BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

2018

Það er gaman að vera Bliki!

Eftir erfitt tímabil 2017 mættu Blikar ferskir til leiks 2018. Fyrir tímabilið var Ágúst Gylfason ráðinn þjálfari liðsins og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari. Ólafur Pétursson markmannsþjálfari og Aron Már Björnsson styrktarþjálfari héldu áfram sem og liðsstjórarnir Jón Magnússon og Marinó Önundarson. Sjúkarþjálfarateymið hélst óbreytt.

Fyrir tímabilið kræktu Blikar í belgíska varnarmanninn Jonathan Hendrickx meira>. Arnór Gauti snéri aftur heim eftir dvöl hjá Eyjamönnum meira>. Guðmundur Böðvar Guðjónsson kom til okkar frá ÍA meira>, og Oliver Sigurjónsson koma á láni frá Bodö/Glimt í Noregi meira>

Blikar tefldu fram flestum uppöldum leikmönnum allra liða í Pepsi 2018.

Nokkrir leikmenn yfirgáfu félagið fyrir keppnistímabilið 2018. Þórður Steinar Hreiðarsson fór til Kórdrengja. Michee Efete fór aftur til Englands, Martin Lund Pedersen fóru heim til Danmerkur og Dino Dolmagic til Serbíu. Páll Olgeir Þorsteinsson og Ólafur Hrafnsson skiptu yfir í Augnablik. Sólon Breki Leifsson og Ernir Bjarnason fluttu sig upp í Breiðholt og gerðu samning við Leiknismenn. Guðmundur Friðriksson samdi við Þrótt R., og Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR.

Flestir fjölmiðlar spáðu Breiðabliksliðinu um miðja deild, en annað átti eftir að koma í ljós. Gengi liðsins var á pari við árangursmarkmið þess um eitt af 3 efstu sætunum í Pepsi-deildinni og þar með þáttöku í Evrópukeppni 2019.

Blikaliðið tryggði sér silfurverðlaun í bæði deild og bikar. Liðið fékk 44 stig sem er sami stigafjöldi og þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010 en tveim stigum minna en stigamet liðsins frá 2015. Blikaliðið leiddi mótið í 8 umferðir - þar af fyrstu 6 umferðirnar. Aðeins í einni umferð í sumar var liðið neðar en í 3ja sæti. Vörn liðsins fékk á sig lang fæst mörk allra liða í deildinni eða 17 mörk - þar af aðeins 12 mörk í opnum leik því 5 af þessum 17 mörkum voru mörk skoruð úr vítaspyrnum. Liðið hélt hreinu í 11 deildarleikjum af 22.

Stuðningsmenn höfðu góða ástæðu til að fylgjast með sínum mönnum enda jókst mæting á leiki hjá Blikum mest allara liða í efstu deild karla. 

Áhorfendum fjölgaði mest á milli ára hjá Breiðabliki. Við vorum með 1.081 áhorfanda að meðaltali 2017 en fórum upp í 1249 áhorfendur sem er aukning um 168 áhorfendur á hvern leik í sumar. Í heildina komu 13.735 á leikina ellefu á Kópavogsvelli. Breiðablik var líka það félag sem tók alla umgjörð hjá sér verulega í gegn og það virðist hafa hjálpað til sem og augljóslega gott gengi liðsins.

Hér neðar er ítarumfjöllun um alla leiki Breiðabliksliðsins árið 2018 - í tímaröð - auk tölfræðisamantektar í lokin.


Fótbolti.net mótið

1. umferð - staða & úrslit >

Naumt tap í fyrsta leik ársins >

Það var óvenju vel mætt af áhorfendum í Kórnum þegar Breiðablik lék sinn fyrsta leik 2018. Andstæðingarnir voru góðkunningjar okkar og samherjar í Ungmennasambandi Kjalarnesþings, Stjarnan úr Garðabæ. Meira >


Fótbolti.net mótið

3. umferð - staða & úrslit >

Það er eitthvað í loftinu - sigur á Skagamönnum >

Blikar unnu öruggan 0:4 sigur á Skagamönnum í Fótbolti.net mótinu upp á Skipaskaga. Sigur þeirra grænklæddu var öruggur og yfirvegaður og sýndum við þeim gulklæddu enga miskun allan leikinn. Meira >


Fótbolti.net mótið

Leikur um sæti - staða & úrslit >

Tilraunastarfssemi >

Breiðablik mætti nágrönnum sínum í HK í leik um 3. sætið í Fótbolti.net mótinu. Það er alltaf ákveðin stemning þegar Breiðablik og HK mætast og áhorfendur í Kórnum voru fjölmargir. Meira >


Lengjubikarinn

1. umferð - staða & úrslit >

Léttur sigur hjá Blikum >

Blikar unnu fyrirhafnalítinn sigur á 1. deildarliði ÍR í Lengjubikarnum í Fífunni í dag 7:0. Það var aðeins í byrjun sem Breiðholtsliðið veitti okkur einhverja samkeppni. Meira >


Lengjubikarinn

2. umferð - staða & úrslit >

Þróttur lá >

Blikar mættu 1.deildarliði Þróttar í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Egilshöll. Þetta var annar leikur okkar mann í mótinu og nú var að sjá hvort menn næðu að fylgja eftir stórsigrinum gegn ÍR á dögunum. Meira >


Lengjubikarinn

3. umferð - staða & úrslit >

Magni ekki mótstaða fyrir Blika >

Breiðablik og Magni mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Fífunni. Magnamenn sem verða nýliðar í 1. deildinni í sumar hafa komið skemmtilega á óvart í leikjum í vetur. Meira >


Lengjubikarinn

4. umferð - staða & úrslit >

Skellur á Akureyri >

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn frískum KA-mönnum í Lengjubikarnum. Lokatölur voru 4:0 fyrir þá gulklæddu og enduðum við þar að auki níu inn á undir lok leiksins. Meira >


Lengjubikarinn

5. umferð - staða & úrslit >

Skiptur hlutur í Fífunni >

Breiðablik og KR skiptu bróðurlega stigunum á milli sín í 1:1 jafntefli í síðasta leik liðanna í Lengjubikarnum á þessu ári. Meira >


Pepsi-deild karla

1. umferð - staða & úrslit >

Sigur í fyrsta leik >

Pepsi deildin 2018 hófst af alvöru í dag þegar Blikar tóku á móti ÍBV. Flestir sparkspekingar landsins sem telja sig ná máli hafa einhent sér í að spá fyrir um gengi liðanna að venju og það er skemmst frá að segja að Eyjamönnum er spáð frekar neðarlega og jafnvel falli en Blikum um og rétt ofan við miðja deild. Meira >

 

Sveinn Aron Guðjohnsen setti tvö gegn ÍBV.

Blikaliðið lék með sorgarbönd til að minnast Jóns Inga Ragnarssonar, fyrrum leikmanns og formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks. Nánar >


Mjólkurbikarinn

32-liða úrslit - staða & úrslit >

Þolinmæðissigur á Leiknismönnum >

Blikar unnu 1:3 sigur á Leiknismönnum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar. Það var útlendingahersveitin okkar Tokic (2) og Jonathan sem sáu um mörkin að þessu sinni. Meira >


Pepsi-deild karla

2. umferð - staða & úrslit >

Frábær sigur í Krikanum >

Blikar voru gríðarlega einbeittir í kvöld, allir sem einn, og unnu þennan leik sanngjarnt og sannfærandi. Meira >


Pepsi-deild karla

3. umferð - staða & úrslit >

Sigur í baráttuleik >

Eins og spáð var hafa fjölmiðla hælt Blikaliðinu á hvert reipi frá sigrinum í Krikanum og það biðu margir spenntir eftir næsta kafla og sumir óskuðu þess heitt í nærsveitunum að Blikar myndu misstíga sig í dag. Meira >


Pepsi-deild karla

4. umferð - staða & úrslit >

Hvorugt liðið vildi tapa >

KR-ingar voru ákafari í þessum leik. Þeir pressuðu hátt, sérstaklega í byrjun beggja hálfleikanna, en traust vörn og djúp miðja sáu við þeim allan leikinn. Meira >


Pepsi-deild karla

5. umferð - staða & úrslit >

Taplausir á toppnum >

Blikar svo mikið betri og sigur var það sem Blikar áttu að fá en lífið er ekki alltaf sanngjarnt svo mikið er víst. Tökum það ljósa úr leiknum, Blikaliðið flott. Meira >


Pepsi-deild karla

6. umferð - staða & úrslit >

Sá armi Stjörnuþrjótur á Hlíðarenda >

Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í þessum leik, þeir geisluðu af sjálfstrausti, spiluðu af öryggi og hefðu klárlega getað farið heim með öll stigin. Tvenn varnarmistök reyndust dýrkeypt. Meira >


Mjólkurbikarinn

16-liða úrslit - staða & úrslit >

KR slapp með skrekkinn! >

Blikar hófu þennan leik af krafti og er skemmst frá því að segja að boltinn lá í netinu í fyrstu almennilegu tilraun okkar manna. Aðdragandinn var mjög flottur. Meira >


Pepsi-deild karla

7. umferð - staða & úrslit >

Fyrir leikinn gegn Stjörnunni voru öflugir Blikar heiðraðir fyrir sitt framlag til Breiðabliks og íslenska landsliðsins í gegnum árin. Þeir eru frábærar fyrirmyndir yngri iðkenda og allra þeirra sem vilja láta drauma sína rætast en þeir Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason halda nú til Rússlands á stærsta svið knattspyrnunnar. Með dugnaði, vilja og óbilandi trúa á sjálfum sér hafa þeir sýnt að allt er hægt og ég veit að þeir munu vera sjálfum sér og þjóðinni til sóma sem fyrr. Viðtal í boði BlikarTV >

Súrt Sunnudagskvöld >

Blikar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við nágranna sínum úr Garðabænum á sunnudagskvöldið. Meira >


Pepsi-deild karla

8. umferð - staða & úrslit >

GogG sáu um Grindavík! >

Blikar unnu góðan og sanngjarnan 0:2 sigur á toppliði Grindavíkur á votum velli suður með sjó. Meira >

Leikjaáfangi hjá Viktori Erni Margeirssyni með Blikum.


Bliki í atvinnumennsku

Patrik Sigurður Gunnarsson> seldur til Brentford

09.06.2018

Breiðablik og Brentford hafa komist að samkomulagi um að Patrik Sigurður Gunnarsson gangi til liðs við síðarnefna félagið. Brentford er í ensku Championship deildinni sem er sú næst efsta á Englandi. Meira >
 


Pepsi-deild karla

9. umferð - staða & úrslit >

Frábær stig! >

Það var ekki sérlega bjart yfir dalnum í dag þegar Blikar mættu Fylki í níundu umferð PEPSI deildarinnar. Gekk á með skúrum og heldur dumbungslegt. Meira >

Tveir ungir leimenn stigu sín fyrstu spor í efstu deild þegar Karl Friðleifur Gunnarsson kom inn á fyrir Jonathan Hendrickx og Brynjólfur Darri Willumsson kom inn á fyrir Svein Aron


Mjólkurbikarinn

Rumble in the Jungle eða Hamagangur á Hlíðarenda >

Til er í útlöndum fræg mynd sem nefnist „Rumble in the Jungle“. Hún hefur ýmist hefur verið kölluð „Skruðningur í skóginum“ eða „Frumskógargnýr“ en mætti allt eins kalla á tungu Sigga Grétars „Hamagangur á Hlíðarenda“. Myndin fjallaði um bardaga heimsmeistarans í þungavigt í hnefaleikum, George Foreman, og áskorandans, Múhameðs Ali, sem áður hafði hampað titlinum. Meira >

Leikjaáfangi hjá Gunnleifi Gunnleifssyni með Blikum. 


Pepsi-deild karla

11. umferð - staða & úrslit >

Aðeins eitt stig í gulum leik! >

Blikum mistókst að ná í öll stigin gegn grófum KA-mönnum á nýskírðum Greifavellinum í hjarta Akureyrar í Pepsí-deildinni í dag. Meira >

Leikjaáfangi hjá Damir Muminovic með Blikum.


Bliki í atvinnumennsku

Elías Rafn Ólafsson> seldur til dönsku meistarana 

17.07.2018

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí. FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor. Meira >


Pepsi-deild karla

12. umferð - staða & úrslit >

Markaþurrð á útivelli >

Annan leikinn í röð tókst okkar piltum ekki að skora og þurfum við að sætta okkur við markalaust jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Meira >


Pepsi-deild karla

10. umferð - staða & úrslit >

Teflt á tæpasta vað! >

Blikar sluppu með skrekkinn þegar þeir unnu Fjölni 2:1 á Kópavogsvelli í gær. Glæsilegt aukaspyrnumark Olivers Sigurjónssonar skömmu fyrir leikslok tryggði okkur stigin þrjú. Meira >


Pepsi-deild karla

13. umferð - staða & úrslit >

Ótrúlega sætur sigur >

Blikar stilltu upp óbreyttu liði, liði sem hefur náð vænlegri stöðu í deildinni – aðallega út á sterkan varnarleik og markvörslu. Meira >


Bliki í atvinnumennsku

Sveinn Aron Guðjohnsen> seldur til ítalska liðsins Spezia

25.07.2018

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið seldur frá Blikum til ítalska liðsins Spezia. Meira>


Pepsi-deild karla

14. umferð - staða & úrslit >

Blikar gefa ekkert eftir! >

Breiðablik vann góðan 1:3 sigur á Keflavík á útivelli í Pepsí-deild karla í gær. Daninn Thomas Mikkelsen hélt áfram uppteknum hætti og setti tvö mörk. Einnig gerði markahæsti maður liðsins Gísli Eyjólfsson eitt mark. Með sigrinum heldur Blikaliðið sér inni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Meira >


Júlíglugginn

13.06.2018

Danski framherjinn Thomas Mikkelsen skrifar undir 2 ára leikmannasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks.  Daninn er 28 ára gamall og er tæplega 190 cm á hæð. Hann er fljótur og sterkur og á örugglega eftir að setja mark sitt á Pepsí-deildina. Hann verður löglegur með Blikaliðinu 15. júlí.  Meira >

Thomas í viðtali við BlikarTV

Blikar ákváðu að gefa Hrvoje Tokic leyfi til að fara frá félaginu.

Gunnleigur Gunnleifsson framlengdi samning sinn við Blika að viðstöddum ungum Blikum. 

Sú hefð hefur myndast að markvörðurinn síungi Gunnleifur Gunnleifsson skrifi undir nýjan samning við Breiðablik þegar hann á afmæli, 14. júlí á hverju ári. Meira >


Pepsi-deild karla

15. umferð - staða & úrslit >

Evrópa í augsýn >

Það verður einfaldlega að segjast að það er eitthvað svo sérstaklega skemmtilegt að ná sigri á móti KR, þess vegna var maður að venju frekar spenntur fyrir kvöldinu. Meira >


Pepsi-deild karla

16. umferð - staða & úrslit >

Góð uppskera! >

Þetta var erfiður leikur en Blikar sitja enn á toppnum eins og þeir hafa verið lengst af þessu móti og gefa ekkert eftir. Skila hverjum vinnusigrinum á fætur öðrum í hús. Það telur og það er gaman að vera Bliki. Meira >


Mjólkurbikarinn

Undanúrslit - staða & úrslit >

Kraftaverk á Kópavogsvelli >

Í síðari hálfleik var eins og annað Blikalið væri komið inn á völlinn. Hraðinn var miklu meiri, þó að misheppnaðar sendingar væru fullmargar, en að sama skapi jókst dauðageigur gestanna. Hvenær sem heimamaður nálgaðist, hnigu þeir niður, hvort sem þeir brutu á andstæðingi eða brotið var á þeim. Það var eins og Jóhann segir í einu bréfa sinna til séra Friðriks vinar síns: „Og dauðinn bíður mín. Hvað er dauðinn! Einhver hræðileg íshönd, einhver altortímandi ófreskja sem er að eta lífið upp.“ Á þessum tíma virtist sjúkraþjálfari gestanna hlaupa manna mest á vellinum. Meira >


Pepsi-deild karla

17. umferð - staða & úrslit >

Leikurinn gegn Val í 17. umf var 300. mótsleikur Andra Rafns Yeoman. Andri er þar með orðinn næst leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi, en hann er þegar leikjahæstur Blika í A-deild með 191 leik. Andri á nóg eftir. Aðeins 20 mótsleikir í viðbót og hann nær þeim áfanga að verða leikjahæsti Blikinn frá upphafi. Meira

Að mæta til leiks í hálfleik >

Breiðablik tók á móti Val í kvöld – 20. ágúst á Kópavogsvellinum í toppslag PEPSI deildarinnar. Valsmenn gátu komist á toppinn með sigri en Breiðablik hafði möguleika á að styrkja enn frekar stöðu sína í toppsætinu með sigri. Meira >


Pepsi-deild karla

18. umferð - staða & úrslit >

Súrt á Samsung >

Sambland af óheppni og klaufaskap varð þess valdandi að við getum að öllum líkindum hvatt Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni. Það var samt sem áður alls ekki allt slæmt í leik okkar manna í gær. Meira >


Pepsi-deild karla

19. umferð - staða & úrslit >

Aulaskapur ! >

Blikar byrjuðu leikinn ágætlega og voru mun betra liðið allan fyrri hálfleik. Grindvíkingar fengu reyndar eitt mjög gott færi snemma en Gunnleifur bjargaði með góðu úthlaupi. Meira >


Mjólkurbikarinn

Úrslitaleikur - lokastaða >

„Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði“ >

Ég sé á punktunum að leikurinn var hin besta skemmtun, spenna frá upphafi til enda, þriggja manna vörnin hélt vel á meðan hennar naut við, vissulega fengu Stjörnumenn færi en okkar menn voru ekki síður hættulegir og spiluðu feykilega vel. Jafntefli var því sanngjörn niðurstaða leiksins eftir glæsta frammistöðu beggja markmanna. Hvað fór fram í þessum viðauka eftir að framlengingu lauk? Hér verð ég að vitna í Þormóð Kolbrúnarskáld í lok Gerplu við Ólaf digra Haraldsson: „Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði.“Hafi Stjörnumenn lyft bikar er sjálfsagt að óska þeim til hamingju með það. Meira >


Pepsi-deild karla

20. umferð - staða & úrslit >

Evrópa ! - Breiðablik er mætt til leiks á ný >

Það voru ánægðir stuðningsmenn Breiðabliks sem héldu heim á leið úr Árbænum. Það var ekki sjálfgefið við upphaf leiktíðar að við myndum vera búnir að tryggja okkur sæti í Evrópukeppni þegar 2 umferðir eru eftir. Meira >

Leikjaáfangi hjá Gísla Eyjólfssyni með Blikum.


Pepsi-deild karla

21. umferð - staða & úrslit >

Fótbolti er okkar fag ! >

Blikar lönduðu öruggum 2 -0 sigri og þar með féllu Fjölnismenn úr Pepsi deildinni eftir erfitt sumar. Við óskum þeim velfarnaðar og sjáum þá vonandi fljótt aftur á meðal þeirra bestu. Þar eiga þeir að vera. Meira >


Pepsi-deild karla

22. umferð - staða & úrslit >

Stundum er sagt að gott silfur sé gulli betra. Það er auðvitað kjaftæði! Auðvitað hefðum við viljað fá gullið. En lítum aðeins á tölfræðina. Blikaliðið fékk á sig fæst mörk allra í deildinni eða 17. Næstu lið fengu KR og Valur fengu á sig 23. Eftir að danska dýnamítið Thomas Mikkelsen kom til liðsins hrökk sóknarleikur Blikaliðsins heldur betur í gang. Daninn skoraði 10 mörk í 11 deildarleikjum og er með markahæstu mönnum deildarinnar. Margir Blikar hafa spurt sig hvort við hefðum hampað titilinum ef Thomas hefði verið með okkur allan tímann. Það er ekki ólíklegt því okkur gekk fremur erfiðlega að koma tuðrunni í netið framan af móti. En um leið og dýnamítið fór að skora hrukku líka aðrir leikmenn í gang. 

Gott silfur! >

Blikar unnu öruggan 4:0 sigur á KA mönnum í lokaleik Pepsí-deildar karla keppnistímabilið 2018. Með þessum sigri tryggði Blikaliðið sér silfurverðlaun á Íslandsmótinu. Flestir Blikar hefur þegið það sæti fyrir mót enda var okkur spáð 5. eða 6. sæti af flestum miðlum landsins. Meira >

Thomas og Willum skoruðu  2 mörk hvor.

Ungur og efnilegur 16 ára strákur úr 3. flokki, Andri Fannar Baldursson, kom inná í leiknum í sínum fyrsta mótsleik með meistaraflokki. 

Blikaliðið spilaði með sorgarbönd í leiknum vegna fráfalls Árna Guðmundssonar, fyrrum formanns knattspyrnudeildar. Nánar >


Tölfræði 2018

Blikaliðið tryggði sér silfurverðlaun í bæði deildar- og bikarkeppni KSÍ. Liðið fékk 44 stig sem er sami stifafjöli og þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010 en tveim stigum minna en stigamet liðsins frá 2015. Blikaliðið leiddi mótið í 8 umferðir - þarf af fyrstu 6 umferðirnar. Aðein í einni umferð í sumar var liðið neðar en í 3ja sæti. Vörn liðsins fékk á sig lang fæst mörk allra liða í deildinni eða 17 mörk - þar af aðeins 12 mörk í opnum leik því 5 af þessum 17 mörkum voru mörk skoruð úr vítaspyrnum. Liðið hélt hreinu í 11 deildarleikjum af 22.  

Yfirlit fyrri ára:  201720162015

Eins og mörg undanfarin keppnistímabil spiluðu margir samningsbundnir yngri leikmenn Blika  á lánssamningi með liðum í bæði Inkasso og Pepsi: 

  • Alexander Helgi Sigurðarson spilaði 12 leiki í deild og bikar með Ólafsvíkur Víkingum áður en hann var kallaður heim í júlíglugganum. Hann stimplaði sig strax inn í fyrsta leik þegar hann skoraði sigurmarkið 1-0 sigri á KR í byrjun ágúst. Hann meiddist á æfingu skömmu síðar og mistti út nokkrar vikur en náði koma við sögu 2 af 3 síðustu leikjunum sumarsins.
  • Brynjar Óli Bjarnason var lánaður til ÍR í lok janúar. Brynjar lék 15 leiki með Breiðholtsliðinu.
  • Aron Kári Aðalsteinsson spilaði 4 leiki með ÍR þar sem hann var lánsmaður fyrri hluta sumars. Í júlíglugganum flutti Aron Kári sig til Keflavíkur þar sem hann lék 8 leiki í vörninni í erfiðri fallbaráttu liðsins.
  • Davíð Ingvarsson spilaði 11 leiki með Haukum í Hafnarfirði. Davið skilað sér heim í Kópavoginn í júlíglugganum og æfði með Blikum það sem eftir var tímabilsins. 
  • Guðjón Máni Magnússon var á láni hjá Augnabliki. Guðjón spilaði 17 leiki og skoraði 4 mörk.
  • Hlynur Örn Hlöðversson fór á lán suður með sjó og spilaði með Njarðvíkingum en færði sig til Fjölnismanna í júlíglugganum.
  • Júlíus Óli Stefánsson var á láni hjá Augnabliki og spilaði þar 11 leiki.
  • Óskar Jónsson fór á lán til ÍR þar sem hann spilaði 12 leiki áður en hann flutti sig til Þróttar R. í júlíglugganum. Óskar lék 8 leiki með Þrótti.
  • Skúli E. Kristjánsson Sigurz var á láni hjá Leiknismönnum fyrrihluta sumars en skipti yfir í ÍR seinnihlutann. Skúli átti við meiðsli að stríða mestan hluta sumars.

Núverandi leikmenn með 100 eða fleiri leiki í efstu deild fyrir Breiðablik (allir leikir).

Núverandi leikmenn með 10 eða fleiri mörk í efstu deild fyrir Breiðablik "mörk/leikir“ (öll mörk/allir leikir).

Markasyrpur í boði BlikarTV:  2018>    2017>

Leikmenn Breiðabliks 2018 meira>

Allir leikmenn Breiðabliks frá upphafi meira>


Viðurkenningar 2018

Willum Þór Willumsson var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla fyrir tímabilið 2018. Borghildur Sigurðardóttir afhenti Willum verðlaunin fyrir hönd KSÍ. Það eru leikmenn allra liða í deildinni sem velja.

Með sigri í síðasta leik tryggði Blikaliðið sér silfurverðlaun á Íslandsmótinu. Flestir Blikar hefur þegið það sæti fyrir mót enda var okkur spáð 5. eða 6. sæti af flestum miðlum landsins.

Blikar fengu silfurverðlaunin afhent eftir leikinn við KA.

Á lokahófi Blika í gærkvöld var Willum Þór Willumsson valinn efnilegastur. Gunnleifur Gunnleifsson var valinn bestur. Thomas Mikkelsen fékk viðurkenningu fyrir markaskorun. Og leikmaður leikmannanna var valinn Davíð Kristján Ólafsson. 

Gísli Eyjólfssyni fékk viðurkenningu fyrir 100 mótsleiki með Breiðabliki.

Gunnleifur Gunnleifsson fékk viðurkenningu fyrir 200 mótsleiki með Breiðabliki.

Andri Rafn Yeoman heiðraður fyrir 300 keppnisleiki fyrir Breiðabliki.

Damir Muminovic fékk viðurkenningu fyrir 150 mótsleiki með Breiðabliki.


Bikarkeppni

Blikar léku til úrslita í Mjólkurbikarnum 2018 töpuðu en töpuði í vítaspyrnukeppni. Meira >  

Leið Blika í úrslitaleikinn: Í 32-liða úrslitum fóru Blikar í heimsókn uppí Breiðaholt og unnu Leiknismenn í 3-1. Í 16-liða úrslitum unnu Blikar KR 1-0 KR á Kópavogsvelli. Í 8-liða úrslitum unnu Blikar 1-2 sigur gegn Íslandsmeistaraliði Vals á Origo vellinum. Í undanúrslitum fengu Blikar heimaleik gegn 1. Deildarliði Víkinga frá Ólafsvík. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar. Bæði lið skoruðu mark í venulegum leiktíma. Blikar skora svo sjálfsmark á 105.mín í framlengingu og það stefndi í Víkingssigur á Kópavogsvelli þegar Brynjólfur Darri Willumsson, 18 ára Breiðabliksmaður, skoraði jöfnunarmark Blika á 120.mín. Blikar unnu svo vítaspyrnukeppnina 4-2 og þar með komnir í úrslitaleikinn. Meira >

Leiðin í bikarúrslit 2018 - myndband í boði BlikarTV>

Árangur í bikarkeppni KSÍ
1. sæti 2009
2. sæti 2018, 1971


Þáttaka í mótum

Árangur á mótum frá upphafi

A-deild - sigurvegarar: 2010
A-deild - silfur: 2018, 2015, 2012

Bikarkeppni KSÍ - sigurvegarar: 2009
Bikarkeppni KSÍ - silfur: 2018, 1971

Deildabikar - sigurvegarar: 2015, 2013
Deildabikar - silfur: 2014, 2010, 2009, 1996

Fótbolta.net mótið - sigurvegarar: 2012, 2013, 2015, 2019

Meistarakeppni KSÍ - silfur: 2011, 2010

Ferill á Íslandsmótum:

A-deild: 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008, 2007, 2006, 2001, 2000, 1999, 1996, 1995, 1994, 1992, 1991, 1986, 1984, 1983, 1982, 1981, 1980, 1978, 1977, 1976, 1973, 1972, 1971.

B-deild: 2005, 2004, 2003, 2002, 1998, 1997, 1993, 1990, 1989, 1988, 1987, 1985, 1979, 1975, 1974, 1970, 1969, 1968, 1967, 1966, 1965, 1964, 1963, 1962, 1961, 1960, 1957. 


Evrópukeppnir

2016 Evrópudeild - Undankeppni: 1. umf. FK Jelgava 

2013 Evrópudeild - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

2011 Meistaradeild - Undankeppni: 2.umf. Rosenborg BK

2010 Evrópudeild - Undankeppni: 2.umf. Motherwll FCLokastaðan 2018