturinn hjá einstaka leikmönnum.


7. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Annar bjartari og fullkomnari heimur>

Það var eins og að koma í annað land að lenda síðdegis miðvikudaginn 25. ágúst á Akureyri „sem er öðrum meiri, með útgerð, dráttarbraut og Sjallans paradís,“ eins og Kristján frá Djúpalæk kvað forðum og hljómsveit Ingimars Eydal flutti svo eftirminnilega. Í flugstöðinni mætti kappklæddum ferðalöngum að sunnan fólk „í sandölum og ermalausum bol“. Það var greinilega engu logið um veðurfarið. Vítt og breitt um bæinn mátti sjá unga sem aldna í grænum treyjum – og líka gulklædda – gera vel við sig á útiveitingastöðum og spóka sig í göngugötunni. Röðin í Ísbúðinni Akureyri var löng – en hverrar mínútu virði. Þetta var eins og í útlöndum. Eiginlega eins og í hitanum á EM í Frakklandi.


19. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Lygilega létt Lautarferð>

Sunnudagskvöldið 29. ágúst. Arnar „Young Naza“ Ingi pikkar mig upp á Volvo station 1992 árgerð. Förinni var heitið á Fönix á Höfða. Kungpao, dumplings og Coke Zero. Takk fyrir mig. Næst á dagskrá. Lautin, Würth-völlurinn Árbæ. Haust. Away days í hinni mögnuðu Pepsi Max deild. Þetta sunnudagskvöld var heldur napurt til þess að skella sér í Lautarferð undir berum himni svo ég þakka Guði, Reykjavíkurborg og Fylki fyrir að hafa komið upp þaki á stúkuna upp í Árbæ. Gamla aðstaðan hefði boðið upp á allskyns haustveikindi. Velgengni liðsins núna í sumar skilar sér í því sem við Blikar þekkjum ekki best allra liða en höfum þó fengið smjörþefinn, haustkvíðinn. Almáttugur jú, gamla slektið má tala um það sem er grænt og fellur á haustin og að það muni vel eftir þeim haustkvíða á hinum enda töflunnar en 90‘s krakkarnir sem ólust réttu megin upp í Kópavogi þekkja þá tilfinningu ekki.


20. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Partý í stúkunni>

Þegar Breiðablik trónir á toppnum í deildinni með þrjá leiki eftir og spilað er á móti ríkjandi Íslandsmeisturum í toppbaráttunni á laugardagskvöldi klukkan tuttugu þá eru fyrirpartý um allan bæ. Og fólk mætti vel stemmt til leiks. Kópacabana, sem hefur mátt glíma við kóvidhindranir misserum saman, mættu með fleiri á skýrslu en stelpurnar sem negldu sig inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni og sungu og trölluðu frá því löngu fyrir leik. Upphitun Stöðvar2 Sport hófst 40 mínútum fyrir leik sem sýndi vel hversu mikið var undir.
 


21. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Súr sunnudagur>

Það voru þung spor fyrir leikmenn og stuðningsmenn Blika út af Kaplakrika eftir 1:0 tap gegn heimamönnum. Úrslitin þýða að við eigum litla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Við náðum okkur engan vegin á strik í fyrri hálfleik og var engu líkara en ákveðið stress væri í gangi hjá mörgum leikmönnum liðsins. Það glitti hins vegar í gamla, góða Blikaspilið í síðari hálfleik og ef lukkudísirnar hefðu verið með okkur í liði hefðum við að minnsta kosti náð í eitt stig úr leiknum. En glatað víti og fleiri færi fóru forgörðum og því erum við ekki lengur í bílstjórasætinu fyrir Kópavogsslaginn mikla næsta laugardag.


22. umferð - Pepsi MAX

>Upphitun & SpáBlikinn

Vígið okkar í Smáranum

Silfur sigur í lokaleik!>

Það var mikið undir þegar erkifjendurnir úr Kópavogi mættu á Kópavogsvöll, staðan þannig að eftir 90 mínútur þá gátu Blikar orðið Íslandsmeistarar og HK fallið í 1. deild. Breiðblik gerði eina breytingu á liðinu en Gísli Eyjólfsson var í banni eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið á móti FH í síðasta leik. Andri Rafn Yeoman kom inn í hans stað.


Evrópuleikir

Frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu var stórkostleg. Liðin sem við lékum við eru frá Luxembourg, Austurríki og Skotland. Þetta eru allt lönd sem eru talsvert mikið hærra skrifuð og með betri árangur en Ísland. 


Upphitun>

Frábær endurkomusigur í Lúxemborg!>

Blikar unnu frábæran 2:3 karaktersigur á Racing Union frá Lúxemborg á útivelli í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í dag. Þrátt fyrir að lenda 2:0 undir í fyrri hálfleik gáfust okkar piltar ekki upp og lönduðu að lokum dýrmætum útivallarsigri. Það voru þeir Gísli Eyjólfsson, Thomas Mikkelsen og Damir Muminovic sem skoruðu þessi dýrmætu mörk í Lúxemborg. Blikaliðið stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn sem fram fer á Kópavogsvelli fimmtudaginn 15. júlí n.k. kl.19.00.


Upphitun>

Evrópukvöld á Kópavogsvelli>

Evrópuleikur á Kópavogsvelli, Breiðablik v Racing FC. Það er önnur stemmning þegar starfsfólk UEFA mætir á svæðið, sumir gætu kallað það leikrit en formlegheitin kalla fram öðruvísi andrúmsloft, grímur á mannskapnum en enginn leikaraskapur eða grímur á vellinum. Það myndast líka alltaf erftirvænting eftir evrópubúningum og hann var óvenju stílhreinn í ár. Blikar elska líka að fara til Austurríkis að leika evrópuleiki þannig að það var von um að eiga ferð inni í næstu viku.


Upphitun>

Blikar TV upphitun>

Dauðafæri eftir frábært jafntefli í Vín!>

Breiðablik gerði frábært 1:1 jafntefli gegn austurríska stórliðinu Austria Wien á útivelli í fyrri leik liðanna Sambandsdeild Evrópu í dag. Mark Blika gerði miðjumaðurinn knái Alexander Helgi snemma í seinni hálfleik eftir góða stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni.  Blikaliðið spilaði mjög vel í leiknum og átti í fullu tré við þetta fornfræga lið. Reyndar má færa góð rök fyrir því að við höfum haft undirtökin í leiknum og með smá heppni hefðum við getað hirt öll stigin í leiknum. En þessi úrslit setja okkur í dauðafæri fyrir seinni leikinn sem verður í Kópavogi eftir viku. Nú verða Kópavogsbúar og allir stuðningsmenn Blika að fjölmenna á leikinn og styðja okkar lið til sigurs!


Upphitun>

BlikarTV upphitun>

Vín, borg drauma minna>

Tíðindamaður hins virta miðils blikar.is hafði áhyggjur af því að máttarvöldin hefðu óþarflega mikla samúð með gestunum í aðdraganda Evrópuleiks Breiðabliks og Austria Wien á Kópavogsvelli þann 28. júlí. Hvar var rokið og hvar var rigningin sem hafa gælt við vangann í hinu svokallaða sumri sunnan heiða? Nei, nú var allt í einu komin mið-evrópsk blíða, logn og bjart og tuttugu stiga hiti. Gestir í þéttskipaðri stúkunni voru almennt á stuttermabol sem elstu menn telja nánast einsdæmi. 


Upphitun>

Svekkjandi tap í frábærum leik>

Eftir glæsilega frammistöðu gegn Austra Wien var komið að því að Blikar mættu Aberdeen í undankeppni Sambandsdeildar UEFA .

Okkar menn auk þess nýbúnir að leggja Víkinga sannfærandi í PepsiMax deildinni eftir að hafa lifað af erfiðar upphafsmínútur og það má því segja að skammt sé stórra högga á milli hjá okkar mönnum.

Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA þegar komið er svona langt í keppni, ekki frekar en 2013, og því þurftum við bíta í það súra (aftur) að fara með leikinn í Laugardal. Nú þarf að gera átak í því að gera okkar völl löglegan fyrir þessa leiki, þannig að við getum leikið heimaleikina á heimavelli. Það munu ekki líða önnur 8 ár þar til við komumst á þetta stig aftur, spái ég, og því ekki eftir neinu að bíða.


Upphitun>

BlikarTV upphitun>

Frábær Evrópukeppni að baki>

„Sweet dreams are made of this“ Þessar ljóðlínur eru sungnar af einhverri dáðustu dóttur Skotlands; Annie Lennox úr hljómsveitinni Eurythmics frá árinu 1983.  Sjá hér  Þetta lag kom Annie Lennox á heimskortið árið 1983 og þar er hún enn. Lennox er einmitt fædd í borginni Aberdeen, þangað sem för Breiðabliks í 3. umferð  Sambandsdeildar UEFA var heitið fimmtudaginn 17.ágúst 2021. Blikarnir höfðu náð frábærum árangri í Evrópukeppninni þetta árið.  Slegið út Racing Union Luxembourg og Austria Vín með frækinni frammistöðu í sumar eins og frægt er orðið. 


Bikarkeppni KSÍ


Upphitun>

Bikardraumurinn úti>

Blikar töpuðu 2:0 fyrir Keflvíkingum í framlengdum leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Tapið var svekkjandi því við vorum meira með boltann og sköpuðum okkur töluvert af færum.

En inn vildi knötturinn ekki og við þurftum því að bíta í það súra epli að komast ekki í Laugardalinn enn eitt árið.  Það þýðir hins vegar ekkert að hengja haus því verðug verkefni bíða strákanna á næstu vikum bæði í deild og ekki síður Evrópukeppni.


Tölfræði 2021

Blikar hafa aldrei fengið jafn mörg stig í efstu deild.  47 urðu stigin þegar talið var upp úr pokanum fræga.

Liðið skoraði 55 mörk sem er þriðja mesta markaskor í sögu 12 liða deildar og 101 mark í 39 mótsleikjum ársins en fyrra metið var 92 mörk í 46 leikjum árið 2013. Mörkin skiptast þannig milli móta: FótboltaNet mótið: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max deildin: 55 mörk.



Leikjafjöldi - Mörk - Viðurkenningar

* Fyrsti leikur/leikir í efstu deild með Breiðabliki.

* Ásgeir Galdur Guðmundsson setti met þegar hann kom inn á í efstu deildar leik gegn Fylki í Árbænum. Hann er yngsti Bliki (15 ára og 137 daga gamall) frá upphafi til að spila efstu deildar leik í knattspyrnu karla með Breiðabliki > Ásgeir Galdur setti met í gær

* Sölvi Snær Guðbjargarson kom til okkar frá Stjörnunni > Sölvi Snær mættur í Kópavoginn

** Í byrjun ágúst varð Breiðablik við beiðni Thomas Mikkelsen um að ljúka samningi sínum við félagið, sem hann óskaði eftir af persónulegum ástæðum. 

** Robert Orri Þorkelsson gerði í lok júní samning við CF Montreal og flutti til Kanada.

** Fyrir keppnistímabilið var Þorleifur Úlfarsson lánaður til Ólafsvíkur. Hann skilaði sér aftur í Kópavoginn í júlí glugganum en fór svo í nám erlendis.

** Í júlí glugganum fór Benedikt Warén á lán til Vestra á Ísafirði. 

** Elfar Freyr Helgason átti við meiðsli að stríða í allt sumar og náði ekki að spila leik.

Nokkrir öflugir leikmenn bættust í leikmannahópinn fyrir keppnistímabilið 2021: 

Í júlí glugganum 2020 gerði framherjinn Jason Daði Svanþórsson samning við Breiðablik um ganga til liðs við félagið eftir að samningi hans við Afturerldingu lauk þá um haustið > Jason Daði til liðs við Breiðablik

Í janúar festi Breiðablik kaup á bakverðinum öfluga Davíð Erni Atlasyni > Davíð Örn til Blika

Þær frábæru fréttir bárust í mars að Árni Vilhjálmsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið > Árni kemur heim!


Markaskorun

Strákarnir skoruðu 55 mörk í deildinni - þriðja mesta skor í efstu deild frá því að 12 liða deild var tekin upp árið 2008. Alls skoraði liðið 101 mark í 39 mótsleikjum á árinu. Mörkin skiptast svona: Fótbolta.net: 17 mörk. Lengjubikarinn: 18 mörk. Evrópukeppni: 11 mörk. Pepsi Max: 55 mörk.

Markahæstu leikmenn Blika í Pepsi MAX 2021:

Árni Vilhjálmsson 11 mörk og er þar með þriðji markahæsti Blikinn í efstu deild með 40 mörk

Kristinn Steindórsson 9 mörk og heldur sæti sínu sem markahæstur í efstu deild með 49 mörk

Höskuldur Gunnlaugsson 6 mörk og er þar kominn í sjötta sæti með 25 mörk

Viktor Karl Einarsson 6 mörk

Jason Daði Svanþórsson 6 mörk

Gísli Eyjólfsson 5 mörk og er kominn í níunda sæti með 22 mörk

Thomas Mikkelsen 5 mörk og hann heldur sæti sínu sem annar markahæstur í efstu deild með 41 mark

Viktor Örn Margeirsson 3 mörk

Davíð Ingvarsson, Andri Rafn Yeoman, Róbert Orri Þorkelsson og Davið Örn Atlasin 1 mark hver. 

Ef við skoðum "skoruð mörk í efstu deild / fjöldi leikja i efstu deild" kemur í ljós að Thomas Mikkelsenn er lang efstur með 0.7 mark per leik og Kristinn Steindórsson og Árni Vilhjálmsson eru hnífjafnir með 0.42 mark per leik. 


Leikmenn á láni 2021

Samantekt yfir samningsbundna leikmenn Breiðabliks sem léku sem lánsmenn með öðrum liðum í ár og/eða gerðu varanleg félagaskipti til annars félags: 

Karl Friðleifur Gunnarsson spilaði 22 leiki sem lánsmaður hjá nýkrýndum Íslands- og bikarmeisturum Víkinga. Við óskum Karli að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og bjóðum hann velkominn heim í Kópavoginn.

Aron Kári Aðalsteinsson spilaði 7 leiki sem lánsmaður hjá Fram og hjálpaði þeim að komast upp í efstu deild. Hann gerði í framhaldinu langtímasamning við Fram.

Stefán Ingi Sigurðarson spilaði 11 leiki og skoraði 3 mörk sem lánsmaður hjá ÍBV og hjálpaði þeim að komast upp í efstu deild. Hann fór svo til Boston í áframhaldandi nám.

Anton Logi Lúðvíksson spilaði 14 leiki og skoraði 1 mark sem lánsmaður hjá Aftureldingu. 

Ólafur Guðmundsson lék sem lánsmaður 3 leiki með með Keflvíkingum fyrrri hluta sumars. Hann kom aftur í júlí glugganum, en söðlaði svo um og skrifaði undir langtíma samning við FH


Leikmenn sem fóru til erlendra liða á árinu 2021

Benoný Breki Andrésson - Bologna

Birkir Jakob Jónsson - Atalanta

Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund


Samningar við nýja leikmenn fyrir keppnistímabilið 2022

Í mars var tilkynnt að Leiknir R. og Breiðablik hafi komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks. Félagaskiptin áttu að ganga í gegn eftir að keppnistímabilinu 2021 lyki > Sævar Atli til Breiðabliks En áhugi á leikmanninum var viðar en í Kópavogi. Danska félagið Lyngby bauð Sævari samning sem hann að sjálfsögðu samþykkti og flaug út til Danmerkur í byrjun ágúst > Sævar Atli til Lyngby (Staðfest)

Í lok ágúst var svo tilkynnt að Grótta og Breiðablik hefðu náð samkomulagi um að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir keppnistímabilið 2022. Pétur hefur spilað 154 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 79 mörk > Pétur til Blika (blikar.is)


Viðurkenningar

Leikjaáfangar á árinu 2021:

250 mótsleikir: Damir Muminovic og Finnur Orri Margeirsson

200 mótsleikir: Höskuldur Gunnlaugsson

150 mótsleikir: Kristinn Steindórsson, Gísli Eyjólfsson og Viktor Örn Margeirsson

Hjá Blikum er sú hefð að veita leikmönnum viðurkenningar fyrir spilaða leiki (mótsleiki). Í kjölfar 100 mótsleikja fær leikmaður viðurkenningarskjal og er þar með kominn í "100 leikja klúbbinn" svokallaða. Í dag telur 100 leikja klúbbur karla 80 leikmenn. Þegar leikmaður hefur náð að spila 200 mótsleiki í Bliktreyjunni fær hann í viðurkenningarskyni áritaðan platta. Einnig er hefð fyrir viðurkenningu við 150 leikja áfangann. Eftir 250 leiki fær leikmaður blóm og gjafabréf. 

Við 300 mótsleikja áfangann er aftur áritaður platti og meðlæti. Aðeins tveir leikmann hafa náð 300 mótsleikja áfanga með Breiðabliki: Olgeir Sigurgeirsson (321) og Andri Rafn Yeoman (372) og Andri er enn að. Næstir í röðinni í 300 leikja klúbbinn eru þeir Elfar Freyr Helgason (289) og Damir Muminovic (265).  

Á lokahófi meistarflokks karla 2021 var Viktor Karl Einarsson valinn besti leikmaðurinn. Jason Daði Svanþórsson var valinn efnilegastur og leikmenn völdu Brynjar Atla Bragason leikmann leikmannanna. Til hamingju strákar. 


Frá upphafi

A-deild - sigurvegarar: 2010
A-deild - silfur: 2021, 2019, 2018, 2015, 2012

Bikarkeppni KSÍ - sigurvegarar: 2009
Bikarkeppni KSÍ - silfur: 2018, 1971

Deildabikar - sigurvegarar: 2021, 2015, 2013
Deildabikar - silfur: 2014, 2010, 2009, 1996

Fótbolta.net mótið - sigurvegarar: 2021, 2019, 2015, 2013, 2012

Meistarakeppni KSÍ - silfur: 2011, 2010

Ferill á Íslandsmótum:

A-deild: 2021, 2020, 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006, 2001, 2000, 1999, 1996, 1995, 1994, 1992, 1991, 1986, 1984, 1983, 1982, 1981, 1980, 1978, 1977, 1976, 1973, 1972, 1971

B-deild: 2005, 2004, 2003, 2002, 1998, 1997, 1993, 1990, 1989, 1988, 1987, 1985, 1979, 1975, 1974, 1970, 1969, 1968, 1967, 1966, 1965, 1964, 1963, 1962, 1961, 1960, 1957


Evrópukeppnir

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2020 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. Rosenborg BK

2019 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. Vaduz

2016 Evrópudeild - Undankeppni: 1. umf. FK Jelgava 

2013 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

2011 Meistaradeild - Undankeppni: 2.umf. Rosenborg BK

2010 Evrópudeild - Undankeppni: 2.umf. Motherwll FC


LOKASTAÐAN 2021



UM BLIKAR.IS - STUÐNINGSMANNAVEF MEISTARAFLOKKA BREIÐABLIKS Í KNATTSPYRNU


SpáBlikinn - Nýung 2021

Bryddað var uppá nýung í upphitunarpistlum leikja í Pepsi Max deildinni þar sem "SpáBlikinn" var fastur liður á blikar.is fyrir leiki meistarflokks karla. Það er gaman að segja frá því að þessi nýung tókst mjög vel. SpáBlikinn er því kominn til að vera. Alls tóku 22 stuðningsmenn þátt í að spá til um úrslit: Eiríkur Hjálmarsson, Aðalsteinn Jónsson, Pétur Már Ólafsson, Freyr Snorrason, Flosi Eiríksson, Einar Kristján Jónsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Pétursson, Hilmar Jökull, Kristján Ingi, Valgarður Guðjónsson, Borghildur Sigurðardóttir, Hákon Gunnarsson, Krissi Aðalsteins, Sigurður Einarsson, Ólafur Björnsson, Steini Þorvalds, Helgi Aðalsteins, Kristján H. Ragnarsson, Gylfi Steinn Gunnarsson, Heiðar B. Heiðarsson og Gunnleifur V. Gunnleifsson. Takk öll fyrir þátttökuna. 

Mikið efni

Á árinu var stuðningsmannavefurinn var mjög öflugur í allri fréttamiðlun og tengdum samfélagsmiðlum. Á Blikar.is er búið að birta samtals 170 fréttir frá síðustu áramótum - 115 af karlaboltanum og 55 af kvennaboltanum. Langflestar birtingar tengjast leikjum liðanna í öllum mótum. Fréttir af högum leikmanna eru líka mjög áberandi og um 20% af fréttflutningi snýr að greinum og ýmiskonar fréttum og viðtölum. Stuðningsmannavefurinn er líklega einn sá öflugasti hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leitað.

Fimm mest lesnu fréttir á blikar.is 2021

1. Gylfi Þór Sigurpálsson er fyrsti handhafi Huldunælunnar 

2. Sambandsdeild UEFA 2021/2022: FK Austria Vín - Breiðablik

3. Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Racing FC - Breiðablik

4. Ásgeir Galdur setti met

5. Thomas Mikkelsen kveður Breiðablik

Sendu okkur línu

Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is. Liðið núna: Andrés Pétursson, Ólafur Björnsson, Hákon Gunnarsson, Pétur Már Ólafsson, Kristján Ingi Gunnarsson, Eiríkur Hjálmarsson, Freyr Snorrason, Valgarður Guðjónsson og Pétur Ómar Ágústsson (upphitunarpistlar, vefumsjón og ritstjórn), Heiðar B. Heiðarsson (BlikarTV), Helgi Viðar Hilmarsson (ljósmyndir), Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Helga Katrín Jónsdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Gylfi Steinn Gunnarsson (vefstjórn & hönnun).

Blikar_is á Twitter

Bliar.is er virkt á Twitter. Fylgjendum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og eru nú 1455. Tísti frá áramótum til október eru 1200. Fjöldi fylgjenda hefur aukist um 75 frá áramótum og heimsóknir (Profile visits) eru 53.000. 

Blikar_is á Instagram

Í fyrra bættist Freyr Snorrason við samfélagsmiðlateymi Blikar.is. Sá hann að mestu um Instagramið (@blikaris) með hjálp frá góðum hópi fólks. Vorið 2020 var @blikaris endurvakið í tengslum leikmannakynningu (sjá mfl kk hér og mfl kvk hér) sem var gerð "úr fjarðlægð" vegna Covid takmarkanna. Í fyrra var traffíkin ekki mikil inn á Insta síðu blikar.is. Í vor bað ritstjórn Frey um að taka Instagrammið að sér til að reyna að lyfta ásýnd meistaraflokkanna og sýnileika í gegnum blikar.is Instagrammið. Myndirnar máttu ekki vera einungis einsleit auglýsingaplaköt með upplýsingum um næsta leik, þótt að það hafi vissulega verið stundum þannig myndir settar inn. Það átti þó frekar að reyna hafa „in game“ myndir sem sýndi leikmenn í hita leiksins, hér má skjóta inn að Helgi Viðar tók frábærar myndir fyrir BlikarTV sem við nýttum okkur gjarnan í sumar. Lagt var upp með að vera með viðveru á öllum leikjum í „story“ síðunnar og setja inn fagnaðarlæti og upphafsspyrnu leiks þangað inn. Í kvennaleikjunum var oftar en ekki viðvera Instagrammsins á bekk liðsins sem gaf annað og í raun skemmtilegra sjónarhorn heldur en á karlaleikjunum sem var iðulega úr stúkunni. Fylgjendatala reikningsins var í kringum 150 manns þegar átakið hófst síðastliðið vor og núna í haust fórum við yfir 1000 fylgjenda töluna og við erum hvergi nærri hætt!

Blikahornið á Soundcloud

Í Covid ástandinu 2020 varð til viðtalsþátturrinn Blikahornið sem er vistaður á SoundCloud. Góður gangur var í verkefni allt árið 2020. Tekin voru viðtöl við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Þorstein Halldórsson, Gylfa Stein Gunnarsson, Guðmund Þórðarson, Ólaf Pétursson, Borghildi Sigurðardóttur, Einar Kristján Jónsson og Loga Kristjánsson. Hlé hefur verið á starfsemi Blikahornsins en það stendur nú til bóta. Nýjasta efnið á  Blikahorninu er að búið er að safna þar saman öllum Blikalögunum sem gefin hafa verið út í gegnum tíðina. Meira hér. 

BlikarTV 

Blikar TV er mjög öflugur samstarfsaðili blikar.is enda vefurinn ekki með virka YouTube síðu. Efni frá snillingunum Heiðari B.Heiðarssyni og Helga Viðari Hilmarssyni má finna víða á blikar.is. Myndbandsefni er á TV síðunni og myndir er að við leiki á Leikir síðunni. Heimasvæði Blikar TV á YouTube er hér. Og heimasvæði Blikar TV varðandi myndir er á Facebook hér. 

Gefurðu kost á þér í liðið?

Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að setja þar inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is. Þú þarft ekki endilega að skrifa efnið því við höfum öflugan hóp pennalipurra sjálfboðaliða.

Þau eru hinsvegar misjafnlega flink í uppsetningu efnis á blikar.is vefinn og þess vegna vantar okkur fólk á þann endann.



Lokastaðan 2021